REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 433/1995 um viðvörunarmerkingar á tóbaki.
1. gr.
2. mgr. 2. gr. hljóðar svo:
Viðvörunin skal vera skýr og læsileg, feitletruð, prentuð á bakgrunn sem sker sig frá og á þann hátt að ekki sé hætta á að hún skemmist þegar umbúðirnar eru opnaðar og ekki vera prentuð á gagnsæjar umbúðir eða aðrar ytri umbúðir. Stærð viðvarana skal vera skv. 3. mgr. 3. gr. á umbúðum vindlinga en 2. mgr. 4., 5. og 6. gr. á öðrum tóbaksumbúðum, sbr. 7. gr. um myndmerkingar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. gr. laga um tóbaksvarnir, nr. 74/l984, sbr. lög nr. 101/1996, tekur þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 25. mars 1997.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Sólveig Guðmundsdóttir.