Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

328/2003

Reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Gildissvið.

Í reglugerð þessari er kveðið á um þau gjöld sem sjúkratryggðir skulu greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum, á bráðamóttöku og göngu- og slysadeild sjúkrahúsa og fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum sem samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gert samning við skv. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum.

Heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og sérfræðilæknum, sbr. 1. mgr., er óheimilt að innheimta hærri eða önnur gjöld af sjúkratryggðum en kveðið er á um í reglugerð þessari og fylgiskjali með henni.

Tryggingastofnun ríkisins skal kynna almenningi efni þessarar reglugerðar.


2. gr.
Fagleg samskipti heilsugæslulækna, heimilislækna og sérfræðilækna.

Í samræmi við markmið um að tryggja fagleg samskipti milli heilsugæslulækna, heimilislækna og sérfræðilækna er gert ráð fyrir því sem meginreglu í reglugerð þessari að samskipti sjúklings og læknis hefjist hjá heilsugæslu- eða heimilislækni.

Sjúklingur sem kemur til sérfræðilæknis fyrir milligöngu heilsugæslu- eða heimilislæknis skal hafa meðferðis beiðni frá lækninum. Sérfræðilæknirinn skal ávallt senda læknabréf til heilsugæslu- eða heimilislæknis sjúklings, sbr. þó 4. mgr.

Komi sjúklingur til sérfræðilæknis án milligöngu heilsugæslu- eða heimilislæknis skal sérfræðilæknir þó ávallt senda heilsugæslu- eða heimilislækni sjúklingsins læknabréf. Komi sjúklingur til sérfræðilæknis fyrir milligöngu annars sérfræðilæknis skal síðari sérfræðilæknirinn ávallt senda læknabréf til heilsugæslu- eða heimilislæknis sjúklingsins og þess sérfræðilæknis sem hafði milligöngu um samskiptin, sbr. þó 4. mgr.

Sjúklingi er heimilt að óska þess við lækni að hann sendi ekki upplýsingar honum viðkomandi til annarra lækna. Þess skal þá getið í sjúkraskrá. Lækni er og skylt að útskýra fyrir sjúklingi ábyrgð þá sem þessu fylgir fyrir sjúklinginn sjálfan.


3. gr.
Hverjir eru sjúkratryggðir.

Sá sem verið hefur búsettur hér á landi í sex mánuði telst sjúkratryggður nema annað leiði af milliríkjasamningum, sbr. 32. gr. og 9. gr. a. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum. Með búsetu er átt við lögheimili í skilningi lögheimilislaga. Börn og unglingar yngri en 16 ára eru sjúkratryggð með foreldrum sínum. Sama á við um stjúpbörn og fósturbörn.

Tryggingastofnun ríkisins ákvarðar hvort einstaklingur telst sjúkratryggður. Að öðru leyti gildir, um það hverjir teljist sjúkratryggðir hér á landi, reglugerð nr. 463/1999 um framkvæmd almannatrygginga og skráningu í tryggingaskrá.


II. KAFLI
Heilsugæsla.
4. gr.
Komugjöld á dagvinnutíma.

Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 500.
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 250.
3. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 540/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 150.

Undanþegnar gjaldskyldu eru komur vegna mæðra- og ungbarnaverndar, heilsugæsla í skólum og unglingamóttaka í heilsugæslu sem veitir ráðgjöf og fræðslu um forvarnir. Með mæðra- og ungbarnavernd er átt við mæðra- og ungbarnavernd eins og hún er skilgreind í tilmælum landlæknis um áherslur í mæðravernd og ung- og smábarnavernd.

Gjöld samkvæmt þessari grein renna til reksturs heilsugæslustöðvar eða stofureksturs heimilislæknis.


5. gr.
Komugjöld utan dagvinnutíma.

Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma, þ.e.a.s. milli kl. 17.00 og 08.00 og á laugardögum og helgidögum, skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.400.
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 600.
3. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 400.

Hafi læknir sjálfur valið að sinna læknisstarfi utan dagvinnutíma skal greitt samkvæmt 4. gr.

Gjöld samkvæmt þessari grein renna til reksturs heilsugæslustöðvar eða stofureksturs heimilislæknis.


6. gr.
Gjöld vegna vitjana lækna.

Fyrir vitjun læknis á dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.400.
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 500.
3. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 400.

Fyrir vitjun læknis utan dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 2.000.
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 750.
3. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 500.

Með vitjun samkvæmt þessari grein er átt við þjónustu læknis utan heilsugæslustöðvar.

Hafi læknir sjálfur valið að sinna vitjun utan dagvinnutíma skal greiða vitjanagjald dagvinnutíma skv. 1. mgr.

Heimilt er að ákveða að ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, greiði sama vitjanagjald og aðrir, en fái mismuninn endurgreiddan gegnum sjúkratryggingar, gegn framvísun kvittunar læknis.

Í vitjanagjaldi eru innifaldar kr. 100 vegna óhjákvæmilegs ferðakostnaðar læknis.

Vitjanagjald greiðist lækni og dregst frá samningsbundinni þóknun hans fyrir vitjanir.


7. gr.
Gjöld fyrir aðra þjónustu.

Sjúkratryggðir skulu greiða fyrir bólusetningar (hvern skammt) á heilsugæslustöð sem hér segir:

1. Blóðmauraheilabólga, kr. 3.400.
2. Heilahimnubólga (meningococca)
a. fjölvirkt fjölsykrubóluefni, kr. 3.500.
b. prótínbóluefni gegn stofni C (18 ára og eldri), kr. 3.200.
3. Hettusótt, kr. 4.700.
4. Hlaupabóla, kr. 6.100.
5. Hundaæði, kr. 6.500.
6. Inflúensa, kr. 600.
7. Japönsk heilabólga, kr. 2.900.
8. Kólera (bóluefni til inntöku), kr. 2.100.
9. Lifrarbólga A 720 ein/ml, kr. 2.700.
10. Lifrarbólga A 1400 ein/ml, kr. 4.100.
11. Lifrarbólga B, kr. 2.700.
12. Lifrarbólga B fyrir börn, kr. 2.100.
13. Lifrarbólga A og B, kr. 5.300.
14. Lifrarbólga A og B fyrir börn, kr. 3.800.
15. Lungnabólga, kr. 1.500.
16. Mislingar, kr. 1.500.
17. Stífkrampi og barnaveiki fyrir fullorðna, kr. 700.
18. Taugaveiki, kr. 2.300.

Gjöld skv. 1. mgr. skulu greiðast til viðbótar við komugjöld skv. 4. og 5. gr. Gjöldin skulu einnig greidd í heimahjúkrun. Ekkert gjald er greitt fyrir ungbarnavernd og heilsugæslu í skólum, sbr. 2. mgr. 4. gr. Þá er ekki greitt gjald fyrir bólusetningar við stífkrampa, mænusótt, rauðum hundum og MMR (mislingar+hettusótt+rauðir hundar).

Auk komugjalda skv. 4. og 5. gr. skulu sjúkratryggðir greiða gjald fyrir aðra þjónustu en greinir í 1. mgr. sem hér segir:

1. Þungunarpróf, kr. 400.
2. Streptokokkarannsóknir, kr. 500.
3. Lyfjaleit í þvagi, kr. 1.600.
4. Lykkja (t), kr. 2.000.
5. Hormónalykkja, kr. 14.300.
6. Foreldrafræðsla, kvöldnámskeið, kr. 6.000.

Gjöld samkvæmt þessari grein renna til reksturs heilsugæslustöðvar.


8. gr.
Gjöld vegna krabbameinsleitar.

Vegna krabbameinsleitar á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum (legstrok og mynd af brjóstum) skal sjúkratryggður greiða kr. 2.200 fyrir hverja komu.

Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris greiða kr. 550.

Gjöld samkvæmt þessari grein renna til Krabbameinsfélags Íslands vegna úrlesturs frumusýna, röntgenmynda og leitarstarfs.


III. KAFLI
Sjúkrahús.
9. gr.
Komugjöld.

Fyrir komu og endurkomu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa skal sjúkratryggður greiða sem hér segir:

1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 3.170.
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 1.260.
3. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 540/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 400.

Fyrir komu og endurkomu á göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en lækna skal sjúkratryggður greiða sem hér segir:

1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.392.
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 696.
3. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 540/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 400.

Fyrir sjúkra- og talþjálfun á sjúkrahúsum skal þrátt fyrir 2. mgr. þó aldrei greiða hærra eða lægra gjald en kveðið er á um í gildandi samningum samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Félag talkennara og talmeinafræðinga. Gjöld fyrir sjúkra- og talþjálfun á sjúkrahúsum veita rétt til þjálfunarkorts frá Tryggingastofnun ríkisins.

Aldraðir sem þjónustu dagvistar njóta í tengslum við sjúkrahús skulu taka þátt í kostnaði af dagvistinni skv. 19. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra og 4. gr. reglugerðar nr. 45/1990 um dagvist aldraðra.

Sjúkratryggðir skulu greiða gjöld fyrir meðferð húðsjúkdóma veitta á sjúkrahúsi af öðrum en læknum í samræmi við reglugerð nr. 660/1998 um greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins fyrir meðferð húðsjúkdóma veitta af öðrum en læknum, með síðari breytingu.

Gjöld fyrir þjónustu skv. VI. kafla greiðast til viðbótar við komugjöld skv. 1. mgr., þó skulu komugjald og gjöld skv. VI. kafla takmarkast við það hámarksgjald sjúkratryggðs sem tilgreint er í VI. kafla.

Gjöld samkvæmt þessari grein skulu renna til reksturs sjúkrahúss.


10. gr.
Gjöld vegna meðferðar og rannsókna við ófrjósemi.

Fyrir meðferð á tæknifrjóvgunardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss skal sjúkratryggður greiða sem hér segir:

1. Par sem ekki á barn saman:
Glasafrjóvgun (IVF)
Smásjárfrjóvgun (ICSI)
a. fyrsta meðferð
kr. 137.000
kr. 164.000
b. önnur til fjórða meðferð
kr. 77.000
kr. 93.000
c. fimmta meðferð eða fleiri
kr. 256.000
kr. 307.000
2. Par sem á eitt barn saman:
a. fyrsta til fjórða meðferð
kr. 202.000
kr. 243.000
b. fimmta meðferð eða fleiri
kr. 256.000
kr. 307.000
3. Par sem á fleiri börn saman:
kr. 256.000
kr. 307.000

Inni í þessari greiðslu felst kostnaður vegna nauðsynlegra rannsókna, heimsókna til sérfræðinga á tæknifrjóvgunardeildinni og lyfja, annarra en örvunarlyfja eggjastokka, en um greiðslu þeirra fer samkvæmt reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði.

Greiðslur skulu skiptast þannig að í upphafi hverrar meðferðar skal greitt 20% af áætluðu heildargjaldi. Eftirstöðvar gjalds skal greiða þegar ákveðið hefur verið að framkvæma eggheimtu.

4. Uppsetning frystra fósturvísa, kr. 42.000.
5. Geymsla frystra fósturvísa kr. 11.000 fyrir hvert byrjað geymsluár. Frysting fósturvísa er að öðru leyti innifalin í meðferðargjaldi.
6. Tæknisæðing, aðeins ef uppsetning er framkvæmd, kr. 21.000.

Fyrir aðrar rannsóknir á tæknifrjóvgunardeild sem ekki tengjast tæknifrjóvgunarmeðferð skulu greiðslur fara skv. V. og VI. kafla.

Gjöld samkvæmt þessari grein skulu renna til reksturs sjúkrahúss.


11. gr.
Gjald fyrir endurtengingu eggjaleiðara eftir ófrjósemisaðgerð.

Fyrir endurtengingu eggjaleiðara eftir ófrjósemisaðgerð skal sjúkratryggður greiða kr. 142.000.

Gjald samkvæmt þessari grein rennur til reksturs sjúkrahúss.


IV. KAFLI
Sameiginleg ákvæði fyrir þjónustu í heilsugæslu og á sjúkrahúsum.
12. gr.
Gjöld fyrir læknisvottorð í heilsugæslu og á sjúkrahúsum.

Fyrir læknisvottorð á eyðublöðum Tryggingastofnunar ríkisins vegna almannatrygginga eða bóta félagslegrar aðstoðar skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

1. Ekkert gjald fyrir örorkuvottorð vegna lífeyristrygginga (A og B), örorkuvottorð vegna slysatrygginga (A), vottorð vegna fjárhagslegrar aðstoðar við fötluð og sjúk börn eða vottorð vegna endurhæfingarlífeyris.
2. Fyrir framhaldsvottorð vegna slysatrygginga, kr. 350.
3. Fyrir læknisvottorð vegna slysatrygginga (áverkavottorð), vegna beiðni um þjálfun, vegna öflunar hjálpartækja, vegna lengingar fæðingarorlofs, vegna hreyfihömlunar (uppbót vegna reksturs bifreiðar), vegna heimahjúkrunar, vegna umsóknar um lyfjaskírteini, vegna vistunar sjúklings erlendis (siglinganefnd), sjúkradagpeningavottorð eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innanlands, kr. 700.
4. Fyrir læknisvottorð vegna umsóknar um styrk og uppbót til kaupa á bifreið fyrir fatlaða, kr. 800.

Fyrir önnur læknisvottorð en tilgreind eru í 1. mgr. skal innheimta gjöld sem hér segir:

1. Fyrir vottorð um fjarvistir nemenda úr skólum, kr. 350.
2. Fyrir vottorð vegna sjúkranudds, kr. 700.
3. Fyrir vottorð um fjarvistir til atvinnurekenda, ónæmisaðgerðir og alþjóðaónæmisskírteini, heilsufar nemenda til skóla, leikskóla og sumarbúða, undanþágu til bílbeltanotkunar, vegna veitingar ökuleyfis, dagmóðurstarfa og endurgreiðslu ferðakostnaðar, svo sem ferðarofs, og til skattyfirvalda, kr. 1.200.
4. Fyrir vottorð vegna bóta úr slysa- og sjúkrasjóðum, umsókna um örorkubætur til lífeyrissjóða, andláts (dánarvottorð), fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðar, kr. 1.700.
5. Fyrir vottorð vegna byssuleyfis, skóla erlendis, og um heilsufar eða vinnufærni vegna umhverfis eða atvinnu, þ.m.t. vegna atvinnuréttinda, kr. 3.000.
6. Fyrir vottorð til lögmanna og tryggingafélaga vegna sjúkdóma eða slysa, tryggingafélaga vegna líftrygginga eða umsókna um örorkubætur, lögreglu, sýslumanna, vegna dvalar- og/eða atvinnuleyfa hér á landi og dvalar eða starfa erlendis skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða kr. 2.500 fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.

Gjöld fyrir vottorð samkvæmt þessari grein skulu renna til stofnunar.


V. KAFLI
Sameiginleg ákvæði fyrir þjónustu utan sjúkrahúsa
og á göngudeildum sjúkrahúsa.
13. gr.
Gjöld fyrir sérfræðilæknishjálp.

Fyrir hverja komu til sérfræðilæknis utan sjúkrahúsa og á göngudeild sjúkrahúsa, sbr. þó 10. og 11. gr., skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir, sbr. þó 16. gr.:

1. Sjúkratryggðir almennt, fyrstu kr. 2.100 og til viðbótar 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000.
Fyrir komu til sérfræðings í augnlækningum til sjónmælingar vegna gleraugna greiða sjúkratryggðir almennt á aldrinum 18 - 70 ára fullt verð samkvæmt gjaldskrá sérfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins sbr. þó 2. og 3. tölul. 1. mgr.
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára kr. 700 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000.
3. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna 1/9 af gjaldi samkvæmt 1. tölul. l. mgr. þó að lágmarki kr. 350 og að hámarki kr. 18.000.

Sjúkratryggðir almennt skulu greiða kr. 5.100 fyrir keiluskurðaðgerðir. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára skulu greiða kr. 1.700 fyrir keiluskurðaðgerðir.

Við komu skv. 1. tölul. 1. mgr. þar sem svæfingalæknir svæfir eða deyfir við aðgerð skurðlæknis skal sjúkratryggður greiða að hámarki kr. 18.000 í heild.

Þegar reikningur er gerður til Tryggingastofnunar ríkisins fyrir sérfræðilæknishjálp skal draga greiðslu sjúkratryggðra frá umsömdu heildarverði. Ekki er gerður reikningur til Tryggingastofnunar ríkisins vegna sérfræðilæknisþjónustu (ferliverk) sem veitt er á sjúkrahúsum.

Með umsömdu og ákveðnu heildarverði, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr., er átt við það gjald sem samið hefur verið um í samningum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við sérfræðilækna skv. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar. Innifalið í greiðslu sjúkratryggðra er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar.

Gjöld vegna þjónustu á göngudeild sjúkrahúsa skulu renna til reksturs sjúkrahússins.


VI. KAFLI
Sameiginleg ákvæði fyrir þjónustu í heilsugæslu,
á sjúkrahúsum og utan sjúkrahúsa.
14. gr.
Gjöld fyrir rannsóknir, geisla- og myndgreiningar og beinþéttnimælingar.

Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu og vegna rannsóknar á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknastofu, sbr. þó 10. og 11. gr., skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir, sbr. þó 16. gr.:

1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.000.
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 300.
3. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 100.

Fyrir hverja komu til geisla- og myndgreiningar og beinþéttnimælingar skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir, sbr. þó 16. gr.:

1. Sjúkratryggðir almennt, 1.500 kr. og til viðbótar 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000.
2. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000.
3. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna 1/9 af gjaldi samkvæmt 1. tölul 2. mgr. þó að lágmarki kr. 200 og að hámarki kr. 18.000.

Sjúkratryggðir almennt skulu greiða kr. 5.100 fyrir kransæða- og hjartaþræðingu. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára skulu greiða kr. 1.700 fyrir kransæða- og hjartaþræðingu.

Þegar reikningur er gerður til Tryggingastofnunar ríkisins fyrir geisla- og myndgreiningu skal draga greiðslu sjúkratryggðra frá umsömdu heildarverði. Ekki er gerður reikningur til Tryggingastofnunar ríkisins vegna geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga sem gerðar eru í heilsugæslu og á sjúkrahúsum.

Með umsömdu og ákveðnu heildarverði, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr., er átt við það gjald sem samið hefur verið um í samningum heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við sérfræðilækna skv. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar eða verð sem tilgreint er í fylgiskjali I með þessari reglugerð. Innifalið í greiðslu sjúkratryggðra er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar.

Gjöld vegna þjónustu á heilsugæslustöð og á sjúkrahúsum skulu renna til reksturs stofnananna.


VII. KAFLI
Afsláttarskírteini.
15. gr.
Réttur til afsláttarskírteinis.

Þegar sjúkratryggður einstaklingur á aldrinum 18 - 70 ára hefur greitt kr. 18.000 á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, koma á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, koma til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa, rannsókna á rannsóknastofum, geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga skal hann eiga rétt á afsláttarskírteini.

Börn undir 18 ára aldri með sama fjölskyldunúmer samkvæmt skilgreiningu Hagstofu Íslands skulu teljast einn einstaklingur. Þegar greiddar hafa verið á sama almanaksári kr. 6.000 vegna heimsókna barna undir 18 ára aldri í sömu fjölskyldu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, heimsókna á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, koma til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa, rannsókna á rannsóknastofum, geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga, eiga forsjármenn barnanna rétt á afsláttarskírteini vegna þeirra.

Þegar ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar og ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, hafa greitt kr. 4.500 á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, heimsókna á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, koma til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa, rannsókna á rannsóknastofu, geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga, skulu þeir eiga rétt á afsláttarskírteini.

Greiðslur samkvæmt 7. gr., 8. gr., 2., 4. og 5. mgr. 9. gr., 10. gr., 11. gr., 12. gr. og 18. gr. veita ekki rétt til afsláttarskírteinis samkvæmt þessari grein.


16. gr.
Gjöld þeirra sem eru með afsláttarskírteini.

Gegn framvísun kvittana fyrir greiðslur skv. 4.-6. gr., 1. mgr. 9. gr., 13. og 14. gr. skal Tryggingastofnun ríkisins afhenda sjúkratryggðum afsláttarskírteini skv. 15. gr., sem lækkar greiðslu vegna heilbrigðisþjónustu út almanaksárið. Kvittanir skulu auk nafns útgefanda bera með sér tegund þjónustu, fjárhæð, greiðsludag, nafn og kennitölu hins sjúkratryggða.

Hafi sjúkratryggður fengið afsláttarskírteini samkvæmt þessari grein skal hann greiða sem hér segir fyrir heilbrigðisþjónustu það sem eftir er almanaksársins:

1. Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis skv. 4. gr. á dagvinnutíma:
a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 250.
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, og börn yngri en 18 ára, kr. 150.
2. Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis skv. 5. gr. utan dagvinnutíma:
a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 900.
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, og börn yngri en 18 ára, kr. 400.
3. Fyrir vitjun læknis skv. 1. mgr. 6. gr. á dagvinnutíma:
a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 900.
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 400.
4. Fyrir vitjun læknis skv. 2. mgr. 6. gr. utan dagvinnutíma:
a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.300.
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 500.
5. Fyrir komu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa skv. 1. mgr. 9. gr.:
a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.260.
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 400.
6. Fyrir komu til sérfræðilæknis utan sjúkrahúsa og til sérfræðilæknis á göngudeild sjúkrahúsa skv. 13. gr.:
a. Sjúkratryggðir, kr. 700 + 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000. Fyrir keiluskurðaðgerð skal greiða að hámarki kr. 1.700.
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára 1/9 af gjaldi samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 13. gr. þó að lágmarki kr. 350 og að hámarki kr. 18.000. Fyrir keiluskurðaðgerð skal greiða að hámarki kr. 567.
7. Fyrir rannsóknir skv. 1. mgr. 14. gr.:
a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 400.
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 100.
8. Fyrir geisla- og myndgreiningu og beinþéttnimælingu skv. 2. mgr. 14. gr.:
a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000. Fyrir kransæða- og hjartaþræðingu skal greiða að hámarki kr. 1.700.
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára 1/9 af gjaldi skv. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. þó að lágmarki kr. 200 og að hámarki kr. 18.000. Fyrir kransæða- og hjartaþræðingu skal greiða að hámarki kr. 567.

Við komu skv. 6. tölul. 2. mgr. þar sem svæfingalæknir svæfir eða deyfir við aðgerð skurðlæknis skal sjúkratryggður greiða að hámarki kr. 18.000 í heild.

Heimilt er að ákveða að afsláttarskírteinishafar greiði sama vitjanagjald og aðrir en fái síðan mismuninn endurgreiddan gegnum sjúkratryggingar, gegn framvísun kvittunar læknis.

Gjöld sem greidd eru á heilsugæslustöð og sjúkrahúsi renna til reksturs stofnananna.

Vitjanagjald dregst frá samningsbundinni þóknun læknis fyrir vitjanir, sbr. og 6. gr.


VIII. KAFLI
Ýmis ákvæði.
17. gr.
Sérreglur fyrir atvinnulausa.

Einstaklingur sem verið hefur samfellt atvinnulaus í sex mánuði eða lengur samkvæmt staðfestingu Vinnumálastofnunar á rétt á heilbrigðisþjónustu á sömu kjörum og ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris. Staðfestingu Vinnumálastofnunar skal endurnýja á þriggja mánaða fresti. Réttur til afsláttarskírteinis fer samkvæmt 1. mgr. 15. gr.


18. gr.
Gjald fyrir sjúkraflutninga.

Hámarksfjárhæð sem sjúkratryggður skal greiða fyrir sjúkraflutninga á sjúkrahús og frá sjúkrahúsi skv. h-lið 1. mgr. 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, er kr. 3.300.


19. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, 20. gr. og 35. gr. a. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júní 2003. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 218/2002 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 25. apríl 2003.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Fylgiskjal I.

Ákveðið heildarverð fyrir geisla- og myndgreiningar til viðmiðunar við útreikning á greiðsluhluta sjúklings fyrir komu á heilsugæslustöð og sjúkrahús þar sem ekki er um innlögn að ræða, sbr. 2. og 5. mgr. 14. gr. reglugerðar þessarar.

Flokkar
Einingar
Verð (144,5 kr./ein.)
1. flokkur
21
3.035
2. flokkur
28
4.046
3. flokkur
45
6.503
4. flokkur
70
10.115
5. flokkur
90
13.005
6. flokkur
100
14.450
7. flokkur
115
16.618
8. flokkur
120
17.340
9. flokkur
140
20.230
10. flokkur
150
21.675
11. flokkur
200
28.900
12. flokkur
210
30.345
13. flokkur
510
73.695
14. flokkur
1100
158.950
15. flokkur
1580
228.310
1. Einungis er gjaldfært fyrir einn flokk í hverri komu í flokkum 13 - 15 og er þá miðað við hæsta verðflokk þess sem gert er.
2. Gjaldfært er sérstaklega fyrir hjartagangráða, stent og regnhlífar, a.ö.l. eru einnota vörur innifaldar í verðskrá.
3. Við ómskoðun gildir einu hve mörg líffæri innan flokksins eru skoðuð, hámarksgreiðsla fyrir sjúklingakomu eru tveir flokkar.
Ef rannsókn er í VIII. flokki er það hámarksgreiðsla fyrir ómun.

Númer Heiti rannsóknar
Einingar
1. flokkur
301-00 Epipharynx
21
304-00 Mjúkpartar á hálsi / barki / skjaldkirtill
21
401-00 Munnvatnskirtlar
21
600-09 Rannsókn á sýni
21
601-00 Cranium
21
602-00 Sinusar
21
603-00 Andlitsbein/nefbein
21
608-00 Neðri kjálki/kjálkaliðir
21
609-00 Kjálkaliðir (bitrannsókn)
21
620-00 Sternum
21
621-00 Hálsliðir
21
622-00 Brjóstliðir
21
623-00 Lendarliðir
21
624-00 Rif
21
625-00 Sternoclavicularliðir
21
626-00 Mjaðmagrind
21
627-00 Sacroiliacaliðir
21
628-00 Spjaldbein/rófubein
21
631-00 Axlarl./viðbein/herðablað
21
632-00 Sérmynd af acromion, Bigliani
21
633-00 Upphandleggur
21
634-00 Olnbogi
21
636-00 Framhandleggur
21
637-00 Úlnliður
21
638-00 Hönd/fingur
21
639-00 Mjaðmarliðir
21
641-00 Lærleggur
21
642-00 Hnéliður
21
645-00 Fótleggur
21
646-00 Ökkli
21
648-00 Fótur/hæll/tær
21
2. flokkur
320-00 Lungu
28
320-09 Lungu/ rekkjumynd á röntgendeild
28
460-00 Kviðarhol, yfirlit
28
501-00 Þvagfærayfirlit
28
6xx-32 Bein og liðir - álagsrannsóknir, liggjandi eða standandi
28
6xx-33 Bein og liðir - hornamæling
28
611-00 Orthopantomografia
28
617-00 Leguákvörðun aðskotahluts í auga
28
626-10 Mjaðmargrind-skyggniaðstoð
28
626-11 Mjaðmargrind rannsókn á skurðst.
28
629-00 Hryggskekkjurannsókn
28
655-00 Lengdarákvörðun/ hornamæling á útlimum
28
3. flokkur
199-00 Aðrar aðgerðir ótaldar
45
302-00 Talmeinafræðileg rannsókn
45
320-07 Lungu/ rekkjumynd utan röntgendeildar
45
399-00 Aðrar aðgerðir ótaldar
45
443-00 Anal fistulografia
45
499-00 Aðrar aðgerðir ótaldar
45
511-00 Retrograd pyelografia
45
512-00 Antegrad pyelografia
45
540-00 Grindarmál
45
599-00 Aðrar aðgerðir ótaldar
45
600-36 Fistulografia
45
607-00 Dakrocystografia
45
656-00 Ákvörðun beinaldurs
45
699-00 Aðrar aðgerðir ótaldar
45
3-I 91x-00 Ómun höfuð og heili
45
3-I 912-07 Ómun heili - mobil
45
3-I 912-11 Ómun heili á skurðstofu
45
3-II 92x-00 Ómun hjarta og brjóstholsæðar
45
3-III 93x-00 Ómun háls og brjósthol
45
3-IV 94x-00 Ómun kviðarhol og kviðarholslíffæri
45
3-IV 94x-07 Ómun kviðarhol og kviðarholslíffæri - mobil
45
3-IV 94x-11 Ómun kviðarhol og kviðarholslíffæri á skurðstofu
45
3-V 95x-00 Ómun þvagfæri, eistu og nýrnahettur
45
3-V 95x-07 Ómun þvagfæri - mobil
45
3-V 95x-11 Ómun þvagfæri á skurðstofu
45
3-VI 960-00 Ómun bein- liðir-liðþófar
45
3-VI 961-00 Ómun mjúkparta á útlimum
45
3-VI 962-00 Ómun bláæða á útlimum m.t.t. blóðsega (DVT)
45
3-VI 963-00 Ómun mamme
45
3-VI 964-00 Ómun mjúkpartar aðrir
45
3-VII 97x-00 Ómun: leg, eggjaleiðarar, eggjastokkar og fóstur
45
4. flokkur
320-10 Lungu - skyggniaðstoð
70
420-00 Magi
70
430-00 Mjógirni
70
450-00 Gallvegir um dren (cholangiografia)
70
453-00 Gallvegir í aðgerð
70
460-10 Kviðarhol, skyggning
70
501-10 Þvagfæri, skyggning
70
586-00 Cavernografia
70
589-00 Bláæðarannsókn, aðrar æðar ótaldar
70
6xx-35 Skuggaefnisrannsókn á liðum - arthrografia
70
600-10 Skyggning
70
600-38 Rannsókn á líki
70
800-77 Plönun / eftirhleðslu
70
8xx-00 TS-rannsókn án skuggaefnisgjafar
70
821-04 TS-hálshryggur með skuggaefni I mænugang (myelogr.)
70
822-04 TS-brjósthryggur m/skuggaefni í mænugang (myelogr.)
70
823-04 TS-lendhryggur með skuggaefni í mænugangi (myelogr.)
70
3-VIII 9xx-01 Ómun m/skuggaefni
70
5. flokkur
8xx-01 TS-rannsókn með skuggaefnisgjöf
90
869-33 Tölvusneið-mjaðmargrind+hornamæling
90
870-33 TS-fótleggur+hornamæling
90
895-00 TS-dental einföld vegna titanium implantationar
90
3-VIII 9xx-60 Æðaómskoðun án skuggaefnisgjafar/flæðisrannsóknir
90
6. flokkur
402-00 Sialografia
100
410-00 Vélinda
100
431-00 Mjógirni-tvíkontrast (sondupassage)
100
440-00 Ristill
100
441-00 Ristill-tvíkontrast
100
442-00 Defecografia
100
449-00 Herniografia
100
510-00 Þvagfærarannsókn með skuggaefni, urografia
100
530-00 Urethrocystografia
100
531-00 Mictionsurethrocystografia
100
533-00 Vesiculografia
100
534-00 Rannsókn á Brickersblöðru (loopografia)
100
560-00 Hysterosalpingografia
100
686-00 Ganglimsphlebografia
100
7. flokkur
131-00 Lumbal myelografia
115
132-00 Thoracal / Cervical / Total myelografia
115
304-05 Mjúkpartar á hálsi - ástunga/sýnistaka
115
320-05 Lungu - ástunga/sýnistaka
115
350-00 Bronchografia
115
450-50 Gallvegir, skipt um slöngu
115
460-05 Kviðarhol - ástunga/sýnistaka
115
463-00 Ductografia choled. (ERC)
115
464-00 Ductografia pancreas (ERP)
115
590-50 Skipt um nefrostomiuslöngu
115
685-00 Bláæðarannsókn á handlegg
115
688-00 Lymfografia
115
6xx-05 Ástunga/sýnistaka
115
715-00 Nýrnabarkar og safnkerfisskann (gluco eða DTPA/DMSA)
115
720-00 Nýru, Renografía-MAG3 eða DTPA
115
725-00 Heilaskönnun með DTPA (blood-brain-barrier)
115
734-00 Ísotóparannsókn beinayfirlit
115
734-03 Ísotóparannsókn beinayfirlit-SPECT
115
735-00 Lungnaskönnun, blóðflæði (perfusion)
115
736-00 Lungnaskönnun, loftfylling (ventilation)
115
740-00 Ísotóparannsókn munnvatnskirtlar
115
750-00 Nýrnabarkarskann (DMSA)
115
755-00 Ísótóparannsókn skjaldkirtill
115
763-00 Thrombosugreining (ísótópaflebografia)
115
766-00 Eistnaskann
115
773-00 Gallrennsli (HIDA-skönnun)
115
779-00 Táragangaskönnun
115
783-00 Æviskeið rauðra blóðkorna (red cell survival, RCS)
115
784-00 Ísotóparannsókn lifur/milta
115
784-03 Ísotóparannsókn lifur/milta-SPECT
115
787-00 Bakflæði magi-vélinda (mjólkurskann, salivagram)
115
788-00 Magatæming - vökvi
115
789-00 Magatæming - föst fæða
115
791-00 Meltingarfærablæðingarskann með sulfur colloid
115
792-00 Meckelscann
115
793-00 Bakflæði þvagblaðra-þvagleiðari (ísótópa-MUCG)
115
3-VIII 9xx-05 Ómstýrð ástunga/sýnistaka
115
8. flokkur
8xx-02 Tölvusneiðmyndarannsókn án og með skuggaefni/ fjölfasa
120
896-00 TS-dental tvöföld vegna titanium implantationar
120
3-VIII 9xx-61 Æðaómskoðun með skuggaefnisgjöf/flæðisrannsókn
120
9. flokkur
320-06 Lungu - ástunga/dren
140
460-06 Kviðarhol - ástunga/dren
140
6xx-06 Ástunga/dren
140
721-00 Nýru, Króm-EDTA-clearance (51-Cr)
140
741-00 Hjartavöðvablóðfæði í hvíld (Cardiolite, Myoview)
140
743-00 Ísotóparannsókn myocardium
140
762-00 Blóðrúmmál (rauð blóðkorn, 51-Cr)
140
778-00 Beinaskönnun, þrífasa
140
3-VIII 9xx-06 Ómstýrð ástunga/dren
140
10. flokkur
711-00 Ofstarfsemi skjaldkirtils, meðferð með 131-I
150
785-00 Schillingspróf I
150
786-00 Schillingspróf II
150
Mxx-00 Segulómrannsóknir án skuggaefnisgjafar
150
Mxx-60 Segulómun - æðaskoðun án skuggaefnisgjafar
150
11. flokkur
Mxx-01 Segulómrannsóknir án og með skuggaefnisgjöf
200
Mxx-61 Segulómun - æðaskoðun með skuggaefnisgjöf
200
12. flokkur
704-00 Shuntfunction (ventriculo peritoneal eða önnur)
210
709-00 Skjaldkirtilsskönnun og upptökumæling 131-I
210
710-00 Skjaldkirtilskrabbamein, meðferð með 131-I
210
718-00 Ísotóp-lifur og lifrarblóðflæði
210
726-00 Mænuvökvarennsli (cisternografía, intrathecalt skann)
210
728-00 Mænuvökvaleki
210
737-00 Hjartavirkni (MUGA)
210
742-00 Hjartavöðvablóðfæði m. álagi (Cardiolite, Myoview)
210
744-00 Ísotóparannsókn liðir
210
745-00 Liðbólga, meðferð með 90-Y
210
747-00 Bris
210
748-00 MIBG (pheochromocytoma o.fl.)
210
754-00 Ísótóparannsókn heila með Ceretec
210
756-00 Kalkkirtlaskönnun (parathyreoidea)
210
757-00 Nýrnahettuskönnun (75-Se-norcholesterol)
210
761-00 Ísotóparannsókn beinmergur
210
765-00 Lymfueitlar
210
767-00 Æxlisskann með gallium eða joð 131
210
768-00 Nýrnaskann með lasix eða captopril
210
774-00 Gallrennsli (HIDA-skönnun) m. CCK eða fitumáltíð
210
775-00 Frásog á gallsýru í þörmum (SeHCAT, 75-Se)
210
776-00 Beinaskönnun, þrífasa + tvífasa (liðir)
210
777-00 Beinaskönnun, tvífasa
210
781-00 Polycytaemia vera, meðferð með 32-P
210
782-00 Æviskeið rauðra blóðkorna, sequestration (eyðingarstað)
210
790-00 Meltingarfærablæðingarskann með rauðum blóðkornum
210
795-00 Æxlisskann með monoclonal antibodies
210
796-00 Sýkingarskann með merktum hvítum blóðkornum
210
797-00 Sýkingarskann með gallium
210
798-00 Skjaldkirtilskrabbamein, meinvarpaleit, 131-I
210
8xx-61 Tölvusneiðmyndir - æðaskoðun
210
13. flokkur
170-00 Carotis angiografia
510
171-00 Carotis interna angiografia
510
172-00 Sérþræðing á carotis externa ang.
510
173-00 Arteriografia aa. vertebr.
510
174-00 Aorta-cervical angiografia
510
175-00 Superselectiv angiografia
510
176-00 Spinal angiografia
510
180-00 Orbital flebografia
510
181-00 Jugularis flebografia
510
182-00 Spinal flebografia
510
195-00 Deyfing á ganglion semilunare (Gasseri)
510
372-00 Thoracal aortografia
510
376-00 Æðarannsókn hálslíffæra (t.d.skjaldkirtils)
510
377-00 Þræðing á bronchial æðum
510
382-00 Skuggaefnisinndæling I lungnaslagæð
510
383-00 Thoracal cavografia
510
395-00 Non-invasiv raflífeðlisfræðileg rannsókn
510
410-40 Vélinda-útvíkkun
510
440-40 Ristill-útvíkkun
510
470-00 Kviðarholsæðar-inndæling í aorta
510
471-00 Kviðarholsæðar, sérþræðing
510
480-00 Cavografia inf.með v.iliaca
510
498-00 Víkkun þrengsla í vélinda
510
570-00 Æðarannsókn á æðum í mjaðmagrind
510
571-00 Sérþr. í æðar grindarholslíffæra
510
573-00 Renal aortografia
510
574-00 Renal angiografia
510
576-00 Nýrnahettuslagæðar, sérþræðing
510
577-00 Sérþræðing í Art. testicularis/ovarica
510
578-00 Slagæðarannsókn á ígræddu nýra
510
579-00 Æðarannsókn, aðrar æðar ótaldar
510
580-00 Flebografi á renalis
510
581-00 Nýrnabláæðar, sérþræðing og blóðsýni tekin
510
582-00 Flebografia af gl. supraren.
510
584-00 Sérþræðing í vena spermatica
510
584-43 Lokun á vena spermatica (embolisation)
510
585-00 Bláæðarannsókn grindarholslíffæra
510
590-00 Ástunga á nýrnaskjóðu (percutan nefropyelostom)
510
592-52 Stungið á blöðru í nýra (cystupunction)-stent
510
593-00 Stungið á blöðru í nýra (cystupunction)
510
675-00 Slagæðarannsókn á handlegg
510
676-00 Ganglimsangiografia
510
677-00 Aorto-femoral angiografia
510
679-00 Rannsókn annarra slagæða
510
729-00 Basal ganglia (BETA - CIT - 123 - I)
510
8xx-05 Tölvusneiðmyndastýrð ástunga/sýnistaka
510
8xx-06 Tölvusneiðmyndastýrð ástunga/dren
510
Mxx-05 Segulómstýrð ástunga/sýnistaka
510
Mxx-06 Segulómstýrð ástunga/dren
510
14. flokkur
780-00 Æxliskönnun (Octreotide, 111-In)
1100
15. flokkur
758-00 Beinameinvörp, meðferð með 89-Sr (Metastron)
1580


Þetta vefsvæði byggir á Eplica