Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

450/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um landamærastöðvar og tilkynningarskyldu flytjenda, nr. 223 14. mars 2001. - Brottfallin

450/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um landamærastöðvar
og tilkynningarskyldu flytjenda, nr. 223 14. mars 2001.

1. gr.

Í stað orðanna "eða ef" í c-lið 2. mgr. 1. gr. kemur: og.


2. gr.

Á eftir 1. lið 2. mgr. 2. gr. bætist nýr liður, er verður 2. liður, svohljóðandi: Litlisandur.
2.-25. liður verða 3.-26. liður.


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

a. Í stað orðanna "12 klst. áður en siglt er inn í landhelgina" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 24 klst. áður en komið er til hafnar.
b. Í stað i- og j-liða 2. mgr. koma nýir stafliðir:
i. síðasti viðkomustaður (staður og land),
j. fyrsti áætlunarstaður á Íslandi,
k. áætlaður komutími,
l. aðrar viðkomuhafnir á Íslandi,
m. brottfararhöfn á Íslandi,
n. áætlaður brottfarartími,
o. næsti ákvörðunarstaður (staður og land),
p. umboðsmaður.


4. gr.
2. málsl. 5. gr. verður svohljóðandi: Senda skal upplýsingar á tölvupóstfang Landhelgisgæslunnar eða Inmarsat C númer hennar.


5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. og 3. mgr. 2. gr. og 4. mgr. 3. gr. laga um eftirlit með útlendingum, nr. 45 12. maí 1965, sbr. lög nr. 25 9. maí 2000, öðlast gildi 25. júní 2001.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 5. júní 2001.

F. h. r.
Björn Friðfinnsson.
Dís Sigurgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica