REGLUGERÐ
um hækkun bóta almannatrygginga.
1. gr.
Upphæðir bóta samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 117/1993 og samkvæmt lögum um félagslega aðstoð nr. 118/1993 skulu hækka frá 1. apríl 2000 að telja um 0,9% frá því sem þær voru í mars 2000.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 65. gr., sbr. 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, sbr. 13. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 24. mars 2000.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Jón Sæmundur Sigurjónsson.