Landbúnaðarráðuneyti

340/1986

Reglugerð um breytingu á reglugerð um loðdýrarækt og innflutning loðdýra, nr. 444 22. júlí 1982. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 17. gr. orðist svo:

Sala loðdýra innanlands er aðeins heimil til þeirra er hafa leyfi landbúnaðarráðuneytis­ins til reksturs loðdýrabús. Seljanda ber að fullvissa sig um að kaupandi hafi slíkt leyfi. Búnaðarfélag Íslands hefur yfirumsjón með mati á lífdýrum. Kaupendum lífdýra skal gefinn kostur á því að trúnaðarmaður Búnaðarfélags Íslands meti þau lífdýr, sem hann áformar að kaupa. Skulu þá dýrin merkt og skráð í þríriti og heldur seljandi einu eintaki, kaupandi fær annað og Búnaðarfélag Íslands hið þriðja.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 7. gr. laga nr. 51 29. maí 1981 um loðdýrarækt, öðlast gildi þegar í stað.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 14. júlí 1986.

 

Jón Helgason.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica