Reglugerð
um 1. breytingu á reglugerð nr. 748/1998 um greiðslur
almannatrygginga í lyfjakostnaði.
1. gr.
1. gr. 2. mgr. hljóði svo:
Greiðsla Tryggingastofnunar ríkisins fyrir hverja lyfjaávísun (ordination) skal miðast mest við 100 daga notkun, nema þegar ávísað er á lyf í eftirtöldum ATC-flokkum (lækningaflokkum; Anatomical - Therapeutical - Chemical Classification) en þá miðast greiðslan við mest 30 daga notkun:
|
|
ATC-flokkur |
a. |
Lyf við sársjúkdómi |
A 02 B |
b. |
Sveppalyf |
J 02 |
c. |
Veirulyf |
J 05 AB |
d. |
Geðdeyfðarlyf |
N 06 AB |
2. gr.
3. gr. 2. mgr. hljóði svo:
Greiðslutilhögun þessara lyfja skal vera sem hér segir:
1. Fyrir hverja lyfjaávísun greiðir sjúkratryggður fyrstu 1.200 kr. af smásöluverði lyfsins. Af smásöluverði lyfsins umfram 1.200 kr. greiðir sjúkratryggður 60%, en þó aldrei meira en 2.400 kr. Í þeim tilvikum sem smásöluverð þess lyfs sem afgreitt er, er hærra en viðmiðunarverð lyfs, greiðir sjúkratryggður þann aukakostnað sem til fellur. Tryggingastofnun ríkisins greiðir það sem vantar á fullt smásöluverð eða viðmiðunarverð, sbr. viðmiðunarverðskrá.
2. Elli- og örorkulífeyrisþegar og börn með umönnunarkort skv. reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna skulu greiða fyrstu 400 kr. fyrir hverja lyfjaávísun. Af smásöluverði lyfsins umfram 400 kr. skulu þeir greiða 30%, en þó aldrei meira en 800 kr. Í þeim tilvikum sem smásöluverð þess lyfs sem afgreitt er, er hærra en viðmiðunarverð lyfs, greiðir sjúkratryggðurr þann aukakostnað sem til fellur. Tryggingastofnun ríkisins greiðir það sem vantar á fullt smásöluverð eða viðmiðunarverð, sbr. viðmiðunarverðskrá.
3. gr.
4. gr. hljóði svo:
Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í kostnaði lyfja, sem auðkennd eru með _E" í lyfjaskrám með eftirfarandi hætti:
1. Fyrir hverja lyfjaávísun greiðir sjúkratryggður fyrstu 1.200 kr. af smásöluverði lyfsins. Af smásöluverði lyfsins umfram 1.200 kr.greiðir sjúkratryggður 80%, en þó aldrei meira en 3.800 kr. Í þeim tilvikum sem smásöluverð þess lyfs sem afgreitt er, er hærra en viðmiðunarverð lyfs, greiðir sjúkratryggður þann aukakostnað sem til fellur. Tryggingastofnun ríkisins greiðir það sem vantar á fullt smásöluverð eða viðmiðunarverð, sbr. viðmiðunarverðskrá.
2. Elli- og örorkulífeyrisþegar og börn með umönnunarkort skv. reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna skulu greiða fyrstu 400 kr. fyrir hverja lyfjaávísun. Af smásöluverði lyfsins umfram 400 kr. skulu þeir greiða 50%, en þó aldrei meira en 1.100 kr. Í þeim tilvikum sem smásöluverð þess lyfs sem afgreitt er, er hærra en viðmiðunarverð lyfs, greiðir sjúkratryggður þann aukakostnað sem til fellur. Tryggingastofnun ríkisins greiðir það sem vantar á fullt smásöluverð eða viðmiðunarverð, sbr. viðmiðunarverðskrá.
4. gr.
5. gr. b. stafliður; við bætist eftirfarandi:
D 01 B |
Sveppalyf til inntöku |
5. gr.
5. gr. b. stafliður; niður fellur eftirfarandi:
R 01 B |
Neflyf, ætluð til inntöku |
6. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í c. lið 36. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993 öðlast gildi 1. janúar 2000.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 17. desember 1999.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Ingolf J. Petersen.