Landbúnaðarráðuneyti

708/1996

Reglugerð um innheimtu gjalds vegna heilbrigðiseftirlits með sláturafurðum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um innheimtu gjalds vegna heilbrigðiseftirlits með sláturafurðum.

 

1. gr.

                Greiða skal gjald af öllu innvegnu kjöti í afurðastöð, sem rennur í sérstakan sjóð í vörslu landbúnaðarráðuneytisins. Gjaldið skal vera kr. 2,25 á hvert kíló kjöts fyrir árin 1996 og 1997 og skal gjaldið standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlit með sláturafurðum. Gjaldið miðast við raunkostnað við heilbrigðiseftirlit með sláturafurðum.

 

2. gr.

                Gjaldið greiðist af sláturleyfishöfum samkvæmt áætlun sem byggð er á innvegnu magni kjöts í afurðastöð næstliðins almanaksárs í samræmi við upplýsingar Framleiðsluráðs landbúnaðarins.

                Endanlegt uppgjör gjaldsins skal fara fram fyrir 20. febrúar ár hvert í samræmi við rauntölur innvegins magns kjöts í afurðastöð á gjaldárinu samkvæmt upplýsingum Framleiðsluráðs landbúnaðarins.

 

3. gr.

                Gjaldið skal standa straum af eftirtöldum þáttum í heilbrigðiseftirliti sláturafurða:

                a.             Launum og ferðakostnaði kjötskoðunarlækna og aðstoðarfólks þeirra.

                b.             Kostnaði við töku sýna í sláturhúsum og úrvinnslu þeirra.

                c.             Rannsóknum á sýnum vegna reglubundinna mælinga á lyfjaleifum og aðskotaefnum í sláturafurðum.

                d.             Nauðsynlegu námsskeiðahaldi fyrir kjötskoðunarlækna og aðstoðarfólk þeirra, til viðhaldsmenntunar og samræmingar eftirlits á milli afurðastöðva.

                Gjaldið tekur ekki til greiðslu á fæðiskostnaði og kostnaði vegna hlífðarfatnaðar eftirlitsaðila.

 

4. gr.

                Aðilum er skylt að standa skil á álögðu gjaldi tíu dögum eftir lok hvers tímabils, þannig:

                        Gjaldtímabil:  Gjalddagi:

                                Janúar-febrúar      10. mars

                                Mars-apríl              10. maí

                                Maí-júní 10. júlí

                                Júlí-ágúst               10. september

                                September-október 10. nóvember

                                Nóvember-desember 10. janúar

                Sé gjaldið ekki greitt innan 30 daga frá gjalddaga skal innheimta dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags. Dráttarvextir skulu vera hinir sömu og hjá innlánsstofnunum.

 

5. gr.

                Rísi ágreiningur um gjaldskyldu eða önnur atriði er varða innheimtu gjaldsins samkvæmt reglugerð þessari sker landbúnaðarráðherra úr þeim ágreiningi.

 

6. gr.

                Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt 14. gr. laga nr. 30/1966, með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

 

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 160 31. desember 1994 um breytingu á lögum nr. 30/1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum og öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 30. desember 1996.

 

Guðmundur Bjarnason.

Jón Höskuldsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica