Brottfallnar reglugerðir

90/1998

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (1.) breytingu á reglugerð nr. 219/1995

um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

1. gr.

                Við 2. gr. bætist ný málsgrein, er verði 2. mgr., svohljóðandi:

                Við framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða skal þess ávallt gætt að fylgt sé ákvæðum laga um matvæli nr. 93/1995 og laga um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat sláturafurða nr. 96/1997.

2. gr.

                Í 3. gr. breytist skýring hugtaksins "lífrænt býli í aðlögun" og verður svohljóðandi:

                Býli í aðlögun er lögbýli, hluti lögbýlis eða önnur afmörkuð búrekstrareining sem verið er að breyta úr almennum landbúnaði yfir í lífrænan í áföngum samkvæmt aðlögunaráætlun vottunarstofu, sbr. grein 22.3.

3. gr.

                4. málsl. 1. mgr. 7. gr. orðast svo:

                Vottunarstofu er heimilt að taka sýni til rannsókna á rannsóknastofu sem uppfyllir ákvæði reglugerðar nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla til að kanna hvort í þeim séu óleyfileg efni samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar.

4. gr.

                Í stað 3. og 4. málsl. 5. mgr. 11. gr. kemur:

                Heimilt er að víkja frá þessari reglu á býlum í aðlögun og á garðyrkjubýlum, bæði í útiræktun og gróðurhúsum, að því hámarki sem vottunarstofa setur með tilliti til aðstæðna. Vottunarstofa ákvarðar hámarksfjölda búfjár á hvern hektara ræktaðs beitilands.

5. gr.

                Í stað orðanna "lífrænna staðla" í 3. málsl. 1. mgr. 18. gr. kemur: um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

                Í stað orðanna "lífrænna reglna" í 4. málsl. 2. mgr. 18. gr. kemur: um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

6. gr.

                5. málsl. 2. mgr. 21. gr. orðast svo:

                Lágmarkslegurými í húsi skal vera eftirfarandi, en vottunarstofu er heimilt að leyfa allt að 20% frávik á aðlögunartíma býlisins:

                Í upptalningu gripa í 2. mgr. 21. gr. á eftir "Nautgripur, fullvaxinn" kemur:

                Hjá mjólkurkúm skal a.m.k. 70% legurýmis vera heilt gólf eða legubás vera fyrir hvern grip.

7. gr.

                7. málsl. 1. mgr. 22. gr. orðast svo:

                Að minnsta kosti 70% af fóðri jórturdýra og hrossa, reiknað í þurrefni á mánaðargrundvelli, skal vera heimaaflað, að meðtöldu fóðri frá öðru lífrænu býli sem kann að vera í skipulögðu samstarfi um áburðar- og fóðurskipti.

                3. málsl. 2. mgr. 22. gr. orðast svo:

                Að minnsta kosti 70% af fóðri jórturdýra og hrossa, reiknað í þurrefni á mánaðargrundvelli, skal vera gróffóður.

                3. mgr. 22. gr. orðast svo:

                Allt fóður skal framleitt og verkað, sé þess þörf, í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar. Reynist ógerlegt að afla ákveðins fóðurs af lífrænun uppruna getur vottunarstofa leyft að lítill hluti þess fóðurs, sem búfénu er gefið, sé af hefðbundnum uppruna enda sé um aðflutt fóður að ræða. Við upphaf aðlögunar skal a.m.k. 30% og í upphafi annars árs 50% fóðurs fyrir allar búfjártegundir og eldisfisk vera lífrænt, reiknað á mánaðargrundvelli. Aðlögun hefst um leið og aðlögunaráætlun vottunarstofu er hrint í framkvæmd. Á lífrænu býli eða býli í lífrænni aðlögun er heimilt að fóðra búfé á hefðbundnu fóðri, reiknað í þurrefni á mánaðargrundvelli, í eftirtöldum hlutföllum að hámarki:

                                Jórturdýr, hross og eldisfiskur           20%

                                Alifuglar og svín  30%

                Býli telst lífrænt þegar minnst 70 % fóðurs er lífrænt vottað og 10-20% í aðlögun eftir því um hvaða bústofn er að ræða. Aðlögunartími skal ekki vera lengri en 6 ár og skal hlutfall lífræns fóðurs hækkað smám saman og vera 100% eftir 10 ára aðlögunartíma.Vottunarstofa getur veitt undanþágu í eitt ár frá kröfum um lágmark lífræns fóðurs í mánaðarfóðri vegna náttúruhamfara og harðinda á borð við flóð, þurrka, kal, snjóflóð, grasmaðk, skriðuföll og eldgos. Undanþágan miðast við að búið haldi lífrænni vottun þó svo að á undanþágutíma séu afurðir ekki lífrænt vottaðar né markaðssettar sem slíkar.

                Lífrænum býlum og býlum í lífrænni aðlögun er heimilt að nota að hluta fóður frá öðrum lífrænum býlum eða býlum í lífrænni aðlögun.

8. gr.

                1. mgr. 25. gr. orðast svo:

                Lífrænum vörum skal í framleiðslu, vinnslu, geymslu, flutningi og sölu haldið skýrt aðskildum frá öðrum vörum og þær merktar viðkomandi framleiðanda og vottunarstofu.

9. gr.

                6. málsl. 36. gr. orðast svo:

                Hollustuhættir við framleiðslu og dreifingu á lífrænum landbúnaðarvörum skulu uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 522/1994 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit við framleiðslu og dreifingu matvæla.

                8. málsl. 36. gr. orðast svo:

                Merkingar á lífrænt framleiddum matvælum skulu uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingar, kynningu og auglýsingu matvæla.

10. gr.

                5. málsl. 1. mgr. 37. gr. fellur brott.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 162 31. desember 1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 4. febrúar 1998.

Guðmundur Bjarnason.

Jón Höskuldsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica