Félagsmálaráðuneyti

331/1976

Reglugerð um gatnagerðargjöld við byggðar götur í Þorlákshöfn. - Brottfallin

1. gr.

Húseigendur og lóðarhafar í Þorlákshöfn skulu greiða til sveitarsjóðs Ölfus­hrepps gatnagerðargjald fyrir hús og 1óðír um 1eíð og götur eru lagðar bundnu slit­lagi og til lagningar gangstétta.

            Gjaldið nemur ákveðnum hundraðshluta byggingarkostnaðar á rúmmetra í vísitöluhúsi eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands á hverjum tíma, sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu                                      3.0%

Raðhús                                                                                     2.0%

Fjölbýlishús                                                                              1.0%

Verslunar- og skrifstofubyggingar                                              3.0%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atv.húsn.                            1.5%

Opinberar byggingar                                                                 3.0%

Bifreiðageymslur                                                                       3.0%

Auk þessa gjalds skulu lóðarhafar greiða gatnagerðargjöld kr. 60.00 af hverjum fermetra lóðar og er það verð miðað við byggingarvísitölu 1881 stig.

 

2. gr.

Upphæð gatnagerðargjalda samkvæmt 1. gr. skal miðast við þá byggingarvísi­tölu sem í gildi er, þegar lagning varanlegs slitlags fer fram. Nú breytist vísitalan meðan veitt fer fram og skal það þá miðað við meðalvísitölu á því tímabili sem um er að ræða.

 

3. gr.

Sveitarstjórn er heimilt að hækka eða lækka gjaldstuðla samkvæmt 1. grein hvern um sig eða alla í einu um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytis.

 

4. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 1. gr. greiðist þannig, að 20% greiðist, þegar lagn­ingu bundins slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með jöfnum árlegum afborgunum á næstu fjórum árum.

Gjalddagi afborgana er 1. júlí. Vextir greiðast eftir á á sömu gjalddögum.

 

5. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur það einnig til vátryggingarfjár eignarinnar.

Heimilt er að taka gjöld samkvæmt reglugerð þessari lögtaki samkvæmt lögum nr. 29/ 1885.

Hreppsnefnd sker úr ágreiningi er rísa kann um álagningu og innheimtu sam­kvæmt reglugerð þessari.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Ölfushrepps, stað­festist hér með samkvæmt lögum nr. 51 /1974 og nr. 31/1975 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 16. ágúst 1976.

 

F. h. r. Hallgrímur Dalberg.

Skúli Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica