REGLUGERÐ
um viðauka við reglugerð ar. 51 15. maí 1964 um gerð og búnað ökutækja o. fl.
1. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 19. gr. getur bifreiðaeftirlit ríkisins, f samráði við framkvæmdanefnd hægri umferðar, ákveðið, að aðaldyr bifreiðar megi vera á hægri hlið.
2. gr.
Nú hefur verið ákveðið að heimila notkun bifreiða með aðaldyrum á hægri hlið, sbr. 1. gr., og gilds þá um notkun bifreiðarinnar eftirfarandi reglur:
Þegar staðnæmzt er til að taka farþega eða skila farþegum, skal alltaf stöðva bifreiðina utan akbrautar f þéttbýli. Sama gildir utan þéttbýlis eftir því sem við verður komið.
Bifreið má aldrei stöðva þannig, að farþegar þurfi að stíga inn í hana af ,akbraut eða út úr henni á akbraut.
Við aðaldyr og hjá ökumanni skulu fest skilti með aðvörun frá bifreiðaeftirliti ríkisins, svohljóðandi:
"BIFREIÐ ÞESSI ER GERÐ FYRIR HÆGRI UMFERÐ.
Ökumanni ber að sjá um, að farþegar stígi ekki úr bifreiðinni út á akbraut, né inn í bifreiðina of akbraut "
Skilti þessi skulu staðsett þar sem farþegar og ökumaður taka frekast eftir þeim.
3. gr.
Frá þeim degi, er hægri umferð kemur til framkvæmds, sbr, . 17. gr.. laga nr. 65 13. maí 1966 um hægri handar umferð, orðast upphaf 4. mgr: 19. gr. þannig: Á bifreiðunum skulu aðaldyr vera á hægri hlið.
Bifreiðaeftirlit ríkisins getur þó, í. samráði við framkvæmdanefnd hægri umferðar, ákveðið, að aðaldyr bifreiðar megi áfram vera á vinstri hlið. Heimild þessi getur verið tímabundin eða ótímabundin.
4. gr.
Nú hefur verið ákveðið að heimild notkun bifreiðar með aðaldyrum á vinstri hlið, sbr. 2. mgr. 3. gr., og gilds þá um notkun bifreiðarinnar sömu reglur og greinir í 2. gr., þó þannig, að í stað orðsins "HÆGRI" á aðvörunarskilti komi VINSTRI.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 10. gr. umferðarlaga nr. 26 2. maí 1958 og 16. gr. laga nr. 65 13. maí 1966 um hægri handar umferð, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 11. mars 1967.
Jóhann Hafstein.
Ólafur W. Stefánsson.