1. gr.
3. mgr. 1. gr. orðist svo:
Auk þessa gjalds skulu lóðarhafar greiða gatnagerðargjöld kr. 32,00 af hverjum fermetra lóðar og er það miðað við byggingarvísitölu 107 í mars 1988.
2. gr.
Við 4. gr. bætist ný málsgrein 3. mgr. sem orðist svo:
Hreppsnefnd er heimilt að fresta álagningu B-gatnagerðargjalds samkvæmt reglugerð þessari ef um er að ræða íbúðarhúsnæði elli- og örorkulífeyrisþega, sem engar aðrar tekjur hafa en tryggingabætur. Skilyrði fyrir frestun álagningar er að gjaldinu verði þinglýst sem kvöð á viðkomandi eign og falli til álagningar í samræmi við þágildandi gjaldskrá, ef eigendaskipti verða eða aðstæður breytast á annan hátt, þannig að forsendur frestunarinnar bresti.
Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Ölfushrepps í Árnessýslu staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 sbr. lög nr. 31/1975 til þess að öðlast gildi þegar í stað.
Félagsmálaráðuneytið, 22. mars 1988.
F. h. r.
Hallgrímur Dalberg.
Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.