1. málsl. 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. gildir þessi reglugerð ekki um tollafgreiðslur vara, sem ekki er skylt að færa á farmskrá og ekki eru háðar neins konar innflutnings- eða útflutningsbanni eða takmörkunum, enda sé um að ræða vörur sem undanþegnar eru öllum opinberum gjöldum við tollafgreiðslu. Ákvæði reglugerðarinnar skulu gilda eftir því sem við getur átt um SMT-tollafgreiðslu.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 14., 15., 18., 20., 23., 121. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.