Landbúnaðarráðuneyti

259/1996

Reglugerð um verðjöfnun við útflutning á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um verðjöfnun við útflutning á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni.

 

1. gr.

                Við útflutning á fullunnum vörum sem innihalda að einhverjum hluta mjólk eða mjólkurafurðir, kjöt eða egg, er unnt vegna verðjöfnunar að fá greitt sem samsvarar mismun á verði viðkomandi hráefna á heimsmarkaði og innanlands. Til að verðjöfnun nái til vörunnar skal hún falla undir eftirfarandi vöruliði og tollskrárnúmer sbr. viðauka I við lög nr. 55/1987 með síðari breytingum:

 

0403.1011

0403.1012

0403.1013

0403.1019

0403.1021

0403.1022

0403.1029

0403.9011

0403.9012

0403.9013

0403.9014

0403.9019

0403.9021

0403.9022

0403.9029

1517.1001

1517.9002

1601.0022

1601.0023

1602.xxxx

1604.xxxx

1901.2023

1901.2024

1902.2021

1902.2022

1902.2031

1902.2041

1902.2042

1902.3021

1902.3031

1902.3041

1902.4021

1905.9051

1905.9059

1905.9090

2103.9051

2103.9052

2104.1002

2104.1003

2104.1011

2104.1012

2104.1021

2104.1022

2104.2001

2104.2002

2106.9059

2202.9001

                Greiðsla verðjöfnunar fyrir ofangreindar vörur fer eftir því magni landbúnaðarhráefnis sem notað er við framleiðslu viðkomandi vöru og verðjafnað er fyrir sbr. 2. gr. Þó er ekki heimilt að verðjafna ef magn sérhverrar hráefnistegundar er umfram 60% af heildarþunga.

 

2. gr.

                Viðmiðunarverð sem notað er við ákvörðun upphæðar verðjöfnunar á hverja tegund hráefnis grundvallast á mismun á innlendu og erlendu viðmiðunarverði eftirfarandi landbúnaðarafurða:

 

Landbúnaðarhráefni

Innlent viðmiðunarverð

Erlent viðmiðunarverð

 

kr./kg

kr./kg

Mjólk

                                46,44

                                20,47

Undanrenna

                                45,04

                                15,12

Rjómi 36%

                                424,20

                                177,31

Nýmjólkurduft

                                244,45

                                146,16

Undanrennuduft

                                245,92

                                145,42

Smjör

                                181,81

                                151,29

Ostur

                                463,46

                                140,76

Egg, skurnlaus

                                200,53

                                72,00

Nautgripakjöt, beinlaust

                                559,00

                                149,13

Kindakjöt, beinlaust

                                486,20

                                97,71

Svínakjöt, beinlaust

                                455,00

                                138,85

Kjúklingakjöt, beinlaust

                                603,25

                                110,87

Hrossakjöt, beinlaust

                                239,20

                                90,00

 

3. gr.

                Sækja skal um heimild til verðjöfnunar til landbúnaðarráðuneytisins vegna þeirrar vöru sem fyrirhugað er að flytja út. Umsókn á þar til gerðu eyðublaði skal innihalda upplýsingar um hráefnanotkun, samsetningu og tollflokkun vörunnar, uppruna hennar, útflutningsverð, útflytjanda, útflutningsstað, viðtökuland (lönd) og áætlun um sölumagn. Ráðuneytið heimilar greiðslu verðjöfnunar fyrir viðkomandi vöru með áritun á útflutningsskjöl eða með sérstakri heimild er gildir fyrir ákveðið framleiðslumagn og/eða í ákveðinn tíma, þó ekki lengur en eitt ár frá útgáfudegi. Landbúnaðarráðuneytið skal senda afrit af heimildum þessum til embættis ríkistollstjóra og tollstjóra í því tollumdæmi þar sem útflutningur á sér stað.

 

4. gr.

                Útflytjendur skulu láta ráðuneytinu í té sýnishorn af vörum sem verðjöfnun nær til, sé þess óskað. Ennfremur skulu framleiðendur viðkomandi vöru halda nákvæmt bókhald yfir magn og verð þeirra hráefna sem notuð eru til framleiðslunnar og láta þær upplýsingar í té, sé þess óskað. Útflytjanda ber skylda til að tilkynna breytingar á hráefnisnotkun til landbúnaðarráðuneytisins sem gefur út nýja heimild til verðjöfnunar ef ástæða er til. Einnig skal tilkynnt ef framleiðslu viðkomandi vöru hefur verið hætt.

 

5. gr.

                Tollstjórar skulu annast greiðslu verðjöfnunar.

                Útflytjandi skal sækja um greiðslu verðjöfnunar á þar til gerðu eyðublaði um leið og útflutningsskjöl eru lögð fram hjá tollstjóra. Í umsókninni skal koma fram tilvísunarnúmer vegna heimildar til verðjöfnunar. Greiðsla verðjöfnunar skal eiga sér stað innan viku frá því að fullnægjandi gögn hafa borist tollstjóra, sbr. reglugerð nr. 228/1993 um tollskýrslur og fylgiskjöl þeirra. Tollstjóri getur krafist annarra gagna sem hann telur nauðsynleg.

                Upphæð verðjöfnunar skal reiknuð samkvæmt þeim reglum sem í gildi voru er útflutningur átti sér stað.

 

6. gr.

                Landbúnaðarráðherra sker úr ágreiningi sem upp kann að koma vegna framkvæmdar reglugerðar þessarar.

 

7. gr.

                Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt 53. og 70. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

 

8. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 73. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Ákvæði til bráðabirgða:

                Greiða skal verðjöfnun vegna útflutnings á vörum fyrir gildistöku þessarar reglugerðar skv. ákvæðum reglugerða nr. 66/1995 og 69/1995.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 9. maí 1996.

 

F. h. r.

Guðmundur Sigþórsson.

Jón Höskuldsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica