REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 254/1993, um vörugjald af ökutækjum,
sbr. reglugerð nr. 169/1995, um breyting á henni.
1. gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Á fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki, sem ekki eru sérstaklega tilgreind í 4. gr., skal lagt vörugjald í eftirfarandi þremur gjaldflokkum miðað við sprengirými aflvélar, mælt í rúmsentimetrum:
Sprengirými aflvélar
Flokkur Bensínvélar Dísilvélar Gjald í %
I 0 - 1.600 0 - 2.100 30
II 1.601 - 2.500 2.101 - 3.000 40
III Yfir 2.500 Yfir 3.000 65
2. gr.
Við 1. tölul. 22. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, e-liður, er orðist svo:
e. Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög.
3. gr.
4. tölul. 23. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
4. Af leigubifreiðum til fólksflutninga skal vörugjald lækka um 3/4 hluta þess sem gjaldið er umfram 30%. Að teknu tilliti til eftirgjafar verður því gjald sem hér segir, sbr. 3. gr.:
Sprengirými aflvélar
Flokkur Bensínvélar Dísilvélar Gjald í %
I 0 - 1.600 0 - 2.100 30,00
II 1.601 - 2.500 2.101 - 3.000 32,50
III Yfir 2.500 Yfir 3.000 38,75
4. gr.
Reglugerð þessi, er sett samkvæmt heimild í 28. gr. laga nr. 29 13. apríl 1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum, til að öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 31. maí 1996.
F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir.