1. gr.
Við 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
2. gr.
Í stað 28. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur nýr töluliður, svohljóðandi:
28) | færanlegur vélbúnaður til nota utan vega, sem eingöngu er fáanlegur til nota í atvinnuskyni: vélbúnaður með innbyggðan aflgjafa eða með viðnámsdrifi sem er knúið ytri aflgjafa, sem útheimtir annaðhvort hreyfanleika eða samfelldan, eða því sem næst samfelldan, flutning milli nokkurra fastra vinnustöðva við vinnslu og er eingöngu fáanlegur til nota í atvinnuskyni. |
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
f) | öllum öðrum raf- og rafeindabúnaði sem féll utan gildissviðs tilskipunar 2002/95/EB og sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2019. |
a) | endurnýtta úr raf- og rafeindabúnaði, sem er settur á markað fyrir 1. júlí 2006, og notaðir í raf- og rafeindabúnað sem er settur á markað fyrir 1. júlí 2016, |
b) | endurnýtta úr lækningatækjum eða vöktunar- og eftirlitstækjum, sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014, og notaðir í raf- og rafeindabúnað sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2024, |
c) | endurnýtta úr lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi, sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2016, og notaðir í raf- og rafeindabúnað sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2026, |
d) | endurnýtta úr vöktunar- og eftirlitstækjum í iðnaði, sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2017, og notaðir í raf- og rafeindabúnað sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2027, |
e) | endurnýtta úr öllum öðrum raf- og rafeindabúnaði, sem féll utan gildissviðs tilskipunar 2002/95/EB og sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2019, og notaðir í raf- og rafeindabúnað sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2029. |
4. gr.
5. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
5. gr.
Í stað 39. liðar í III. viðauka reglugerðarinnar kemur nýr liður svohljóðandi:
39.a | Kadmíumseleníð í niðurskiptanlegum hálfleiðarananókristalskammtadeplum, sem innihalda kadmíum, til notkunar í skjálýsingarkerfi (< 0,2 μg kadmíums (Cd) á hverja mm² af skjásvæði) | Fellur úr gildi fyrir alla flokka 31. október 2019. |
6. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
7. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 16. maí 2018.
F. h. r.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Kjartan Ingvarsson.