Samgönguráðuneyti

168/1999

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Grundartangahöfn nr. 214/1980. - Brottfallin

1. gr.

12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Sérhvert skip sem ætlar til Grundartangahafnar og vill nota hafnsögumann, skal gera boð um það til hafnarstjóra með minnst 3ja klst. fyrirvara. Hafnsögumanni er skylt að fara til móts við skipið allt að eina sjómílu utan sem dregin er úr Brekkuboða í bauju nr. 11 við Faxaflóa, ef skipstjóri æskir þess. Hafnsögumaður vísar skipi leið til hafnar og skal hafnsögumanni meðan hann hefur ekki lokið starfi sínu að banna hverjum þeim sem ekki hefur lögmætt erindi að koma á skipsfjöl.

Ekkert erlent skip má án leyfis fara um höfnina án hafnsögumanns, sama á við um íslensk flutningaskip.

Hafnarstjórn getur getur veitt skipstjóra hafnsöguskylds skips, hafnsöguréttindi. Skilyrði fyrir veitingu hafnsöguréttinda er að skipstjóri hafi siglt viðkomandi skipi eða sambærilegu skipi reglulega til hafnarinnar sl. ár og komið næstliðið ár a.m.k. 3 sinnum til hafnarinnar án nokkurra óhappa. Veiting hafnsöguréttinda skuldbindur viðkomandi skipstjóra til að hafa náið talstöðvarsamband við höfnina og hlíta í einu og öllu fyrirmælum vakthafandi hafnsögumanns, ella má svipta þá réttindum fyrirvaralaust.

Hafnarstjórn getur veitt undanþágur frá hafnsöguskyldu, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.

Um réttindastöðu hafnsögumanna vísat til laga um leiðsögu skipa nr. 34/1993 með síðari breytingum og reglugerð um leiðsögu skipa nr. 320/1998.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 5. gr. hafnalaga nr. 23, 29. mars 1994 með síðari breytingum og 3. mgr. 7. gr. laga um leiðsögu skipa nr. 34 27. aðríl 1993, staðfestist hér með til öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 25. febrúar 1999.

Halldór Blöndal.

Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica