Brottfallnar reglugerðir

555/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 540/2001, um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða. - Brottfallin

555/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 540/2001, um tímabundna endurgreiðslu
2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er verður 6. mgr. og orðast svo:
Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst tollstjóranum í Reykjavík eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 57/2001, um breyting á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, með síðari breytingum, og 49. gr. laga nr. 50/1988, og öðlast gildi þegar í stað.


Fjármálaráðuneytinu, 15. júlí 2002.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingvi Már Pálsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica