Brottfallnar reglugerðir

625/1991

Reglugerð um breyting á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur nr.35/1986, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð um mjólk og

mjólkurvörur nr. 35/1986, með síðari breytingum.

1. gr.

6. gr. orðist svo:

6.1. Súrmjólk er unnin úr nýmjólk eða nýmjólk blandaðri endurunninni mjólk. Mjólkin er sýrð með hreinræktuðum mjólkursýrugerlum af flokki Streptococcus lactis-cremoris, sem til þess eru almennt ætlaðir.

6.2. Léttsúrmjólk er léttmjólk, sem sýrð er eins og segir í gr. 6.1.

6.3. Undanrennusúrmjólk er gerilsneydd undanrenna, sem sýrð er eins og segir í gr. 6.1.

6.4. Ýmir er súrmjólk með auknu innihaldi af mjólkurþurrefni.

6.5. Súrmjólkurréttir eru gerðir úr súrmjólk, léttsúrmjólk eða undanrennusúrmjólk, en í þá er blandað öðrum hráefnum og aukefnum.

6.6. Jógúrt er gerð úr nýmjólk eða blöndu af nýmjólk og endurunninni mjólk. Mjólkin er sýrð með ákveðnum hreinræktuðum mjólkursýrugerlum. Eru þar hafðar saman tegundirnar Lactobacillus bulgaricus og Streptococcus thermophilus. Í jógúrt skal vera minnst 3,0% af mjólkurfitu og 8,5% af fitusnauðu mjólkurþurrefni.

6.7. Léttjógúrt er jógúrt sem í eru 1.0-2.0% af mjólkurfitu og með minnst 8,5% af fitusnauðu mjólkurþurrefni og sýrð eins og segir í grein 6.6.

6.8. Undanrennujógúrt er jógúrt, gerð úr undanrennu með minnst 8,5% af fitusnauðu mjólkurþurrefni og sýrð eins og segir í gr. 6.6.

6.9. Fiturík jógúrt er gerð úr mjólk sem er stöðluð á meira en 3,5% en minna en 9,0% mjólkurfitu og sýrð eins og segir í gr. 6.6.

6.10. Jógúrtréttir eru gerðir úr jógúrt, léttjógúrt, undanrennujógúrt eða fituríkri jógúrt, en í þá er blandað öðrum hráefnum og aukefnum.

6.11. Jógúrtdrykkir eru gerðir úr jógúrt, léttjógúrt, undanrennujógúrt eða fituríkri jógúrt, en í þá er blandað öðrum hráefnum og aukefnum.

6.12. Kefir er gerilsneydd nýmjólk, sem gerjuð hefur verið með kefirkornum. Korn þessi, sem jafnan mynda allstóran klasa, eru sambú ákveðinna mjólkurgersveppa og mjólkursýrugerla, aðallega Saccaromyces kefir og Lactobacillus (Betabacterium) caucasium.

6.13. Sýrður rjómi er gerilsneyddur rjómi, sem sýrður hefur verið með hreinræktuðum mjólkursýrugerlum af flokki Streptococcus lactis cremoris, sem til þess eru almennt ætlaðir. Í sýrðum rjóma er minnst 9% af mjólkurfitu.

6.14. Sýrðir rjómaréttir eru gerðir úr rjóma sem sýrður hefur verið með hreinræktuðum mjólkursýrugerlum og inniheldur í það minnsta 9,0% mjólkurfitu. Í vöruna má blanda öðrum hráefnum og aukefnum.

6.15. Sýrð mjólk er unnin úr nýmjólk eða nýmjólk blandaðri endurunninni mjólk. Mjólkin er sýrð með viðurkenndum hreinræktuðum mjólkursýrugerlum, öðrum en þeim sem skilgreindir eru í gr. 6.1. og 6.6., en má þó einnig innihalda þá gerla. Framleiðendur sæki um leyfi til framleiðslu og sölu undir þeim nöfnum sem þeir velja þessum vörum, sbr. 2. gr. 3. tl. Gerlategundir skulu skilgreindar á umbúðum.

6.16. Sýrð léttmjólk er léttmjólk, sem sýrð er eins og segir í gr. 6.15.

6.17. Sýrð undanrenna er undanrenna, sem sýrð er eins og segir í gr.6.15.

6.18. Sýrð fiturík mjólk er mjólk sem er stöðluð á meira en 3,5%, en minna en 9% af mjólkurfitu og er sýrð eins og segir í gr. 6.15.

6.19. Sýrðir mjólkurréttir eru gerðir úr sýrðri mjólk, léttmjólk, undanrennu eða fituríkri mjólk, en í þá er blandað öðrum hráefnum og aukefnum.

6.20. Þær sýrðu mjólkurvörur sem innihalda acidophilus og bifidus gerla skulu að lágmarki innihalda 1 millj. (106) af hvorum þessara gerla pr. ml.

2. gr.

7. gr. 4. tl. orðist svo:

Kakómjólk er fitustöðluð nýmjólk, sem í er bætt m.a. kakói og sykri. Í henni skal vera minnst 1.8% mjólkurfita.

3. gr.

Við 10. gr. bætist nýr tl. er verði 7. tl. og orðist svo:

Kvarg er framleitt úr gerilsneyddri og/eða endurunninni undanrennu, sem hituð hefur verið skv. lið b. í gr. 31.1. Undanrennan er hleypt með ostahleypi og sýrð með hreinræktuðum mjólkursýrugerlum. Mysan er skilin frá við síun, vélrænt, eða á annan hátt.

4. gr.

23. gr. 8. og 11. tl. orðist svo:

23.8. Í mjólkurhúsi á að vera nægilegt rennandi heitt og kalt ómengað vatn til þvotta á mjólkurbúnaði, til handþvotta og annarra nota. Þar skal vera stór tvískipt þvottalaug og sérstök handlaug með tilheyrandi blöndunartækjum, einnota handþurrkum ásamt nauðsynlegum burstum og hreinsi- og sótthreinsiefnum. Þar skal einnig vera hæfilegt borð úr efni sem auðvelt er að þrífa og sótthreinsa.

23.11. Nægilegt rými skal vera undir og umhverfis kæligeyma svo auðvelt sé að þvo og sótthreinsa þá.

5. gr.

24. gr. 3. tl. orðist svo:

Hollustuvernd ríkisins gefur út leiðbeiningar um uppsetningu og eftirlit mjólkurbúnaðar og skal stuðst við " Norrænar viðmiðunarreglur fyrir mjaltavélar", frá árinu 1988.

6. gr.

26. gr. 4. tl. orðist svo:

Þegar sérstakar aðstæður, svo sem ófærð, hamla eðlilegum mjólkurflutningum, þá skal heimilt að flytja mjólk í brúsum eða þar til gerðum geymum.

7. gr.

29. gr. orðist svo:

29.1.1. Mjólkurstöðvar skulu flokka mjólk sem þær taka á móti, eftir sýnum af kældri mjólk, sem tekin hefur verið úr kæligeymi framleiðandans, samkvæmt ákvæðum greinar 26.5. Flokkun skal framkvæma vikulega fjórum sinnum í mánuði á mjólk hvers framleiðanda og skal hún a.m.k. tvisvar í mánuði fara fram á mánudegi eða þriðjudegi. Mjólkurframleiðendum skulu ávallt kynntar niðurstöður flokkunar eigin mjólkur. Þegar mjólk einhvers framleiðanda stenst ekki gæðakröfur um 1. flokks mjólk, skal hún verðfelld samkvæmt ákvæðum greinar 29.4. og skal bæði framleiðanda
og viðkomandi héraðsdýralækni tilkynnt um slíkar niðurstöður.

Flokkun skal framkvæmd með eftirfarandi aðferðum og tíðni rannsókna:

29.1.2. Heildargerlatalning.

Gerlaræktun við 30°C í 72 klst eða BacfoscanR.

1. fl.

0 - 100 000 gerlar/ml

2. fl.

100 000 - 500 000 gerlar/ml

3. fl.

500 000 og fleiri gerlar/ml.

29.1.3. Talning hitaþolinna og kuldakærra gerla.

I. Hitaþolnir gerlar, með hitun í 62°C í 30 mín. og síðan gerlaræktun við 30°C í 72 klst.

1. fl.

0 - 10.000 gerlar/ml

2. fl.

10.000 - 50.000 gerlar/ml

3. fl.

50.000 og fleiri gerlar/ml

II. Kuldakærir gerlar, með hitun við 17°C í 24 klst. og síðan gerlaræktun við 7°C í 72 klst.

1. fl.

0 - 50.000 gerlar/ml

2. fl.

50.000 - 200.000 gerlar/ml

3. fl.

200.000 og fleiri gerlar/ml

29.1.4. Gerlaræktun og talning heildargerlafjölda (eða talning með BactoscanR) skal a.m.k. fara fram í þremur af fjórum vikum hvers mánaðar.

Flokkun samkvæmt fjölda hitaþolinna og kuldakærra gerla skal a.m.k. fara fram í þeirri viku hvers mánaðar, sem ekki er nýtt til flokkunar skv. lið 29.1.2. Mjólkurstöðvarnar geta notað ofangreindar flokkunaraðferðir oftar en að ofan greinir og skal þá jafnan miða verðfellingu við lökustu flokkun í hverri viku, sem gildi sem eitt sýni í þeirri viku.

29.1.5. Frumutala.

a

1. fl.

0 - 600.000 frumur/ml

 

2. fl.

600.000 - 800.000 frumur/ml

 

3. fl.

800.000 og fleiri frumur/ml

b. Talinn skal fjöldi fruma í mjólk hvers innleggjanda minnst tvisvar í mánuði og skal a.m.k. ein talning fara fram fyrri hluta mánaðarins og a.m.k. ein í þeim síðari.

c. Við ákvörðun um verðfellingu mjólkur samkvæmt fjölda fruma, skal miða við meðaltal

talninga tveggja næstliðinna mánaða og skal það í upphafi gilda til verðfellingar (skv. gr. 29.4.) sem um eitt sýni hafi verið að ræða í mánuðinum.

d. Ef meðaltal frumutölu tveggja næstliðinna mánaða fer í tvö skipti í röð yfir mörk fyrir 1. flokks mjólk, þá skal verðfellt í þeim mánuði (skv. gr. 29.4.) eins og um tvö sýni hafi verið að ræða í mánuðinum.

e. Ef meðaltal frumutölu tveggja næstliðinna mánuða fer þriðja skiptið í röð yfir mörk fyrir 1. flokks mjólk, þá skal verðfellt í þeim mánuði (skv gr. 29.4.) eins og um þrjú sýni hafi verið að ræða í mánuðinum.

f. Þá skal mjólkursamlag jafnframt senda framleiðandanum skriflega viðvörun um að móttöku mjólkur verði hafnað ef meðaltal frumutölu tveggja næstliðinna mánaða fer yfir mörk 1. flokks mjólkur fjórða mánuðinn í röð.

g. Þegar meðaltal frumutölu tveggja næstliðinna mánaða einhvers framleiðanda hefur verið hærra en sem nemur mörkum fyrir 1. flokks mjólk fjóra mánuði í röð, er mjólkursamlagi óheimilt að kaupa mjólkina. Skilyrði fyrir því að framleiðandi, sem neitað hefur verið um mjólkursölu fái aftur innleggsheimild, er vottorð héraðsdýralæknis um að þær aðgerðir hafi verið hafnar, sem tryggja muni lækkun frumutölunnar undir tilskilin mörk fyrir 1. flokks mjólk.

h. Heimilt er mjólkurbúi að veita undanþágur frá verðskerðingar- og sölubannsákvæðum þessa töluliðs, með því að framleiðendur geri samkomulag við viðkomandi mjólkurbú og héraðsdýralækni um aðgerðir til lækkunar frumutölu. Undanþága þessi getur lengst staðið í 12 mánuði á einstökum búum.

Samkomulag þetta skal vera skriflegt og einungis gert samkvæmt nánari reglum sem yfirdýralæknir setur.

29.2. Sé ógerilsneydd mjólk, sem ætluð er til neyslu, flutt á milli mjólkurstöðva skal hún flokkuð samkvæmt ákvæðum gr. 29.1.2. á ný í þeirri stöð, sem tekur hana til gerilsneyðingar.

29.3. Öll mjólk sem berst til mjólkurstöðva skal rannsökuð með tilliti til efna- og lyfjaleyfa (sýklalyf, sýklaeyðandi og sýklaheftandi efni). Að minnsta kosti einu sinni í mánuði og oftar ef þurfa þykir, skulu sýni af mjólk hvers framleiðanda, sem tekin eru samkvæmt ákvæðum gr. 26.5, rannsökuð með tilliti til ofangreindra efna.

Mjólk telst óhæf til manneldis og til fóðurs dýra sem nýtt eru til manneldis ef í henni mælast ofangreindar leifar í meira magni en sem svarar til 0.008 alþjóðlegra eininga af penicillini í ml. Mjólkurbú skulu beita viðurlögum, t.d. sektum, eða fella niður greiðslu fyrir mjólkursendingar sem reynast innihalda meira eða jafnmikið magn af áðurgreindum efnum. Viðkomandi mjólkurbú eða framleiðandi geta óskað eftir staðfestingu opinberrar rannsóknastofu á slíkum niðurstöðum. Mjólkurstöðvar skulu þegar í stað tilkynna mjólkurframleiðanda og viðkomandi héraðsdýralækni, þegar í mjólk hans finnast ofangreind efni. Næstu mjólkursendingar hans skulu allar rannsakaðar með tilliti til þess og farið skal með þær sem varhugaverðar, sbr. gr. 29.5., þar til mjólkin reynist hæf.

29.4. Mjólk, sem fer í 2. eða 3. fl., skv. einhverjum töluliða greinar 29.1., skal verðfelld hjá viðkomandi framleiðanda með eftirfarandi prósentum eftir fjölda sýna í þessum flokkum:

Flokkur

Fjöldi sýna í mánuði í hverjum flokki

_______________________________________________________________

 

Eitt

Tvö

Þrjú

Fjögur

2. fl.

1%

3%

6%

10%

3. fl.

5%

12%

21%

32%

Samanlögð prósenta einstakra flokkunaraðferða skal gilda sem heildarverðfelling fyrir allt mjólkurmagn framleiðandans þann mánuð, en skal þó aldrei vera meiri en sem nemur 32% . Verðfelling pr. lítra mjólkur skal reiknuð af grundvallarverði, sem gildir á hverjum tíma.

29.5. Þriðja flokks mjólk telst ekki hæf til sölu sem neyslumjólk. Ber því að halda henni aðskildri við móttöku í mjólkurstöð svo sem frekast er unnt og vinna úr henni þær mjólkurvörur sem mögulegt er, miðað við hráefnið. Reynist mjólk vera í 2. eða 3. flokki frá einstökum framleiðanda, þá skulu næstu mjólkursendingar hans allar flokkaðar samkvæmt gr. 29.1.2., 29.1.3. og 29.1.5. og litið á þær sem varhugaverðar þar til mjólkin uppfyllir kröfur um 1. flokks mjólk skv. flokkunaraðferðum þessum. Falli mjólk einhvers framleiðanda í 2. eða 3. flokk þrátt fyrir athuganir og aðgerðir mjólkureftirlitsmanns, er mjólkurstöðinni skylt að kveða til héraðsdýralækni sér til ráðuneytis.

29.6. Falli mjólk framleiðanda enn í 2. og 3. flokk þrátt fyrir aðgerðir mjólkureftirlitsmanns og héraðsdýralæknis, er mjólkurstöð skylt að neita móttöku mjólkurinnar.

29.7. Mjólk sem hefur óeðlilegt útlit og/eða lykt, má ekki undir neinum kringumstæðum dæla í flutningageymi tankbíls. Í vafatilfellum ber mjólkurbifreiðastjóra að hafa samráð við mjólkursamlag.

29.8. Mjólkurstöðvar skulu árlega láta framkvæma sýklagreiningu í innleggsmjólk hvers framleiðanda, í þeim tilgangi að leita að keðjusýklum af flokki B (streptococcus agalactiae). Þegar þessi sýkill greinist í mjólk framleiðanda skulu gerðar sérstakar ráðstafanir til útrýmingar honum, samkvæmt nánari reglum sem yfirdýralæknir setur.

29.9. Mjólkurstöðvar skulu mánaðarlega senda skýrslu til Hollustuverndar ríkisins og héraðsdýralæknis um flokkun mjólkur í 2. og 3. flokk frá hverjum einstökum framleiðanda í hverri viku. Einnig skal í áðurnefnda skýrslu skrá fjölda mjólkursýna þar sem magn efna og lyfjaleifa er yfir þeim mörkum sem tilgreind eru í gr. 29.3. Þá skal tilgreina heildarmagn mjólkur, sem mjólkurstöðin tekur við.

29.10. Mjólkurstöðvar skulu tilkynna viðkomandi héraðsdýralækni þegar mjólkurframleiðandi á samlagssvæðinu hættir að leggja inn mjólk eða þegar nýr framleiðandi gengur í mjólkursamlagið, sjá einnig 42. gr.

8. gr.

38. gr. 4.-5. tl. orðist svo:

38.4. Nýmjólk og mjólkurvörur teljast óhæfar til sölu og neyslu ef í þeim finnst, með viðurkenndum mælingaraðferðum (delvotestR, thermocultR, charm testR) mælanlegt magn af efna-og/eða lyfjaleifum (sýklalyf, sýklaeyðandi og sýklaheftandi efni).

38.5. Óheimilt er að selja eða bjóða til sölu mjólk, nýmjólk og mjólkurvörur, sem í eru aðskotaefni svo sem málmar(t.d. blý og tin), varnarefni(t.d. leifar af skordýra- og plöntueitri), þvotta- og sótthreinsiefni eða önnur efni sem mælast umfram hámarksgildi í gildandi reglugerð um aðskotaefni eða efni sem talin eru varhugaverð heilbrigði neytenda.

9. gr.

39. gr. 3. tl. orðist svo:

Mjólkurstöðvar skulu hafa í þjónustu sinni mjólkureftirlitsmenn, sem hafa aflað sér sérstakrar menntunar um meðferð mjólkur, mjaltavéla og kælibúnaðar á framleiðslustað. Þeir skulu ásamt héraðsdýralæknum stuðla að viðhlýtandi hreinlæti í allri meðferð mjólkur og mjólkurbúnaðar. Mjólkureftirlitsmenn skulu afla sér menntunar og starfsréttinda samkvæmt nánari reglum sem landbúnaðarráðherra setur, að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins.

10. gr.

40. gr. 1.-4. tl. orðist svo:

40.1. Héraðsdýralæknar skulu hver í sínu umdæmi annast reglulegt eftirlit með heilbrigði og hirðingu allra mjólkurkúa og hreinlæti og umgengni í fjósum og mjólkurhúsum, þar sem framleidd er sölumjólk sbr. lög nr. 77/1981 um dýralækna og 4. gr. í erindisbréfi héraðsdýralækna nr. 197/1971. Landbúnaðarráðherra getur þó falið öðrum dýralæknum þetta eftirlit á tilteknum svæðum, ef henta þykir, að fengnum tillögum yfirdýralæknis og viðkomandi héraðsdýralæknis.

40.2. Héraðsdýralæknir skal framkvæma þetta eftirlit árlega hjá hverjum framleiðanda sölumjólkur. Takist ekki að framkvæma skoðun þessa árlega, skal aldrei líða meira en 18 mánuðir þar til næsta skoðun fer fram. Að skoðun lokinni skal héraðsdýralæknir afhenda framleiðanda fjósaskoðunarvottorð, sem veitir honum leyfi til mjólkursölu, ef héraðsdýralæknir telur að fullnægt sé þeim skilyrðum um heilbrigði nautgripa, húsakost, mjaltaaðstöðu, mjólkurbúnað, umgengni og aðra aðstöðu til framleiðslu sölumjólkur, sem sett eru í reglugerð þessari.

40.3. Fjósaskoðunarvottorð héraðsdýralæknis er ígildi starfsleyfis sbr. ákvæði 9. gr. 2. tl. heilbrigðisreglugerðar nr. 149/1990.

40.4. Gildistími fjósaskoðunarvottorðs er þar til næsta skoðun fer fram. Enginn má framleiða mjólk til sölu, nema hafa þetta vottorð í fullu gildi. Mjólkurstöð er óheimilt að taka við mjólk frá framleiðanda nema fyrir liggi gildandi starfsleyfi í mjólkurstöðinni.

11. gr.

Reglugerð þessi um breyting á reglugerð nr. 35/1986 er sett með stoð í lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988, sbr. og lög nr. 24/1936 um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum, að höfðu samráði við landbúnaðarráðuneytið hvað snertir þá þætti sem dýralæknar eiga að sjá um, sbr lög um dýralækna nr. 77/1981 og öðlast gildi 1. janúar 1992.

Ákvæði til bráðabirgða.

1. Ákvæði 29. gr. 1.5.a., um flokkun skv. frumutölu koma til framkvæmda 1. september 1994. Frá og með 1. september 1992 til 1. september 1994 gildir eftirfarandi um ákvæði greinar 29.1.5.a.:

1. fl.

0 - 750.000 frumur/ml

2. fl.

750.000 - 1.000.000 frumur/ml

3. fl.

1.000.000 og fleiri frumur/ml

2. Verðfelling skv. ákvæðum greinar 29.1.3. um flokkun skv. talningu hitaþolinna og kuldakærra gerla skal koma til framkvæmda 1. september 1992. Sama gildir um gr. 29.1.4.

3. Mjólkurstöðvar skulu við gildistöku reglugerðarinnar gera framleiðendum grein fyrir hertum kröfum um gæði mjólkurinnar og ákvæði um verðfellingar, bæði hvað varðar hámarksfjölda leyfilegra hitaþolinna og kuldakærra gerla og hvað varðar frumutölu mjólkurinnar.

4. Fyrstu 9 mánuði eftir gildistöku reglugerðarinnar skulu mjólkurbú mánaðarlega senda öllum sínum framleiðendum skýrslu þar sem fram kemur hver frumutala hefur verið í mjólk þeirra næstliðinn mánuð, sbr. gr. 29.1.5. Þar skal einnig koma fram hver var fjöldi hitaþolinna og kuldakærra gerla í mjólk viðkomandi framleiðanda þann mánuðinn, sbr. gr. 29.1.3. og gr. 29.1.4. Þar skal einnig koma fram hver verðfelling þeirra hefði orðið, ef verðfella þyrfti mjólkina samkvæmt ofangreindum reglum.

5. Þeir mjólkurframleiðendur, sem enn hafa ekki uppfyllt ákvæði gr. 17.5 og eru 60 ára eða eldri við gildistöku reglugerðarinnar og hafa í hyggju að hætta mjólkurframleiðslu á næstu árum, geta sótt um undanþágu, skv gr. 47.1, frá ákvæðum gr. 17.5. Undanþága skal eingöngu miðast við eftirtalin skilyrði:

a) Viðkomandi héraðsdýralæknir votti að aðstaða og hreinlæti til mjólkurframleiðslu sé í góðu lagi.

b) Viðkomandi mjólkurbú votti að flokkun mjólkur frá þessum framleiðanda hafi verið með eðlilegum hætti síðustu 5 árin.

c) Núverandi haugstæði sé snyrtilega umgengið og komi hvergi nærri mjólkurhúsi eða inngöngudyrum í fjósið fyrir fólk.

d) Undanþága er alfarið bundin við nafn viðkomandi framleiðanda.

e) Undanþága getur lengst staðið í 10 ár.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 20. desember 1991.

Sighvatur Björgvinsson.

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica