1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Hafi ekki tekist að tryggja almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á tilteknu þjónustusvæði með auglýsingu skv. 2. mgr. er Matvælastofnun heimilt að semja við dýralækni á þjónustusvæðinu, nærliggjandi svæði eða sama vaktsvæði dýralækna, sbr. 12. gr. laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, um að taka að sér þjónustu skv. reglugerð þessari. Í slíkum tilvikum er Matvælastofnun heimilt að víkja frá ákvæðum 4. gr. um staðsetningu starfsstöðvar og skal þá taka tillit til þess við mat á hvað telst hæfilegur viðbragðstími skv. 4. gr. reglugerðarinnar. Sé vikið frá ákvæðum um staðsetningu skal slíkur þjónustusamningur vera tímabundinn.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. gr. a laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, sbr. og bráðabirgðaákvæði sömu laga. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. nóvember 2011.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.