Í samræmi við markmið um að tryggja fagleg samskipti milli heilsugæslulækna, heimilislækna og sérfræðinga er gert ráð fyrir því sem meginreglu í reglugerð þessari að samskipti sjúklings og læknis hefjist hjá heilsugæslu- eða heimilislækni.
Sjúklingur sem kemur til sérfræðings fyrir milligöngu heilsugæslu- eða heimilislæknis skal hafa meðferðis beiðni frá lækninum. Sérfræðingurinn skal ávallt senda læknabréf til heilsugæslu- eða heimilislæknis sjúklings, sbr. þó 4. mgr.
Komi sjúklingur til sérfræðings án milligöngu heilsugæslu- eða heimilislæknis skal sérfræðingur þó ávallt senda heilsugæslu- eða heimilislækni viðkomandi læknabréf. Komi sjúklingur til sérfræðings fyrir milligöngu annars sérfræðings skal síðari sérfræðingurinn ávallt senda læknabréf til heilsugæslu- eða heimilislæknis sjúklingsins og þess sérfræðings sem hafði milligöngu um samskiptin, sbr. þó 4. mgr.
Sjúklingi er heimilt að óska þess við lækni að hann sendi ekki upplýsingar honum viðkomandi til annarra lækna. Þess skal þá getið í sjúkraskrá. Lækni er og skylt að útskýra fyrir sjúklingi ábyrgð þá sem þessu fylgir fyrir sjúklinginn sjálfan.
Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma skal greiða sem hér segir:
1. | Sjúkratryggðir almennt, kr. 400. |
2. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 200. |
3. | Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 540/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 100. |
Gjald þetta rennur til reksturs heilsugæslustöðvar eða stofureksturs heimilislæknis.
Undanþegnar gjaldskyldu eru komur vegna mæðra- og ungbarnaverndar og komur vegna heilsugæslu í skólum. Ennfremur er unglingamóttaka í heilsugæslu sem veitir ráðgjöf og fræðslu um forvarnir undanþegin gjaldskyldu.
Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma, þ.e.a.s. milli kl. 17.00 og 8.00 og á laugardögum og helgidögum, skal greiða sem hér segir:
1. | Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.100. |
2. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára kr. 500. |
3. | Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 300. |
Hafi læknir sjálfur valið að sinna læknisstarfi utan dagvinnutíma skal greitt samkvæmt 2. gr.
Gjald þetta rennur einnig til reksturs heilsugæslustöðvar eða stofureksturs heimilislæknis.
1. | Fyrir vitjun á dagvinnutíma skal greiða sem hér segir: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.100. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris kr. 400. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 300. |
2. | Fyrir vitjun utan dagvinnutíma skal greiða sem hér segir: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.600. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris kr. 600. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 400. |
Hafi læknir sjálfur valið að sinna vitjun utan dagvinnutíma skal greiða vitjanagjald dagvinnutíma.
Í vitjanagjaldi eru innifaldar kr. 100 vegna óhjákvæmilegs ferðakostnaðar læknis.
Heimilt er að ákveða að ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, greiði sama vitjanagjald og aðrir, en fái mismuninn endurgreiddan gegnum sjúkratryggingar, gegn framvísun kvittunar læknis.
Vitjanagjald dregst frá samningsbundinni þóknun læknis fyrir vitjanir.
Greiðslur sjúkratryggðra fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu, sem um ræðir í 36. gr. laga nr. 117/1993 með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir:
1. | Fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, sbr. þó 10. gr., skal greiða sem hér segir, sbr. þó 8. gr.: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, fyrstu kr. 1.600 og til viðbótar 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000. |
Fyrir komu til sérfræðings í augnlækningum til sjónmælingar vegna gleraugna greiða sjúkratryggðir almennt á aldrinum 18 - 70 ára fullt verð samkvæmt gjaldskrá sérfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins sbr. þó b-lið. |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna 1/9 af gjaldi samkvæmt a-lið 1. tölul. 5. gr. þó að lágmarki kr. 250 og að hámarki kr. 18.000. |
2. | Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu og vegna rannsókna á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknastofu, sbr. þó 10. gr. skal greiða sem hér segir, sbr. þó 8. gr.: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.000. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 300. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 100. |
3. | Fyrir hverja komu til röntgengreiningar og beinþéttnimælingar skal greiða sem hér segir, sbr. þó 8. gr.: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, 1.500 kr. og til viðbótar 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna 1/9 af gjaldi samkvæmt a-lið 3. tölul. 5. gr. þó að lágmarki kr. 200 og að hámarki kr. 18.000. |
Við komu skv. 1. tölul. 1. mgr. þar sem svæfingalæknir svæfir eða deyfir við aðgerð skurðlæknis skal sjúkratryggður greiða að hámarki kr. 18.000 í heild.
Þegar reikningur er gerður til sjúkratrygginga fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu og beinþéttnimælingu skal draga greiðslu sjúkratryggðra frá umsömdu eða ákveðnu heildarverði vegna þessara þátta. Innifalið í greiðslu sjúkratryggðra er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar. Því er óheimilt að krefja sjúkratryggða um sérstaka greiðslu vegna þessa kostnaðar.
Einstaklingur sem verið hefur samfellt atvinnulaus í sex mánuði eða lengur skv. staðfestingu Vinnumálastofnunar á rétt á heilbrigðisþjónustu á sömu kjörum og ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris. Staðfestingu Vinnumálastofnunar skal endurnýja á þriggja mánaða fresti. Réttur til afsláttarskírteinis fer samkvæmt 1. mgr. 7. gr. reglugerðar þessarar.
Þegar sjúkratryggður einstaklingur á aldrinum 18 - 70 ára hefur greitt kr. 18.000 á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, sérfræðilæknishjálpar, þar með taldar heimsóknir á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku, rannsókna og röntgengreininga skal hann eiga rétt á afsláttarskírteini.
Börn undir 18 ára aldri með sama fjölskyldunúmer skv. skilgreiningu Hagstofu Íslands skulu teljast einn einstaklingur. Þegar greiddar hafa verið á sama almanaksári kr. 6.000 vegna heimsókna barna undir 18 ára aldri í sömu fjölskyldu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, sérfræðilæknishjálpar, þar með taldar heimsóknir á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku, rannsókna og röntgengreininga, eiga forsjármenn barnanna rétt á afsláttarskírteini vegna þeirra.
Þegar ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar og ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, hafa greitt kr. 4.500 á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, sérfræðilæknishjálpar, þar með taldar heimsóknir á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku, rannsókna og röntgengreininga, skulu þeir eiga rétt á afsláttarskírteini.
Greiðslur fyrir meðferð á glasafrjóvgunardeild Landspítalans, sbr. 10. gr. veita ekki rétt til afsláttarskírteinis samkvæmt þessari grein.
Gegn framvísun kvittana fyrir greiðslur skv. 2. - 4. og 5. gr. skal Tryggingastofnun ríkisins afhenda sjúkratryggðum afsláttarskírteini skv. 7. gr., sem lækkar greiðslu vegna læknishjálpar o.fl. út almanaksárið. Kvittanir skulu auk nafns útgefanda bera með sér tegund þjónustu, fjárhæð, greiðsludag og nafn og kennitölu hins sjúkratryggða.
Hafi sjúkratryggður fengið afsláttarskírteini skv. þessari grein skal hann greiða sem hér segir fyrir læknisþjónustu það sem eftir er almanaksársins:
1. | Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, kr. 200. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, og börn yngri en 18 ára, kr. 100. |
2. | Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, kr. 700. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, og börn yngri en 18 ára kr. 300. |
3. | Fyrir vitjun á dagvinnutíma: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, þar á meðal börn yngri en 18 ára, kr. 700. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna kr. 300. |
4. | Fyrir vitjun utan dagvinnutíma: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, þar á meðal börn yngri en 18 ára, kr. 1.000. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, kr. 400. |
5. | Fyrir komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa: |
a. | Sjúkratryggðir, kr. 500 + 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára 1/9 af gjaldi samkvæmt a-lið 1. tölul. 5. gr. þó að lágmarki kr. 250 og að hámarki kr. 18.000. |
6. | Fyrir rannsóknir: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, kr. 400. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára kr. 100. |
7. | Fyrir röntgengreiningu og beinþéttnimælingu: |
a. | Sjúkratryggðir almennt, kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 18.000. | |
b. | Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára 1/9 af gjaldi skv. a-lið 3. tölul. 5. gr. þó að lágmarki kr. 200 og að hámarki kr. 18.000. |
Við komu skv. 5. tölul. 2. mgr. þar sem svæfingalæknir svæfir eða deyfir við aðgerð skurðlæknis skal sjúkratryggður greiða að hámarki kr. 18.000 í heild.
Heimilt er að ákveða að afsláttarskírteinishafar greiði sama vitjanagjald og aðrir en fái síðan mismuninn endurgreiddan gegnum sjúkratryggingar, gegn framvísun kvittunar læknis.
Greiðslur samkvæmt 1. og 2. tölul. 2. málsgr. renna til heilsugæslustöðva, sbr. og 2. og 3. gr.
Vitjanagjald dregst frá samningsbundinni þóknun læknis fyrir vitjanir, sbr. og 4. gr.
Fyrir læknisvottorð á eyðublöðum Tryggingastofnunar ríkisins vegna almannatrygginga eða bóta félagslegrar aðstoðar skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:
a. | Ekkert gjald fyrir örorkuvottorð vegna lífeyristrygginga (A og B), örorkuvottorð vegna slysatrygginga (A), vottorð vegna fjárhagslegrar aðstoðar við fötluð og sjúk börn eða vottorð vegna endurhæfingarlífeyris. |
b. | Kr. 350 fyrir framhaldsvottorð vegna slysatrygginga. |
c. | Kr. 700 fyrir læknisvottorð vegna slysatrygginga (áverkavottorð), vegna beiðni um þjálfun, vegna öflunar hjálpartækja, vegna lengingar fæðingarorlofs, vegna hreyfihömlunar (bensínstyrkur), vegna heimahjúkrunar, vegna handarmeiðsla, vegna umsóknar um lyfjaskírteini, vegna utanfarar til lækninga, vegna vistunar sjúklings erlendis, vegna lýtalækninga, sjúkradagpeningavottorð eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innanlands. |
d. | Kr. 800 fyrir læknisvottorð vegna umsóknar til kaupa á bifreið fyrir fatlaða. |
Gjald fyrir vottorð skv. 1. mgr skal renna til stofnunar.
Fyrir meðferð á glasafrjóvgunardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss skal greiða sem hér segir:
1. | Par sem ekki á barn saman: |
Glasafrjóvgun (IVF)
|
Smásjárfrjóvgun (ICSI)
|
a) | fyrsta meðferð |
kr.
|
137.000
|
kr.
|
164.000
|
|
b) | önnur til fjórða meðferð |
kr.
|
77.000
|
kr.
|
93.000
|
|
c) | fimmta meðferð eða fleiri |
kr.
|
256.000
|
kr.
|
307.000
|
2. | Par sem á eitt barn saman: |
a) | fyrsta til fjórða meðferð |
kr.
|
202.000
|
kr.
|
243.000
|
|
b) | fimmta meðferð eða fleiri |
kr.
|
256.000
|
kr.
|
307.000
|
3. | Par sem á fleiri börn saman: |
kr.
|
256.000
|
kr.
|
307.000
|
Inni í þessari greiðslu felst kostnaður vegna nauðsynlegra rannsókna, heimsókna til sérfræðinga á glasafrjóvgunardeildinni og lyfja, annarra en örvunarlyfja eggjastokka, en um greiðslu þeirra fer samkvæmt reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði. | |
Greiðslur skulu skiptast þannig að í upphafi hverrar meðferðar skal greitt 20% af heildargjaldi. Eftirstöðvar gjalds skal greiða þegar ákveðið hefur verið að framkvæma eggheimtu. | |
4. | Uppsetning frystra fósturvísa kr. 42.000. |
5. | Geymsla frystra fósturvísa kr. 11.000 fyrir hvert byrjað geymsluár. |
Frysting fósturvísa er að öðru leyti innifalin í meðferðargjaldi. | |
6. | Tæknisæðing, aðeins ef uppsetning er framkvæmd, kr. 21.000. |
Fyrir aðrar rannsóknir á glasafrjóvgunardeild sem ekki tengjast glasafrjóvgunarmeðferð skal greiða eins og um göngudeildarheimsóknir og rannsóknir sé að ræða.
Hámarksfjárhæð sem sjúklingur skal greiða fyrir sjúkraflutninga á sjúkrahús og frá sjúkrahúsi skv. i-lið 1. málsgr. 36. gr. laga nr. 117/1993 er kr. 2.400.
Vegna krabbameinsleitar á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum (legstrok og mynd af brjóstum) skal greiða kr. 2.000 fyrir hverja komu. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris greiða þó kr. 500. Gjald þetta rennur til Krabbameinsfélags Íslands vegna úrlesturs frumusýna, röntgenmynda og leitarstarfsins. Félagið greiðir læknum í samræmi við gjaldskrá Læknafélags Reykjavíkur um hópskoðanir vegna krabbameinsleitar.
Fyrir endurtengingu eggjaleiðara eftir ófrjósemisaðgerð skal greiða kr. 142.000.
Tryggingastofnun ríkisins skal kynna almenningi efni þessarar reglugerðar rækilega.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum og 20. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 20. mars 2002. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 68/1996 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, reglugerð nr. 81/1995 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingu nr. 228/1995 og auglýsing nr. 235/1995 um frestun gildistöku reglugerðar um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 81/1995, með síðari breytingu.