Heiti reglugerðarinnar breytist og verði svohljóðandi:
Reglugerð um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum, áfengisgjald, tóbaksgjald o.fl.
Í stað orðsins "einkasölugjald" í 4. gr. reglugerðarinnar komi: áfengisgjald og tóbaksgjald.
7. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Um áfengisgjald o.fl.
>Nú hefur einhver af áhöfn fars eða farþegi við komu til landsins meðferðis meira magn af áfengum drykkjum en heimilaður er tollfrjáls innflutningur á samkvæmt 2. gr. og gjaldskyldar eru samkvæmt lögum nr. 96/1995, um áfengisgjald, er viðkomandi þó heimilt að halda til viðbótar allt að þreföldu því magni sem þar greinir gegn greiðslu áfengisgjalds og virðisaukaskatts enda hafi viðkomandi gert grein fyrir og framvísað varningnum við tollgæslu eins og fyrir er mælt í reglugerð þessari.
Áfengisgjald skal greiða sem hér segir af hverjum lítra hins áfenga drykkjar:
Aðrir áfengir drykkir:
Nú er framvísað meira magni en um getur í 1. mgr. og getur tollstjóri þá heimilað innflutning gegn greiðslu áfengisgjalds og virðisaukaskatts ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi en ella gert varninginn upptækan til ríkissjóðs.
8. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Um tóbaksgjald.
>Nú hefur einhver af áhöfn fars eða farþegi við komu til landsins meðferðis meira magn af tóbaki en heimilaður er tollfrjáls innflutningur á samkvæmt 2. gr. er viðkomandi þó heimilt að halda til viðbótar allt að þreföldu því magni sem þar greinir gegn greiðslu tóbaksgjalds samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá og virðisaukaskatts, enda hafi viðkomandi gert grein fyrir og framvísað varningnum við tollgæslu eins og fyrir er mælt í reglugerð þessari:
Nú er framvísað meira magni en um getur í 1. mgr. og getur tollstjóri þá heimilað innflutning gegn greiðslu tóbaksgjalds og virðisaukaskatts ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi en ella gert varninginn upptækan til ríkissjóðs.
Þegar um er að ræða tækifæris- og gjafasendingar frá útlöndum á tóbaki má hver sending ekki nema meira magni en tvöföldu því sem tilgreint er í 4. mgr. 2. gr. Greiða skal tóbaksgjald af slíkum sendingum eftir gjaldskránni í 1. mgr. þessarar greinar og virðisaukaskatt.
9. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Sérhverja afgreiðslu samkvæmt 7. og 8. gr. skal færa í sérstaka afgreiðslubók. Þar skal fært inn magn og tegund varnings sem greitt er af, svo og gjöld þau sem innheimt eru, og skal innflytjanda afhent greiðslukvittun. Heimilt er að varningur verði auðkenndur með sérstökum merkimiðum eða á annan þann hátt sem ríkistollstjóri ákveður.
10. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Áfengisgjald sem greitt er samkvæmt 7. gr. og tóbaksgjald, samkvæmt 8. gr. renna í ríkissjóð.
10. gr. reglugerðarinnar verði 11. gr.
Reglugerð þessi, er sett samkvæmt heimild í 4. og 5. tl. 5. gr. og 20. tl. 6. gr. tollalaga nr. 55 30. mars 1987, með áorðnum breytingum, og 3. mgr. 1. gr. laga nr. 63 28. maí 1969, um verslun með áfengi og tóbak, með áorðnum breytingum, til að öðlast gildi 1. september 1995.
Fjármálaráðuneytið, 31. ágúst 1995.
F. h. r.
Jón Guðmundsson.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir.