Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Innanríkisráðuneyti

694/2014

Reglugerð um gildistöku tilskipana 2004/36/EB og 2008/49/EB um öryggi loftfara frá þriðju löndum sem nota flugvelli Bandalagsins. - Brottfallin

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi tilskipanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:

  1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/36/EB frá 21. apríl 2004, um öryggi loftfara frá þriðju löndum sem nota flugvelli Bandalagsins, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, 2. febrúar 2012, bls. 214, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 163/2011 frá 19. desember 2011, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 15, 15. mars 2012, bls. 58.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2008/49/EB frá 16. apríl 2008 um breytingu á viðauka II við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/36/EB að því er varðar viðmiðanir fyrir framkvæmd skoðana á hlaði á loftförum sem nota flugvelli Bandalagsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1, um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr., 27. gr., 7. mgr. 28. gr., 136. gr. a og 2. mgr. 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og 5. mgr. 2. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Reglugerð þessi skal falla úr gildi 28. október 2014.

Innanríkisráðuneytinu, 16. júlí 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica