Brottfallnar reglugerðir

709/1997

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár nr. 579/1989, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (4.) breytingu á reglugerð um búfjármörk, markaskrár og
takmörkun á sammerkingum búfjár nr. 579/1989, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

1.1.          Búfjármörk eru: Örmerki, frostmerki, brennimörk, plötumerki og eyrnamörk. Skylt er hverjum búfjáreiganda að hafa glöggt mark á búfé sínu. Lömb skulu eyrnamörkuð fyrir lok 12. viku sumars. Skylt er að brennimerkja eða plötumerkja allt ásett sauðfé og geitfé með brennimarki eða númeri lögbýlis eða eiganda, sýslutákni og númeri sveitarfélags. Að auki er heimilt að brennimerkja sömu númer og tákn á horn.

 

2. gr.

                3. mgr. 5. gr. rg. nr. 579/1989, sbr. rg. nr. 410/1992 og 50/1994, orðast svo:

                Við eigendaskipti skal frostmerkingarvottorð fylgja gripnum og tilkynna ber eigendaskipti til Bændasamtaka Íslands á þar til gerðu eyðublaði, sem Bændasamtök Íslands láta gera. Óheimilt er að slátra frostmerktu hrossi eða flytja úr landi nema vottorðinu sé framvísað svo og staðfestingu Bændasamtaka Íslands um hver sé skráður eigandi gripsins.

 

3. gr.

                Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein um örmerkingar hrossa, er verður 6. gr. og breytist töluröð annarra greina til samræmis við það. Greinin er svohljóðandi:

6.1.          Tilgangur örmerkinga er að tryggja sem best réttar skráningar, uppruna gripa og sönnun á eignarrétti.

6.2.          Eingöngu er heimilt að nota örmerki, tæki til ísetningar og aflestrar þeirra, sem hlotið hafa opinbera vottun samkvæmt reglum Alþjóðlega staðlaráðsins, þ.e. ISO/DIS 11784/11785. Bændasamtök Íslands veita leyfi til örmerkinga og hafa umsjón með framkvæmd þeirra.

6.3.          Bændasamtök Íslands annast skráningu örmerkja og dreifingaraðila og alla meðferð og vörslu upplýsinga um framkvæmd örmerkinga á hrossum. Skylt er þeim sem annast ísetningu örmerkja að fylla út þar til gerð vottorð í þríriti þar sem skráð er númer örmerkis og auðkenni gripsins. Frumrit skal senda Bændasamtökum Íslands sem skrá upplýsingarnar í gagnavörslukerfið Feng. Afrit fær eigandi eða umráðamaður gripsins og eitt afrit geymir sá aðili sem annast örmerkinguna.

6.4.          Örmerki skal komið fyrir undir faxrót í eða við sinaband undir faxrót, vinstra megin á hálsi um miðjan makka. Við örmerkingu skal þess gætt að fara vel að gripnum og fylgja viðeigandi leiðbeiningum við ísetningu og aflestur örmerkis.

6.5.          Við eigendaskipti skal örmerkingarvottorð fylgja gripnum og tilkynna ber eigendaskipti til Bændasamtaka Íslands á þar til gerðu eyðublaði, sem Bændasamtökin láta gera. Óheimilt er að slátra örmerktu hrossi eða flytja úr landi, nema framvísað sé örmerkingarvottorði og staðfestingu Bændasamtaka Íslands um skráðan eiganda. Sláturleyfishöfum ber að gæta þess að ætíð sé lesið af örmerkjum og frostmerkjum hrossa við slátrun, til að staðfesta réttan uppruna og eignarhald gripa. Þá skulu eftirlitsdýralæknar gæta þess að upplýsingar samkvæmt örmerkingu séu ávallt skráðar á heilbrigðisvottorð vegna útflutnings hrossa.

 

4. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um afréttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 1998.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 17. desember 1997.

 

Guðmundur Bjarnason.

Jón Höskuldsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica