Brottfallnar reglugerðir

742/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 575/2001 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. - Brottfallin

742/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 575/2001 um sektir og önnur viðurlög
vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.

1. gr.

Í VII. kafla viðauka I við reglugerðina komi nýtt ákvæði um sekt við brotum gegn 47. gr. a, umferðarlaga nr. 50/1987, í tölulegu samræmi við önnur ákvæði kaflans, svohljóðandi:

47. gr. a.
Notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar kr. 5.000.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 30. mars 1987, sbr. lög nr. 57, 22. maí 1997, öðlast gildi 1. nóvember 2002.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 28. október 2002.

Sólveig Pétursdóttir.
Björn Friðfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica