Brottfallnar reglugerðir

291/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja, nr. 78 30. janúar 1997. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja, nr. 78 30. janúar 1997.

1. gr.

                2. mgr. 7. gr. orðist svo:

                Skráningarskylt ökutæki má þó, án þess að það hafi verið skráð, nota til að flytja það milli staða, til reynsluaksturs eða kynningarstarfsemi eða í sambandi við skráningu. Það má ekki nota til að flytja farþega eða farm. Ökutækið skal búið reynslumerki sem skráningarstofa lætur í té. Notkun reynslumerkis í öðrum tilgangi en greinir í skráningarskírteini er óheimil. Misnotkun skal varða afturköllun.

2. gr.

                2. málsl. 2. mgr. 8. gr. orðist svo: Ekki er heimilt að skrá fólksbifreið á grundvelli þjóðargerðarviðurkenningar.

3. gr.

                Við 11. gr. bætist ný mgr. sem orðist svo:

                Skráningarskírteini vegna reynslumerkis skal bera númer reynslumerkisins, kveða á um rétthafa þess, heimilaða notkun ökutækis sem ber reynslumerkið og heimilaðan notkunartíma.

4. gr.

                1. málsl. 3. mgr. 12. gr. orðist svo: Ökutæki, önnur en þau sem undanþegin eru því að bera sömu stafi á skráningarmerki og eru í fastnúmeri, skulu bera sama skráningarmerki meðan þau eru í sama skráningarflokki í ökutækjaskrá.

5. gr.

                13. gr. breytist þannig:

a.             3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Stafir, bandstrik þar sem það á við, rönd á brúnum, svo og flötur fyrir skoðunarmiða þeirra ökutækja sem færa skal til almennrar skoðunar, skulu vera upplyftir.

b.             Liður "E" í 2. mgr. falli niður.

c.             3. mgr. orðist svo:

                Skráningarmerki af gerð A skulu hafa áletrun í einni röð. Önnur skráningarmerki skulu hafa áletrun í tveim röðum, bókstafir auk bandstriks í þeirri efri og tölustafir í þeirri neðri. Flötur fyrir skjaldarmerki skal vera framan við bókstafi en flötur fyrir skoðunarmiða aftan við þá, nema á skráningarmerkjum af gerð B þar sem skoðunarmiðinn skal vera framan við tölustafi.

6. gr.

                14. gr. breytist þannig:

a.             2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Grunnur skráningarmerkis skal vera með hvítu endurskini með stöfunum ÍS í vatnsmerki, en rönd á brúnum blá og stafir/bandstrik bláir.

b.             Orðin "að framan og að aftan" í 3. málsl. 2. mgr. falli niður.

7. gr.

                15. gr. orðist svo:

                Á bifhjóli skal vera skráningarmerki að aftan. Nota skal skráningarmerki af gerð C skv. 13. gr.

                Grunnur skráningarmerkis skal vera með hvítu endurskini með stöfunum ÍS í vatnsmerki, en rönd á brúnum blá og stafir/bandstrik bláir. Á léttu bifhjóli skal grunnur þó vera með bláu endurskini, en rönd á brúnum hvít og stafir/bandstrik hvítir.

8. gr.

                4. málsl. 16. gr. orðist svo: Grunnur skráningarmerkis skal vera með hvítu endurskini með stöfunum ÍS í vatnsmerki, en rönd á brúnum blá og stafir/bandstrik bláir.

9. gr.

                3. og 4. málsl. 17. gr. orðist svo: Skráningarmerkið skal vera eins og kveðið er á um í 13. gr. og af gerð C. Grunnur skráningarmerkis skal vera með rauðu endurskini en rönd á brúnum hvít og stafir/bandstrik hvítir.

10. gr.

                Á eftir 23. gr. komi ný grein sem verði 23. gr. a og orðist svo:

                Heimilt er að leyfa notkun sérstaks skammtímaskráningarmerkis:

a.             á skráð ökutæki sem er án skráningarmerkja tímabundið,

b.             á skráningarskylt ökutæki sem hefur verið afskráð og færa skal til endurskráningar,

c.             á notað ökutæki sem skráð hefur verið almennri skráningu erlendis en er án skráningarmerkja og færa skal til skráningar.

                Skammtímaskráningarmerki skal gert úr hvítum pappír að stærð 297 x 105 mm, og vera með svartri áletrun. Á merkið skal rita fastnúmer ökutækisins, svo og upphaf og lok heimilaðs notkunartíma. Merkið skal límt á áberandi stað á ökutækið að framan og að aftan.

                Skráningarstofa, eða aðili í umboði hennar, heimilar notkun skammtímaskráningarmerkja, enda hafi eigandi/umráðamaður ökutækisins lýst því skriflega yfir að ökutækið sé hæft til skoðunar, og sérstakar ástæður mæla ekki gegn því að ökutækið verði tekið í notkun.

                Ökutæki með skammtímaskráningarmerki skal fylgja skrifleg heimild skráningarstofu eða aðila í umboði hennar. Auk hefðbundinna upplýsinga úr ökutækjaskrá eða forskrá skal tilgreina heimilaða notkun ökutækisins, heimilaðan notkunartíma, að hámarki sjö daga, og að merkinu skuli fargað að notkun lokinni. Notkun ökutækis í öðrum tilgangi en greinir í heimild er óheimil.

11. gr.

                26. gr. breytist þannig:

a.             1. mgr. orðist svo:

                Skráningarmerkjum skal komið fyrir á þar til gerðum fleti þar sem þau sjást vel og þau tryggilega fest. Þeim skal komið fyrir í lóðréttri eða sem næst lóðréttri stöðu og hornrétt á lengdarás ökutækisins. Óheimilt er að hylja þau eða hluta þeirra eða að koma fyrir búnaði sem skyggir á skráningarmerkið. Heimilt er þó að hafa skráningarmerki í þar til gerðum ramma. Ef ramminn hylur rönd merkisins skal hann vera svartur eða hafa sama lit og stafir merkisins.

b.             Ný mgr., sem verður 2. mgr., orðist svo:

                Skrúfur sem notaðar eru til að festa skráningarmerki má ekki setja þannig að dragi úr möguleika á að lesa merkið. Höfuð skrúfunnar skal, ef unnt er, hulið með hettu, eftir því sem við á, með sama lit og grunnur merkisins eða stafir.

c.             Nýr málsl. bætist við 3. mgr. sem verður 4. mgr. og orðist svo: Ekki skal afhenda fleiri en eitt skráningarmerki í stað merkis sem glatast hefur af sama ökutæki á tveggja ára tímabili. Ef fleiri skráningarmerki glatast af ökutækinu á tímabilinu skal ökutækið fá ný skráningarmerki með nýrri áletrun, sbr. 2. mgr. 5. gr. Ákvæði þetta á ekki við um einkamerki.

12. gr.

                3. mgr. 27. gr. orðist svo:

                Óheimilt er að festa á skráningarmerki annað en skoðunarmiða, sbr. 1. mgr. 13. gr., merki frá lögreglu um kvaðningu í skoðun og merki skv. 24. gr.

13. gr.

                3. mgr. 28. gr. orðist svo:

                Skráningarstofa gefur út nýtt skráningarskírteini fyrir ökutækið að lokinni skráningu eigendaskipta.

14. gr.

                Við 1. mgr. 29. gr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Þegar notkun bifreiðar til leigu án ökumanns eða bifreiðar sem lýtur reglum um innskatt vegna virðisaukaskatts er breytt í almenna notkun er þó fullnægjandi að senda skráningarstofu upplýsingar þar að lútandi.

15. gr.

                30. gr. breytist þannig:

a.             c-liður 2. mgr. orðist svo: bifreið telst tjónabifreið eða ökutæki er að öðru leyti til hættu fyrir umferðaröryggi,

b.             Á eftir 3. mgr. komi ný mgr. sem orðist svo:

                Vátryggingafélag skal tilkynna skráningarstofu um bifreið sem það hefur upplýsingar um að hafi skemmst það mikið að hún teljist tjónabifreið, og ef aðstæður leyfa, sjá til þess að skráningarmerki verði tekin af bifreiðinni.

16. gr.

                32. gr. breytist þannig:

a.             Á eftir 2. mgr. komi ný 3. mgr. sem orðist svo:

                Þegar liðin eru þrjú ár samfellt frá því skráningarstofa eða aðili í umboði hennar veitti skráningarmerkjum viðtöku til vörslu er skráningarstofu heimilt að afskrá ökutækið án samþykkis eiganda, enda sé það tilkynnt skráðum eiganda og mótbárur berast ekki innan eins mánaðar.

b.             Við 3. mgr., sem verður 4. mgr., bætist: Þó má heimila eiganda ökutækisins að halda einu skráningarmerki í söfnunarskyni. Sama gildir þegar ökutæki með skráningarmerki af eldri gerð er skráð á ný skráningarmerki. Skráningarstofu er ennfremur heimilt að afhenda aðila sem stundar söfnun skráningarmerkja slíkt merki. Skráningarstofa skal halda skrá yfir skráningarmerki sem hún afhendir í söfnunarskyni og er óheimilt að setja þau á ökutæki.

17. gr.

                Við 1. mgr. 34. gr., sbr. reglugerð nr. 643/1997, bætist: Skoðunarskyld ökutæki sem ekki hafa framrúðu, þar sem hægt er að festa skoðunarmiða, skulu þó ekki bera skráningarmerki af eldri gerð lengur en til 31. desember 1998. Torfærutæki má bera skráningarmerki sem það ber við gildistöku reglugerðar þessarar til 31. desember 2007.

18. gr.

                3. gr. í viðauka orðist svo:

                Umsókn um heildargerðarviðurkenningu skal skila til skráningarstofu. Um umsóknina fer samkvæmt 3. gr. EBE tilskipunar nr. 70/156, með breytingum í tilskipun nr. 92/53.

                Ekki skal veita gerð fólksbifreiðar annarskonar gerðarviðurkenningu en EBE heildargerðarviðurkenningu.

19. gr.

                4. gr. í viðauka orðist svo:

                Heildargerðarviðurkenningu skal veita fullbúnum raðsmíðuðum ökutækjum og hlutasmíðuðum ökutækjum, þ.e. bifreiðum og eftirvögnum þeirra, samkvæmt EBE tilskipun nr. 70/156 með áorðnum breytingum í tilskipun nr. 92/53. Einnig skal veita einstökum kerfum (svo sem hemlakerfi og útblásturskerfi), einstökum íhlutum (svo sem ljóskerum) og viðbótarbúnaði (svo sem dráttarbeisli og afturvörn) heildargerðarviðurkenningu samkvæmt ofangreindum tilskipunum.

                Um framkvæmd heildargerðarviðurkenningar fer að öðru leyti samkvæmt 4. gr. EBE tilskipunar nr. 70/156, með breytingum í tilskipun nr. 92/53.

20. gr.

                Orðin "svo og heildargerðarviðurkenning, liggi hún ekki fyrir hjá skráningarstofu" í 2. málsl. 7. gr. í viðauka falli niður.

21. gr.

                2. málsl. 21. gr. í viðauka orðist svo: Skráningarástand ökutækis skiptist í flokka sem eiga sér samfellur í 22. og 23. gr., þannig:

22. gr.

                22. gr. í viðauka breytist þannig:

a.             Liður IV í a-lið 1. tölul. falli niður.

b.             Við a-lið 2. tölul. bætist: Einnig gögn sem staðfesta fyrsta skráningardag, framleiðsluár eða árgerð, komi þessi atriði ekki fram í erlendu skráningarskírteini ökutækisins.

c.             Við a-lið 3. tölul. bætist: Einnig gögn sem staðfesta fyrsta skráningardag, framleiðsluár eða árgerð, komi þessi atriði ekki fram í erlendu skráningarskírteini ökutækisins.

d.             Í stað "II-IV" í b-lið 3. tölul. komi: II og III.

e.             Við a-lið 4. tölul. bætist: ásamt staðfestingu á fyrsta skráningardegi, framleiðsluári eða árgerð, komi þessi atriði ekki fram í erlendu skráningarskírteini ökutækisins.

f.              Í stað "II-IV" í b-lið 4. tölul. komi: II og III.

g.             a-liður 5. tölul. orðist svo: Gögn um lögmætan eiganda ökutækisins og erlent skráningarskírteini með staðfestingu á fyrsta skráningardegi, eða önnur gögn um aldur ökutækisins.

h.             Í stað "II-IV" í b-lið 5. tölul. komi: II og III.

i.              Við a-lið 6. tölul. bætist: ásamt staðfestingu á fyrsta skráningardegi, framleiðsluári eða árgerð, komi þessi atriði ekki fram í erlendu skráningarskírteini ökutækisins.

j.              Í stað "II-IV" í b-lið 6. tölul. komi: II og III.

23. gr.

                6. tölul. 23. gr. í viðauka orðist svo:

                6.             Ökutækið skal skoðað skráningarskoðun vegna endurskráningar þar sem gengið skal úr skugga um að virkni búnaðar þess sé í samræmi við ákvæði Skoðunarhandbókar. Á skráningarmerki þess skal límdur skoðunarmiði í samræmi við niðurstöðu skoðunar og fyrsta skráningardag erlendis. Jafnframt skal gengið úr skugga um samræmi milli skráningarmerkja, skráningar og verksmiðjunúmers ökutækis.

24. gr.

                2. málsl. 24. gr. í viðauka orðist svo: Þó skal framvísa upplýsingum um leyfða heildarþyngd, slagrými og afköst hreyfils og merkingu tákna í verksmiðjunúmeri.

25. gr.

                2. málsl. 25. gr. í viðauka orðist svo: Þó skal framvísa upplýsingum um burðargetu einstakra ása og leyfða heildarþyngd, slagrými og afköst hreyfils og merkingu tákna í verksmiðjunúmeri.

26. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er skv. 60., 64. og 67. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, öðlast gildi 1. júní 1998.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 20. maí 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica