Innviðaráðuneyti

1193/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 747/2018 um starfsemi slökkviliða.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "slökkvilið" í 1. mgr. kemur: slökkviliðs.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Upplýsingar skulu sendar rafrænt í gegnum brunagátt.
  3. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Slökkviliðsstjóri skal sjá til þess að rauntímaupplýsingar um rekstur og búnað slökkviliðs séu aðgengilegar í brunagátt í samræmi við leiðbeiningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

2. gr.

3. málsl. 2. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Ef ekki liggur fyrir áhættumat og rökstuðningur í brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags fyrir öðru skal miða við eftirfarandi lágmarksfjölda slökkviliðsmanna í útkallseiningu:

 

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 39. gr. laga nr. 75/2000, um brunavarnir, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 11. október 2024.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Aðalsteinn Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica