Brottfallnar reglugerðir

517/1993

Reglugerð um innflutning á geislatækjum er framleiða útfjólubláa geisla - Brottfallin

Felld brott með:

REGLUGERÐ

 

um innflutning á geislatækjum

er framleiða útfjólubláa geisla.

 

1. gr.

Innflutningur á geislatækjum er framleiða útfjólubláa geisla er háður leyfi Geislavarna ríkisins, samkvæmt nánari reglum er stofnunin setur, sbr. fylgiskjal með reglugerð þessari.

Innflytjendur skulu senda umsóknir til Geislavarna ríkisins á eyðublöðum sem stofn­unin lætur gera.

Geislavarnir ríkisins geta krafist frekari upplýsinga telji þær þörf á slíku.

 

2. gr.

Leyfi skulu gefin út fyrir hverja tegund tækis að undangenginni skoðun Geislavarna ríkisins og er leyfisveiting háð því skilyrði að reglur Geislavarna ríkisins um notkun slíkra tækja séu uppfylltar. Gildir leyfi fyrir innflutning á ótilteknum fjölda tækja. Skila skal árlega skýrslum til Geislavarna ríkisins varðandi innflutninginn.

Skoðunargjald skv. gjaldskrá vegna eftirlits á vegum Geislavarna ríkisins skal fylgja hverri umsókn.

Geislavarnir ríkisins geta fellt niður leyfi eða endurskoðað standi leyfishafar ekki skil á innflutningsskýrslum eða komi fram nýjar upplýsingar um skaðsemi útfjólublárrar geislunar.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 9. gr. laga nr. 117/1985 um geislavarnir öðlast gildi 1. janúar 1994. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um innflutning á geislatækjum, er framleiða útfjólubláa geisla, nr. 449/1982 með síðari breytingum.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 17. desember 1993.

 

Guðmundur Árni Stefánsson.

 

 

Fylgiskjal.

 

Reglur Geislavarna ríkisins

um sólarlampa.

 

1. gr.

Reglur þessar gilda um alla notkun sólarlampa, jafnt í fegrunarskyni og í lækninga­skyni.

Skýringar á hugtökum.

 

2. gr.

Sólarlampi: Tæki, sem framleiðir útfjólubláa geisla til geislunar á húð.

 

Geislagjafi: Sá hluti sólarlampa, þar sem útfjólubláir geislar eru framleiddir.

 

Útfjólublá Rafsegulbylgjur með bylgjulengd 100-400 nm

 

geislun: ( 1 nm = 10-9 m).

 

UV-C geislun: Útfjólublá geislun með bylgjulengd 100-280 nm.

 

UV-B geislun: Útfjólublá geislun með bylgjulengd 280-320 nm.

 

UV-A geislun: Útfjólublá geislun með bylgjulengd 320-400 nm.

 

flokkur UV-1: Sólarlampi með geislagjafa þannig að geislun með bylgjulengd meira en 320 nm, veldur líffræðilegum áhrifum. Geislun með bylgjulengd frá 320 nm til 400 mm fremur mikil.

 

flokkur UV-2: Sólarlampi með geislagjafa þannig að geislun með bylgjulengd minni en og meiri en 320 nm, veldur líffræðilegum áhrifum. Geislun með bylgjulengd 320-400 nm, fremur mikil.

 

flokkur UV-3: Sólarlampi með geislagjafa þannig að geislun með bylgjulengd minni en og meiri en 320 nm, veldur líffræðilegum áhrifum. Geislun fremur takmörkuð á UV sviði.

 

flokkur UV-4: Sólarlampi með geislagjafa þannig að geislun með bylgjulengd minni en 320 nm, veldur fyrst og fremst líffræðilegum áhrifum.

 

Notkunar- Minnsta fjarlægð milli húðar notanda og yfirborðs fjarlægð: geislagjafa.

 

3. gr. ,

Sólarlampar, sem fluttir eru inn og notaðir á Íslandi skulu uppfylla staðal IST L 100/EN 60 335 - 2 - 27 hvað snertir ákvæði er lúta að geislavörnum.

 

4. gr.

Samþykki Geislavarna ríkisins á sólarlampa, leysir innflytjanda ekki undan þeirri skyldu að senda raffangaprófun Rafmagnseftirlits ríkisins, sólarlampann til prófunar og viðurkenningar, áður en sala og afhending hefst.

 

5. gr.

Með hverjum sólarlampa skulu fylgja ítarlegar notkunarreglur á íslensku, þar sem fram koma allar þær upplýsingar sem ætlast er til skv. staðli IST L 100/EN 60 335-2-27, m.a. um lengd og tíðni sólbaða. Einnig skulu fylgja upplýsingar um viðhald og þrif á sólarlampanum. Upplýsingar Geislavarna ríkisins um útfjólubláa geislun og geislavarna­reglur, sjá viðauka 1, skulu fylgja hverjum lampa, svo og umsögn Landlæknisembættisins varðandi sólbekki og ljósalampa, sjá viðauka 2. Viðaukar 1 og 2 skulu birtir orðréttar.

 

6. gr.

Á hverjum sólarlampa skulu, á áberandi stað, vera eftirfarandi upplýsingar á íslensku:

"Aðvörun - Útfjólublá geislun": Óvarleg notkun getur valdið skaða á augum og húð. Gleraugu með fullkominni vörn gegn útfjólubláum geislum skulu ætíð notuð. Sum lyf og snyrtivörur geta valdið auknu næmi fyrir útfjólubláum geislum og því valdið bruna í húð. Ef lyf eru notuð er ráðlegt að hafa samráð við lækni áður en farið er í ljós. Lesið notkunarreglur og "upplýsingar um útfjólubláa geislun ".

Geislavarnir ríkisins.

 

7. gr.

A sólbaðsstofum eða annarsstaðar þar sem gjald er tekið fyrir afnot af sólarlampa í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum, skulu notaðir sólarlampar sem uppfylla kröfur sem gerðar eru til sólarlampa í flokknum UV-3.

Í sérstökum tilfellum veita Geislavarnir ríkisins heimild til notkunar á sólarlömpum í flokki UV-1. Skilyrði fyrir slíkri leyfisveitingu er m.a. að sérfræðingur í húðsjúkdómum ábyrgist starfsemina.

Óheimilt er að nota sólarlampa í flokknum UV 2 og UV 4 nema til sólbaða í lækn­ingaskyni.

 

8. gr.

Í sólarlömpum er aðeins heimilt að nota geislagjafa (perur og andlitsljós) sem gefa frá sér geislun í samræmi við flokkun sólarlampans frá framleiðanda.

 

Dæmi: Ef sólarlampi er í flokknum UV-3, þá má einungis nota í hann andlitsljós og perur sem gefa frá sér þá UV geislun sem einkennir sólarlampa í flokknum UV-3.

Geislavarnir ríkisins veita upplýsingar um perur sem gefa frá sér geislun sem svara til flokksins UV 3.

 

9. gr.

Notkun sólarlampa í lækningaskyni er heimil á sjúkrastofnunum og hjá húðsjúkdóma­fræðingum. Um slíka notkun gilda reglur, 10 og 11.

Geislavarnir ríkisins geta veitt undanþágu fyrir sérstakar tegundir sólarlampa í flokknum UV 4, sem henta til notkunar í lækningaskyni í heimahúsum.

 

10. gr.

Sérfræðingur í húðsjúkdómum skal vera ábyrgur fyrir notkun sólarlampa á sjúkrastofn­un. Nafn hans skal tilkynnt Geislavörnum ríkisins áður en starfsemin hefst.

Þess skal gætt að geislun starfsfólks og annarra sem ekki eru í ljósameðferð, sé ávallt undir þeim viðmiðunarmörkum sem Geislavarnir ríkisins setja fyrir útfjólubláa geislun.

 

11. gr.

Geislamælingar í því skyni að tryggja réttan geislaskammt UV-geislunar, skulu fara fram þegar skipt er um perur í sólarlampa, sem notaður er í lækningaskyni á sjúkrastofn­unum, svo og þegar þess gerist þörf.

 

12. gr.

Reglur þessar eru settar með stoð í lögum nr. 1 17/ 1985 um geislavarnir og reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 517/1993 um innflutning á geislatækjum er framleiða útfjólubláa geisla og öðlast gildi 1. janúar 1994.

Geislavarnir ríkisins.

 

Viðauki 1.

 

Upplýsingar um útfjólubláa geislun:

 

Dreifing útfjólublárrar geislunar frá sólarlampa, er hlotið hefur samþykki Geislavarna ríkisins, er mjög lík dreifingu útfjólublárrar geislunar frá sólinni. Þó getur útfjólubláa geislunin frá sólarlampanum verið mun meiri, oft um fjórum (4) sinnum meiri, en úfjólubláa geislunin frá sólinni.

 

Skaðleg áhrif á augu og húð:

Skaðleg áhrif of mikillar úfjólublárrar geislunar frá sól og sólarlömpum eru vel þekkt. Hún getur valdið skaða á augum (snjóblindu) og á húð (roða-bruna). Hversu mikil skaðlegu áhrifin verða, ræðst af því hversu næmur einstaklingurinn er fyrir úfjólublárri geislun, svo og af því hversu mikil geislunin er. Því meiri, sem geislunin er, þess alvarlegri verða áhrifin. Húð, sem ekki er sólbrún fyrir, er mun næmari fyrir úfjólublárri geislun, en húð sem þegar er sólbrún.

 

Ofnæmi:

       Ýmis efni, sem eru í sumum lyfjum og fegrunarlyfjum, geta aukið mjög næmi fyrir útfjólubláum geislum. Í sérstökum tilfellum geta þessi efni valdið ofnæmi fyrir útfjólublárri geislun.

 

Húðkrabbamein:

Útfjólublá geislun getur, á löngum tíma, valdið varanlegum breytingum á húðinni. Húðin eldist um aldur fram, verður hrukkótt og hrjúf. Þessar breytingar geta verið undanfari húðkrabbameins. Vitað er, að samband er á milli útfjólublárrar geislunar og húðkrabbameins.

 

Varahlutir:

Mikilvægt er, að aðeins séu notaðir viðurkenndir varahlutir, svo sem síur, perur og annað í sólarlampa. Notkun annarra varahluta getur aukið úfjólubláa geislun með stutta bylgjulengd. Eykur það hættuna á skaðlegum áhrifum.

 

Geislavarnarreglur:

1. Notið ávallt gleraugu.

2. Fylgið leiðbeiningum um lengd og tíðni sólbaða. Farið ekki oftar en einu sinni á dag í sólbað.

3. Ýmis efni í sumum fegrunarlyfjum geta valdið ofnæmi. Hreinsið því húðina vandlega fyrir sólbað.

4. Viss lyf geta valdið ofnæmi. Hafið því samráð við lækni, áður en þér farið í sólbað, ef þér eruð í lyfjameðferð.

5. Leitið læknis, og þá helst húðsjúkdómafræðings, ef þér takið eftir varanlegum breyt­ingum á húð yðar. Dragið það ekki, ef um er að ræða myndum fæðingarbletta sem stækka.

6. Notið aðeins viðurkennda varahluti og sams konar perur og gert er ráð fyrir að notaðar séu.

 

Geislavarnir ríkisins.

 

Viðauki 2.

 

Umsögn Landlæknisembættisins varðandi sólbekki og ljósalampa.

 

Geislun húðarinnar af sól eða frá sólbekkjum og ljósalömpum ("háfjallasól") getur valdið heilsutjóni, ef farið er óvarlega. Það er alkunna, að óhófleg geislun veldur bruna á húð (sólbruna). Langvarandi geislun á sólbaðstofum veldur hrörnun húðar þannig að teygjanleikinn minnkar og hún verður hrukkótt. Margt bendir til að mikil og langvarandi notkun sólbaðstofulampa (UVA-ljós) auki líkurnar á húðkrabba. Mikil geislun sem veldur bruna, bæði í ljósum og í sól, getur aukið hættuna á myndun sortuæxla (melanoma) í húð. Ef gleraugu með fullkominni vörn gegn útfjólubláum geislum eru ekki notuð er hætta á bruna á hornhimnu augna (rafsuðublinda, snjóblinda) og langvarandi áhrif geislanna á augu geta skemmt litarskyn. Sumt fólk, t.d. hvítingjar (albínóar), er afar viðkvæmt fyrir útfjólu­bláum geislum. Sum læknislyf gera húðina viðkvæmari fyrir útfjólubláum geislum. Dæmi um slíkt eru sum sýklalyf, þvagræsilyf og geðlyf. Vissar snyrtivörur geta einnig gert húðina viðkvæma fyrir ljósum, t.d. sum ilmefni. Þeir sem nota læknislyf ættu að ráðfæra sig við lækni áður en farið er í ljós.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica