Umhverfisráðuneyti

1077/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 10. gr. bætist við ný málsgrein sem orðast svo:

10.4 Umsókn um starfsleyfi fyrir starfsemi sem getur valdið bráðamengun á hafi eða ströndum vegna eðlis starfseminnar og/eða nálægðar hennar við sjó og talin er upp í a-lið viðauka I í lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda skal auk þess fylgja eftirfarandi:

  1. Staðfesting á að starfsemin hafi tryggingu í samræmi við ákvæði 16. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda, sbr. og ákvæði 3. gr. reglugerðar um tryggingar skipa og starfsemi á landi vegna bráðamengunar. Um tryggingar fer samkvæmt ákvæðum reglugerðar um tryggingar skipa og starfsemi á landi vegna bráðamengunar.
  2. Áætlun um viðbrögð vegna bráðamengunar, byggða á áhættumati sem tekur m.a. tillit til þátta sem fram koma í b-lið viðauka I með lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda, sbr. og ákvæði reglugerðar um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. og stafl. r og w 6. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda til þess að öðlast gildi 1. janúar 2006.

Ákvæði til bráðabirgða.

Atvinnurekstur sem talinn er upp í a-lið viðauka I í lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda og er starfandi við gildistöku reglugerðar þessarar skal fyrir 15. febrúar 2006 senda útgefanda starfsleyfis þær upplýsingar sem tilgreindar eru í 4. mgr. 10. gr.

Umhverfisráðuneytinu, 8. desember 2005.

F. h. r.

Ingimar Sigurðsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica