Brottfallnar reglugerðir

3/1999

Reglugerð um gjaldskrá Íbúðalánasjóðs. - Brottfallin

1. gr.

Lántökugjöld af lánum veittum úr Íbúðalánasjóði eru með eftirfarandi hætti:

  1. Skuldabréfakaup Íbúðalánasjóðs vegna almennra lána, skv. VI. kafla laga nr. 44/1998, um húsnæðismál: 1% af fjárhæð fasteignaveðbréfs sem keypt er fyrir húsbréf og skal því haldið eftir við kaupin.
  2. Lán sem veitt eru samkvæmt 16. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál: 1% af lánsfjárhæð og skal því haldið eftir við afgreiðslu lánsins.
  3. Viðbótarlán, sem veitt eru samkvæmt VII. kafla laga nr. 44/1998 og lán til leiguíbúða, skv. VIII. kafla sömu laga: 0,5% af lánsfjárhæð og skal því haldið eftir við afgreiðslu lánsins.

2. gr.

Tækniþjónusta Íbúðalánasjóðs tekur tímagjald fyrir þjónustu sem hún veitir, er nemur kr. 3.300 á klukkustund auk virðisaukaskatts m.v. byggingarvísitölu í desember 1998 og tekur gjaldið breytingum skv. byggingarvísitölu.

3. gr.

Gjöld vegna innheimtu af lánum Íbúðalánasjóðs og vegna lána, sem veitt hafa verið í tíð eldri laga um Húsnæðisstofnun ríkisins og Íbúðalánasjóður hefur tekið við, sbr. 53. gr. laga nr. 44/1998, eru með eftirfarandi hætti:

  1. Við sendingu hvers greiðsluseðils vegna gjalddaga láns leggst á lánið tilkynninga- og greiðslugjald kr. 195 fyrir hvert lán.
  2. Fyrir ítrekun sem send er að liðnum 30 dögum frá gjalddaga láns leggst á lánið ítrekunargjald kr. 350 fyrir hvert lán.

4. gr.

Gjöld vegna innheimtu vanskila á lánum Íbúðalánasjóðs og vegna lána, sem veitt hafa verið í tíð eldri laga um Húsnæðisstofnun ríkisins og Íbúðalánasjóður hefur tekið við, sbr. 53. gr. laga nr. 44/1998, eru með eftirfarandi hætti:

  1. Við sendingu greiðsluáskorunar kr. 4.500 auk virðisaukaskatts, á hverja greiðsluáskorun. Gjald er þó takmarkað við eina greiðsluáskorun á hverja íbúð vegna hvers gjalddaga.
  2. Við sendingu nauðungarsölubeiðna kr. 2.000 á hverja beiðni, auk virðisaukaskatts.
  3. Við gerð kröfulýsinga í uppboðsandvirði kr. 5.000 á hverja kröfulýsingu auk virðisaukaskatts.

5. gr.

Gjald fyrir skjalagerð vegna lána Íbúðalánasjóðs er sem hér segir:

  1. Gjald fyrir skuldbreytingu lána er kr. 1.500 fyrir hvert lán.
  2. Gjald fyrir veitingu skilyrtra veðleyfa er kr. 1.500 fyrir hvert veðleyfi.
  3. Gjald fyrir veitingu veðbandslausna er kr. 1.500 fyrir hvert skjal.
  4. Gjald fyrir veðflutning er kr. 1.500 fyrir hvert skjal.

 

6. gr.

Gjöld vegna starfa á vegum Íbúðalánasjóðs sem unnin eru af utanaðkomandi aðilum og innheimt af þeim, fara eftir þeim þjónustusamningum sem Íbúðalánasjóður hefur gert við viðkomandi aðila.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 49. gr. og 50. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 4. janúar 1999.

Páll Pétursson.

Þórhallur Vilhjálmsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica