Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr.:
a. | Í stað fjárhæðarinnar "400" í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 500. |
b. | Í stað fjárhæðarinnar "200" í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 250. |
c. | Í stað fjárhæðarinnar "100" í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 150. |
Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr.:
a. | Í stað fjárhæðarinnar "1.100" í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1.400. |
b. | Í stað fjárhæðarinnar "500" í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 600. |
c. | Í stað fjárhæðarinnar "300" í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 400. |
Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr.:
a. | Í stað fjárhæðarinnar "1.100" í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1.400. |
b. | Í stað fjárhæðarinnar "400" í 1. málsl. b-liðar 1. tölul. 1. mgr. kemur: 500. |
c. | Í stað fjárhæðarinnar "300" í 2. málsl. b-liðar 1. tölul. 1. mgr. kemur: 400. |
d. | Í stað fjárhæðarinnar "1.600" í a-lið 2. tölul. 1. mgr. kemur: 2.000. |
e. | Í stað fjárhæðarinnar "600" í 1. málsl. b-liðar 2. tölul. 1. mgr. kemur: 750. |
f. | Í stað fjárhæðarinnar "400" í 2. málsl. b-liðar 2. tölul. 1. mgr. kemur: 500. |
Á eftir 4. gr. kemur ný grein sem verður 5. gr. reglugerðarinnar og breytast númer annarra greina reglugerðarinnar í samræmi við það, greinin orðast svo:
Sjúkratryggðir skulu greiða fyrir bólusetningar (hvern skammt) á heilsugæslustöð sem hér segir:
1. | Blóðmauraheilabólga kr. 3.400. |
2. | Heilahimnubólga (meningococca) |
a. | fjölvirkt fjölsykrubóluefni kr. 3.500. | |
b. | prótínbóluefni gegn stofni C (18 ára og eldri) kr. 3.200. |
3. | Hettusótt kr. 4.700. |
4. | Hlaupabóla kr. 6.100. |
5. | Hundaæði kr. 6.500. |
6. | Inflúensa kr. 600. |
7. | Japönsk heilabólga kr. 2.900. |
8. | Kólera (bóluefni til inntöku) kr. 2.100. |
9. | Lifrarbólga A 720 ein/ml kr. 2.700. |
10. | Lifrarbólga A 1400 ein/ml kr. 4.100. |
11. | Lifrarbólga B kr. 2.700. |
12. | Lifrarbólga B fyrir börn kr. 2.100. |
13. | Lifrarbólga A og B kr. 5.300. |
14. | Lifrarbólga A og B fyrir börn kr. 3.800. |
15. | Lungnabólga kr. 1.500. |
16. | Mislingar kr. 1.500. |
17. | Stífkrampi og barnaveiki fyrir fullorðna kr. 700. |
18. | Taugaveiki kr. 2.300. |
Gjöld skv. 1. mgr. skulu greiðast til viðbótar við komugjöld skv. 2. og 3. gr. Gjöldin skulu einnig greidd í heimahjúkrun. Ekkert gjald er greitt fyrir ungbarnavernd og heilsugæslu í skólum, sbr. 3. mgr. 2. gr. Þá er ekki greitt gjald fyrir bólusetningar við stífkrampa, mænusótt, rauðum hundum og MMR (mislingar+hettusótt+rauðir hundar).
Auk komugjalda skv. 2. og 3. gr. skulu sjúkratryggðir greiða gjald fyrir aðra þjónustu en greinir í 1. mgr. sem hér segir:
1. | Þungunarpróf kr. 400. |
2. | Streptokokkarannsóknir kr. 500. |
3. | Lyfjaleit í þvagi kr. 1.600. |
4. | Lykkja (t) kr. 2.000. |
5. | Hormónalykkja kr. 14.300. |
6. | Foreldrafræðsla, kvöldnámskeið kr. 6000. |
Eftirtaldar breytingar verða á 5. gr., sem verður 6. gr. reglugerðarinnar:
a. | Í stað fjárhæðarinnar "1.600" í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 2.100 |
b. | Í stað fjárhæðarinnar "500" í 1. málsl. b-liðar 1. tölul. 1. mgr. kemur: 700. |
c. | Í stað fjárhæðarinnar "250" í 2. málsl. b-liðar 1. tölul. 1. mgr. kemur: 350. |
Eftirtaldar breytingar verða á 8. gr., sem verður 9. gr. reglugerðarinnar:
a. | Í stað fjárhæðarinnar "200" í a-lið 1. tölul. 2. mgr. kemur: 250. |
b. | Í stað fjárhæðarinnar "100" í b-lið 1. tölul. 2. mgr. kemur: 150. |
c. | Í stað fjárhæðarinnar "700" í a-lið 2. tölul. 2. mgr. kemur: 900. |
d. | Í stað fjárhæðarinnar "300" í b-lið 2. tölul. 2. mgr. kemur: 400. |
e. | Í stað fjárhæðarinnar "700" í a-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: 900. |
f. | Í stað fjárhæðarinnar "300" í b-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: 400. |
g. | Í stað fjárhæðarinnar "1.000" í a-lið 4. tölul. 2. mgr. kemur: 1.300. |
h. | Í stað fjárhæðarinnar "400" í b-lið 4. tölul. 2. mgr. kemur: 500. |
i. | Í stað fjárhæðarinnar "500" í a-lið 5. tölul. 2. mgr. kemur: 700. |
j. | Í stað fjárhæðarinnar "250" í b-lið 5. tölul. 2. mgr. kemur: 350. |
Í stað fjárhæðarinnar "2.400" í 11. gr., sem verður 12. gr. reglugerðarinnar, kemur: 3.300.
Eftirtaldar breytingar verða á 12. gr., sem verður 13. gr. reglugerðarinnar:
a. | Í stað fjárhæðarinnar "2.000" í 1. málsl. kemur: 2.200. |
b. | Í stað fjárhæðarinnar "500" í 2. málsl. kemur: 550. |
Í 1. málsl. 15. gr., sem verður 16. gr. reglugerðarinnar, kemur á eftir orðunum "og 20. gr." orðin ", 20. gr. og 35. gr.a".
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 20. og 35. gr.a laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 15. janúar 2003.