262/2018
Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á III. viðauka reglugerðarinnar:
1. Í stað liðar 9.b kemur nýr liður svohljóðandi:
9.b |
Blý í legubökkum og fóðringum fyrir þjöppur, sem innihalda kælimiðil, til notkunar til hitunar, loftræstingar, loftjöfnunar og kælingar |
Gildir um 8., 9. og 11. flokk, fellur úr gildi:
- |
21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi, |
- |
21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk, |
- |
21. júlí 2021 að því er varðar aðra undirflokka 8. og 9. flokks. |
|
9.b.I |
Blý í legubökkum og fóðringum fyrir loftþéttandi spíralþjöppur sem innihalda kælimiðil og hafa uppgefið rafinnafl sem nemur 9 kW eða minna fyrir hita-, loftræsti-, loftjöfnunar- og kælikerfi |
Gildir um 1. flokk, fellur úr gildi 21. júlí 2019. |
2. Í stað liðar 13.a kemur nýr liður svohljóðandi:
13.a |
Blý í hvítum glerjum sem eru notuð í ljósbúnaði |
Gildir um alla flokka, fellur úr gildi:
- |
21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi, |
- |
21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk, |
- |
21. júlí 2021 að því er varðar alla aðra flokka og undirflokka. |
|
3. Í stað liðar 13.b. kemur nýr liður svohljóðandi:
13.b |
Kadmíum og blý í glersíum og glerjum sem eru notuð í endurvarpsstöðlum |
Gildir um 8., 9. og 11. flokk, fellur úr gildi:
- |
21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi, |
- |
21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk, |
- |
21. júlí 2021 að því er varðar aðra undirflokka 8. og 9. flokks. |
|
13.b.I |
Blý í jónalituðum ljóssíuglertegundum |
|
13.b.II |
Kadmíum í undirhúðuðum ljóssíuglerjum, að undanskildum búnaði sem fellur undir 39. lið í þessum viðauka |
|
13.b.III |
Kadmíum og blý í glerjum sem eru notuð í endurvarpsstöðlum |
|
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:
- Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1010 frá 13. mars 2017 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í legubökkum og fóðringum fyrir tilteknar þjöppur sem innihalda kælimiðil, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2017 frá 22. september 2017.
- Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1011 frá 15. mars 2017 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í hvítum glerjum sem eru notuð í ljósbúnaði, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2017 frá 22. september 2017.
- Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1009 frá 13. mars 2017 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kadmíum og blý í glersíum og glerjum sem eru notuð í endurvarpsstöðlum, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2017 frá 22. september 2017.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í a-lið 9. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 22. febrúar 2018.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.