I.KAFLI
1.gr.
Takmörk hafnarinnar.
Grundartangahöfn takmarkast að austan af línu sem hugsast dregin frá Katanestá í suð-austur út í miðjan Hvalfjörð og þaðan eftir miðjum Hvalfirði að vesturmörkum hafnarsvæðis í línu, sem hugsast dregin frá vesturmörkum Klafastaðalands í suð-austur.
Að norðan afmarkast höfnin af landinu.
II.KAFLI
Stjórn hafnarinnar.
2. gr.
Eigendur hafnarsjóðs hafa á hendi stjórn hafnarinnar undir yfirumsjón samgönguráðuneytisins.
Eigendur hafnarsjóðs eru:
Hvalf jarðarstrandarhreppur |
10 af hundraði |
Innri-Akraneshreppur |
10 --- " --- |
Leirár- og Melahreppur |
10 --- " --- |
Skilmannahreppur |
10 --- " --- |
Akranes |
35 --- " --- |
Sýslunefndir Borgarfjarðar- og Mýrarsýslna f. h. annarra hreppa sýslnanna en að ofan greinir samkvæmt sérstökum samningi þeirra um innbyrðis eignaraðild |
25 --- " --- |
Eignarhlutföllum verður ekki breytt og engum sameignarfélaga er heimilt að ganga úr fyrirtækinu án samþykkis allra sameigenda.
3. gr.
Í hafnarstjórn sitja fimm menn og skipa Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilamannahreppur tvo menn og jafnmarga til vara, Akranes tvo menn og jafnmarga til vara og sýslunefndir Borgarfjarðarog Mýrarsýslna f. h. annarra hreppa sýslnanna einn mann og annan til vara.
Stjórnarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn og skal sá tími vera hinn sami og kjörtímabil sveitarstjórnanna. Stjórnin skiptir með sér verkum og bindur undirskrift meiri hluta stjórnar hafnarsjóðs.
4. gr.
Hafnarstjórn hefur á hendi stjórn og rekstur hafnarinnar í umboði og á ábyrgð fulltrúaráðs skv. 5. gr. Hafnarstjórn ræður hafnarstjóra, er sér um daglegan rekstur og eftirlit hafnarinnar undir umsjón hafnarstjórnar og skal hann eiga sæti á stjórnarfundum, og hafa þar málfrelsi og tillögurétt, en eigi eiga atkvæðisrétt.
Hafnarstjórn ræður aðra starfsmenn í samráði við hafnarstjóra.
5. gr.
Sérstakt fulltrúaráð skal kosið hlutbundinni kosningu af viðkomandi sveitarstjórnum til að fara með málefni sameigenda gagnvart hafnarstjórn. Skal kjörtímabil fulltrúaráðsins vera hið sama og sveitarstjórnnna. Í fulltrúaráðinu skal eiga sæti einn fulltrúi fyrir hverja 10 hundraðshluta eignaraðildar og hluta þar yfir, þannig að Hvalfjarðarstrandarhreppur fengi einn fulltrúa, Akraneskaupstaður 4 fulltrúa o. s. frv.
Fulltrúaráðið skal halda með sér a. m. k. tvo fundi ár hvert, annars vegar fyrir 1. apríl og er það jafnframt aðalfundur hafnarstjórnar, en hins vegar í desember. Hafnarstjórn boðar til greindra funda með dagskrá og með a. m. k. tveggja vikna fyrirvara.
Á aðalfundi skal fjalla um eftirgreind mál:
1. Skýrslu stjórnar og hafnarstjóra.
2. Lagðir skulu fram endurskoðaðir reikningar hafnarinnar.
3. Kosnir skulu tveir endurskoðendur til eins árs.
4. Önnur mál.
Á fundi þeim, sem haldinn er í desember skal fjalla um eftirgreind mál:
1. Áætlun um tekjur og gjöld hafnarsjóðs á komandi ári.
2. Önnur mál.
III. KAFLI
Um almenna reglu.
6. gr.
Hafnarstjóri sér um, að gætt sé reglu á höfninni og á landsvæði hennar. Er öllum skylt að hlýða fyrirmælum hans eða þess eða þeirra, sem hann setur til að gæta reglu. Þyki einhverjum sér óréttur ger af starfsmönnum hafnarinnar, getur hann kært það fyrir hafnarstjórn, en skipun starfsmannsins ber að hlýða þegar í stað.
Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar kurteisi í starfi sinu.
7. gr.
Þeim sem ekkert lögmætt erindi eiga, er bannað að dvelja á hafnarsvæðinu, ef þeir með því tálma fermingu eða affermingu eða öðrum störfum, sem þar eru unnin. Banna má ónauðsynlegan akstur hvers konar ökutækja um brygg,jur og hafnarbakka. Fólk sem fer um hafnarsvæðið er þar á eigin áhættu og ábyrgð.
8. gr.
Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð elds og ljósa í skipum á höfninni. Í skipum, sem flytja eldfim efni, má eigi kveikja eld eða ljós undir kötlum skipsins on í eldavél skipsins og á lögboðnum ljóskerum. Tóbaksreykingar eru bannaðar í þeim skipum og á því svæði, þar sem unnið er að fermingu eða affermingu eldfims varnings.
Bannað er að sjóða tjöru, hik, fernisolíu og annað, sem eldhætta getur stafað af, í skipum á höfninni, svo og á landi hafnarinnar, nema með leyfi hafnarstjóra. Bannað er að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við höfnina eða á henni. Þá er og skipum bannað að blása í flautur eða lúðra á höfninni. nema umferðin gefi tilefni til þess.
9. gr.
Ekki má kasta í höfnina kjölfestu, ösku, dauðum fiski, matarleifum, fiskúrgangi. vírum, vöruleifum, umbúðum eða öðru þess háttar. Skal það flutt þangað sem hafnarstjóri vísar til.
Öllum skipum, farartækjum svo og verksmiðjum og öðrum atvinnurekstri, er stranglega bannað að dæla eða láta renna í höfnina olíur, lýsi, olíusora eða annað sem mengun veldur.
Ber að hlíta í öllu reglugerð um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu, sem sett er samkv. 3. gr. laga nr. 77 frá 10. maí 1966. Er hafnarstjórn heimilt að ákveða gjald, er innheimta má á staðnum fyrir hvers konar mengunarbrot.
10. gr.
Bannaður er hvers konar hvalskurður í og við höfnina. Eigi má draga, reka eða flytja á annan hátt inn í höfnina hvaltegundir, skipsflök eða neitt það, sem valdið getur óþrifnaði, umferðartruflun eða óþægindum í höfninni nema leyfi hafnarstjóra komi til.
IV.KAFLI
Um legu skipa á höfninni og afgreiðslu þeirra.
11.gr.
Skip telst í reglugerð sérhvert fljótandi far.
12. gr.
Sérhvert skip, sem ætlar til Grundartanga, skal gera boð um það til skrifstofu hafnarinnar með minnst 3 klst. fyrirvara.
13. gr.
Ef sjúkdómur er á skipinu eða ástæða þykir til að ætla, að sótthætta geti stafað af því, ber hafnarstjóra að sjá um, að fylgt sé reglum þeim, sem settar eru í lögum um varnir gegn því, að næmir sjúkdómar berist til Íslands.
14. gr.
Þegar skip kemur í höfnina, skal skipstjóri eða umboðsmaður skipsins tafarlaust snúa sér til hafnarvarðar, sem segir honum hvar skipið megi liggja.
Skip, sem koma inn í höfnina skulu binda landfestar þar sem starfsmenn hafnarinnar hafa vísað til.
Skip, sem ekki er verið að ferma eða afferma, eða ekkert er unnið við, mega aldrei liggja svo í höfninni, að þau tálmi vinnu við önnur skip og skal skylt að hlýða boðum starfsmanna hafnarinnar um það, hvert þau skuli flutt. Liggi skip í höfninni án þess að nokkuð sé unnið við það, getur hafnarstjóri krafist þess, að það sé tekið burtu. Ef ekki er orðið við þessu, hefur hafnarstjóri heimild til að láta flytja skipið, leggja því við legufæri eða taka það á land og ber skipseiganda að greiða allan kostnað þar að lútandi.
15. gr.
Þegar búið er að leggja skipi við festar, má ekki flytja það þaðan aftur án leyfis hafnarstjóra, en skyldur er skipstjóri að flytja skipið, ef hafnarstjóri skipar svo fyrir.
Færist hlutaðeigandi undan að færa skipið eða dragist flutningur þess yfir þann tíma, er hafnarstjóri hefur til tekið og fyrirskipað, er hafnarstjóra heimilt að láta flytja skipið á kostnað og ábyrgð hlutaðeiganda.
Brottfarartíma skips skal skipstjóri tilkynna skrifstofu hafnarinnar með að minnsta kosti þriggja klukkustunda fyrirvara.
16.gr.
Ef nauðsyn ber til að skipum, sem fermd eru eða affermd við bryggju eða hafnarbakka sé lagt hverju við hliðina á öðru. er heimilt að flytja farm þeirra skipa, er utar liggja, yfir þilfar hinna. Svo er og skipshöfn og farþegum þeirra skipa, er utar liggja, heimil nauðsynleg umferð um þilför þeirra skipa, er nær liggja.
17.gr.
Í sérhverju skipi skal jafnan vera einn maður að minnsta kosti, er tekið geti á móti skipunum starfsmanna hafnarinnar og framkvæmt þær.
Skal hann sjá um, að óviðkomandi aðilar hafi ekki aðgang að skipinu og ber eigandi fulla ábyrgð á öllu því tjóni, er leiða kann af vanrækslu í þessu efni.
18.gr.
Ekkert skip má liggja við dufL eða akkeri á höfninni, nema með sérstöku leyfi hafnarstjóra. Eigi má heldur teppa umferð með taugum, strengjum eða köðlum, nema hafnarstjóri telji nauðsynlegt- Sérhvert skip, sem ekki er bundið við bryggju eða hafnarbakka, skal hafa uppi fyrirskipuð ljós og dagmerki.
19.gr.
Skip, sem koma inn í höfnina, skulu hafa að minnsta kosti eitt akkeri tilbúið í festarauga, og eigi skipið að leggjast við bryggju eða hafnarbakka, skal hliðarbátum, botnvörpuhlerum og þess háttar tækjum sveiflað inn fyrir borðstokkinn, brandar dregnir inn og rám snúið.
20. gr.
Ekki má festa skipum við hafnarbakka eða bryggjur nema við festarstólpa, að tilvísun hafnarstjóra. Séu landfestar úr járni, skulu þær vera klæddar, þar sem þær hvíla á hafnarbakkanum eða bryggjunni. Festum skal þannig komið fyrir, að þær hindri sem minnst umferð á bryggju eða hafnarbakka og skulu festar auðkenndar með veifum eða öðrum varúðarmerkjum. Þyki hafnarstjóra þessa ekki nægilega gætt, getur hann krafist, að bætt sé úr því tafarlaust.
Skylt er að hafa hlífar milli skips og hafnarbakka eða bryggju, ef hafnarstjóri krefst þess.
21. gr.
Ekki má krækja hökum í bryggjur eða hafnarbakka. Ekki mega skip hleypa vatni á bryggju eða hafnarbakka, hvorki við þvott á þilfari né heldur, er þau hleypa burt vatni eða á annan hátt, heldur skulu þau girða svo fyrir með hlífum, að vatnið fari beint í höfnina, en komist eigi á bryggjuna eða hafnarbakkann.
22. gr.
Skip mega ekki láta vélar ganga af svo miklu afli, að öðrum skipum eða hafnarmannvirkjum stafi hætta af því.
23. gr.
Ef skip lendir á grynningum eða sekkur þar sem það að áliti hafnarstjóra tálmar greiðri notkun hafnarinnar, skal færa það burt svo fljótt sem auðið er. Verði dráttur á því, má hafnarstjóri láta færa skipið burt á kostnað eigandans, og er honum heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum, ef nauðsyn krefur.
24. gr.
Áður en kjölfesta er flutt í skip eða úr skipi, skal hafnarstjóra gert viðvart. Ákveður hann, hvar það skuli fara fram.
Við uppskipun og útskipun á kjölfestu. sandi, kolum og öðru þess háttar, er skylt að hafa nægilega sterkar hlífar milli skipsins og hafnarbakkans, bryggjunnar eða bátanna, svo að ekkert falli fyrir borð. Sé þess eigi gætt, getur hafnarstjóri stöðvað verkið, uns bætt hefur verið úr því, sem áfátt er.
Skipstjóri skal sjá um, að kjölfesta sú, sem flutt hefur verið á land úr skipi hans, sé þegar í stað flutt burt af löndunarstaðnum þangað, sem hafnarstjóri vísar til.
25. gr.
Þegar lokið er fermingu eða affermingu skal sá, er séð hefur um lestun eða losun, láta ræsta brvggju þá eða hafnarbakka, sem notuð hafa verið. Farist það fyrir, skal hafnarstjóri sjá um, að það sé gert, en afgreiðslumaður skipsins greiði allan kostnað, sem af því leiðir.
V. KAFLI
Um skip, sem lagt er í lægi.
26. gr.
Skipum má aðeins leggia á þeim stöðum, er hafnarstjóri leyfir. Skipum skal lagt undir umsjá hafnarstjóra og legufæri ákveðin í samráði við hann.
Eftirlit og viðhald legufæra er á ábyrgð skipseiganda.
Áður en skipstjóri fer af skipinu, skal hann skriflega tilgreina hafnarstjóra siglingafróðan mann. sem hafa skal umsjón skipsins á hendi. Beinir hafnarstjóri til hans öllum fyrirskipunum, sem skipið varða. Sér hann um að þeim sé fullnægt. Verði dráttur á því skal hafnarstjóri láta fullnægja þeim, en skipseigandi greiði allan kostnað, sem af því leiðir.
VI. KAFLI
Um fermingu og affermingu eldfims og hættulegs varnings:
27. gr.
Skip, sem flytja sprengiefni, eldfima vökva, lofttegundir undir þrýstingi (flöskugas) eða efni, sem við vissar aðstæður valda eld- eða sprengihættu, mega ekki koma inn á höfnina, fyrr en leyfi hefur verið veitt til þess.
Skipstjóra eða umboðsmanni ber að tilkynna hafnarstjóra um farminn 24 klst. fyrir áætlaðan komutíma.
Tilkynningarskylda nær til efna, sem samkvæmt International Maritime Dangerous Godds Code flokkast í flokka 1, 2, 3 og 5. Í tilkynningu skal greina nafn á varningi, magn pökkun og lestun.
Sem dæmi um hættulegan varning má nefna: Púður, dýnamít, geomit, hlaðnar patrónur, bensín, steinolíu, aceton, terpentína, kosangas, kalciumkarbit, ammoníum nitrat, natriumklorat, toulol.
28. gr.
Losun á vörum sem um ræðir í 27. gr. skal að jafnaði framkvæmd strax og skip hefur lagst að bryggju og á undan losun á öðrum varningi. Við lestun skal slíkur farmur lestaður síðast, og skal skip láta úr höfn strax að lestun lokinni.
Álíti hafnarstjóri að hætta geti stafað af fermingu eða affermingu eldfimrar vöru getur hann stöðvað verkið uns nauðsynlegar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar.
29. gr.
Skylt er að hafa öryggisvörslu við skip, sem ferma eða afferma eldfiman flutning.
Hafnarstjóri getur ákveðið að lestun og losun slíkrar vöru fari fram við sérstaka hafnarbakka, þar sem tryggast er talið.
30. gr.
Skip, sem flytja eldfim efni, sem um ræðir í 27. gr. skulu á daginn hafa uppi rautt flagg (merkjatákn B) á framsiglu, en á nóttunni rautt ljósker.
VII. KAFLI
Um hafnargjöld og innheimtu gjalda.
31. gr.
Gjöld til hafnarsjóðs skulu innheimt samkvæmt gjaldskrá, er hafnarstjórn semur í samræmi við 12. gr. hafnalaga nr. 45 24. apríl 1973, og staðfestir samgönguráðuneytið gjaldskrána.
32. gr.
Gjöld til hafnarsjóðs skulu greidd til skrifstofu hafnarsjóðs.
33. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskránni má taka lögtaki, og hafa þau sama forgangsrétt og opinber gjöld.
Skipagjöld skulu tryggð með lögveði í skipi og gangi það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum. Halda má eftir skráningar- og þjóðernisskírteinum skips til tryggingar greiðslu gjaldanna.
Ennfremur skal vörugjald tryggt með veði í varningi þess aðila, sem skuldar vörugjald, og hefur hafnarsjóður haldsrétt á varningnum, uns gjaldið er greitt.
VIII. KAFLI.
ÝMIS ÁKVÆÐI.
34. gr.
Þeir munir eða vörur, sem skipað er upp eða láta á í skip mega ekki liggja á bryggju eða hafnarbakka og eigi annars staðar á landi hafnarinnar en á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarstjóra. Skal flytja burt muni og vörur jafnskjótt sem hafnarstjóri krefst þess. Sé það eigi gert lætur hafnarstjóri gera það á kostnað og ábyrgð eiganda eða umboðsmanns hans.
35. gr.
Um skaðabótaskyldu vegna skemmda á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum.
Ef samningum verður ekki við komið um skaðabætur, má ákveða þær af tveim óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en 1 mánuður sé liðinn frá því, er matsgerð er lokið. Yfirmat skal framkvæmt af 3 óvilhöllum, dómkvöddum mönnum.
Kostnaðinn við yfirmat greiðir sá, sem krafðist yfirmats, ef það gengur honum ekki í vil.
36. gr.
Nú veldur skip skemmdum í höfninni eða skipstjóri verður brotlegur við ákvæði reglugerðar þessarar, og er þá óheimilt að flytja skipið úr höfn inni, áður en málið er útkljáð, nema fullnægjandi trygging sé sett fyrir greiðslu, að dómi hafnarstjóra.
37. gr.
Hafnarstjóra skal þegar tilkynnt um allt það sem bjargað er í höfn inni, en hann gefur aftur lögreglunni skýrslu um það.
38. gr.
Hverja þá skipun, sem samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa stýrimanni, ef skipstjóri er ekki á skipi og eigi heldur umboðsmaður hans, samkvæmt 17. gr. Ef stýrimaður er fjarverandi, má gefa einhverjum öðrum af skipshöfninni skipunina, og er það jafngilt sem skipstjóri hefði fengið skipunina sjálfur.
39. gr.
Allir þeir, sem æskja afgreiðslu fyrir skip, láns á tækjum eða aðstoð á einn eða annan hátt hjá höfninni, skulu snúa sér beint til skrifstofu hafnarinnar með beiðni þar að lútandi.
Heimilt er hafnarstjóra að neita þeim aðilum um aðstoð eða afgreiðslu, sem eru í vanskilum með gjöld til hafnarinnar.
40. gr.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að 100 000.00 krónum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum lögum.
Sektirnar renna í hafnarsjóð Grundartangahafnar.
41. gr.
Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal fara að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum nr. 45 24. apríl 1973, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Samgönguráðuneytið, 28. mars 1980.
Steingrímur Hermannsson.
Kristinn Gunnarsson.