REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 259/1996
um verðjöfnun á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni.
1. gr.
Við upptalningu í 1. gr. reglugerðarinnar bætast eftirfarandi tollskrárnúmer:
1905.9011 |
1905.9019 |
1905.9040 |
2. gr.
Ný 2. gr. orðist svo: Viðmiðunarverð sem notað er við ákvörðun upphæðar verðjöfnunar á hverja tegund hráefnis grundvallast á mismun á innlendu og erlendu viðmiðunarverði eftirfarandi landbúnaðarafurða:
Landbúnaðarhráefni |
Innlent viðmiðunarverð |
Erlent viðmiðunarverð |
|
kr./kg |
kr./kg |
Mjólk |
50,70 |
17,38 |
Undanrenna |
49,79 |
12,48 |
Rjómi 36% |
450,73 |
161,84 |
Nýmjólkurduft |
280,50 |
139,01 |
Undanrennuduft |
271,40 |
102,69 |
Smjör |
204,79 |
142,71 |
Ostur |
524,30 |
161,84 |
Egg, skurnlaus |
170,00 |
83,19 |
Nautgripakjöt, beinlaust |
581,10 |
115,54 |
Kindakjöt, beinlaust |
490,10 |
78,57 |
Svínakjöt, beinlaust |
390,91 |
87,81 |
Kjúklingakjöt, beinlaust |
676,73 |
98,72 |
Hrossakjöt, beinlaust |
239,20 |
90,00 |
Í þeim tilfellum þegar afskurður af kjöti er notaður sem hráefni, t.d. í hakk, fars o.þ.h. skal nota stuðulinn 0,65 á viðmiðunarverð verðjöfnunar.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 12. febrúar 1999.
Guðmundur Bjarnason.
___________________
Hjördís Halldórsdóttir.