REGLUGERÐ
um (26.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,
afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.
1. gr.
2. og 3. málsliður 8. gr. orðist svo:
Lyfjafræðingi (þar sem getið er lyfjafræðings í reglugerð þessari er einnig átt við aðstoðarlyfjafræðing, nema annað sé tekið fram) er heimilt að breyta ávísuðu magni lyfs skv. lyfseðli í pakkningastærð eða pakkningastærðir, sem víkja 10% eða minna frá ávísuðu magni. Ef um eftirritunarskylt lyf (sbr. 15. gr.) er að ræða, er þó einungis heimilt að breyta í pakkningastærð, sem er minni en ávísað magn.
Óski útgefandi lyfseðils að afhent sé nákvæmlega það magn lyfs sem hann ávísar, skal hann auðkenna það með því að undirstrika magn lyfsins.
2. gr.
Við 15. gr. bætist nýr stafliður:
c) Eftirtalin lyf eru eftirritunarskyld:
Ephedrinum Ph.Eur., óblandað öðrum virkum efnum uppleyst eða í föstu formi.
3. gr.
Eftirfarandi fellur úr 1. mgr. 27. gr.:
(sbr. þó undanþágu í XII. kafla þessarar reglugerðar, 50. gr.).
2. mgr. 27. gr. fellur niður.
4. gr.
50. gr. hljóði svo:
Eftirtalið dýralyf er heimilt að afhenda án lyfseðils enda fylgi því ítarlegar leiðbeiningar:
1. Bórkalk, vet.; sbr. viðauka 4.
5. gr.
Eftirfarandi skal bætt við viðauka 4 við reglugerðina:
Efni |
Hámarksmagn og/eða takmarkanir. |
Dæmi um lyf og lyfjaform er selja má án lyfseðils |
Áletrun og/eða upplýsingar á fylgiseðli, sem afhenda skal með lyfinu. |
Acidum boricum. |
Stungulyf til dýralækninga. |
Bórkalk, vet. stungulyf. |
Dýralyf. Til að fyrirbyggja doða og við doðasleni hjá kúm og ám. |
|
|
|
Skammtastærðir: |
|
|
|
Kýr: 250 - 500 ml. |
|
|
|
Ær: 50 - 100 ml. |
|
|
|
Lyfið skal gefið undir húð á tveimur til þremur stöðum. Við inndælingu skal lyfið vera sem næst líkamshita. |
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, öðlast gildi við birtingu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 13. júní 1997.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Einar Magnússon.