Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

626/2005

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1043/2004 um menntun sjóntækjafræðinga og takmarkanir á heimild þeirra til að sjónmæla. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. orðast svo:

Sjóntækjafræðingar sem ekki uppfylla skilyrði um menntun skv. 1. gr. eða staðfestingu réttinda skv. 2. gr. mega einungis fullvinna gleraugu samkvæmt tilvísun og/eða forskrift augnlæknis eða sjóntækjafræðings, sem hefur rétt til sjónmælinga skv. 1. eða 2. gr.



2. gr.

Í stað ákvæðis til bráðabirgða kemur eftirfarandi:



Ákvæði til bráðabirgða.

Fram til 31. desember 2005 getur ráðherra veitt sjóntækjafræðingi, sem hefur rétt til sjónmælinga, en sem uppfyllir ekki skilyrði 3. mgr. 1. gr., leyfi til að mæla sjón vegna snertilinsa og ávísa á snertilinsur.

Skilyrði þess að slíkt leyfi verði veitt eru:

a. að í námi sjóntækjafræðings hafi verið lögð áhersla á snertilinsufræði og að fyrir liggi staðfesting þess að hann hafi starfað við snertilinsumátun í a.m.k. 2 ár, eða
b. að fyrir liggi staðfesting þess að hann hafi starfað við snertilinsumátun í a.m.k. 10 ár.


3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 5. gr. laga nr. 17/1984, með síðari breytingum öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 29. júní 2005.


Jón Kristjánsson.
Sólveig Guðmundsdóttir.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica