Brottfallnar reglugerðir

328/1977

Reglugerð um breytingu á reglugerð um holræsi í Grýtubakkahreppi nr.352/1972. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um holræsi í Grýtubakkahreppi nr. 352/1972.

 

1. gr.

       1. mgr. 6. gr. orðist svo:

       Kostnaður Við aðalholræsakerfið greiðist úr sveitarsjóði Grýtubakkahrepps, en til að standast þann kostnað ber húseigendum, sem húseignir eiga við götu, veg eða opið svæði, þar sem holræsi er lagt í að greiða stofngjald, sem nemur kr. 100 á hvern rúmmetra húseignarinnar miðað við byggingarvísitölu eins og hún var 13. apríl 1977 og framreiknist síðan við hver áramót til samræmis við byggingarvísitölu. Stofngjaldið skal greiðast áður en tenging við aðalræsi er leyfð.

 

2. gr.

       3. mgr. 7. gr. orðist svo:

       Gjalddagi holræsagjalds er 15. janúar ár hvert fyrir yfirstandandi ár.

 

       Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Grýtubakkahrepps staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 15 20, júní 1923 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 12. ágúst 1977.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica