Brottfallnar reglugerðir

280/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins nr. 410/1989. - Brottfallin

 

 

 

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um barnsburðarleyfi

starfsmanna ríkisins nr. 410/1989.

 

1. gr.

8. gr. orðast svo:

1. mgr. Ættleiðandi móðir, uppeldis- eða fósturmóðir, sbr. 5. gr. laga um fæðingarorlof nr. 57/1987, á rétt á 6 mánaða leyfi með þeim dagvinnulaunum, sem stöðu hennar fylgja vegna töku barns yngra en 5 ára.

2. mgr. Sé um fleiri en eitt barn yngri en 5 ára að ræða í sömu fósturráðstöfun eða ættleiðingu, framlengist leyfið um 1 mánuð fyrir hvert barn umfram eitt.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 17. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, öðlast þegar gildi.

 

Fjármálaráðuneytinu, 17. maí 1996.

 

Friðrik Sophusson.

 

Birgir Guðjónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica