Innanríkisráðuneyti

399/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

L. liður 1. mgr. 61. gr. orðast svo:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 983/2010 frá 3. nóvember 2010 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd, birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 95/2012 frá 30. apríl 2012.

2. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópu­sambands­ins nr. 983/2010 frá 3. nóvember 2010 um breytingu á reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameigin­legum grunnkröfum um flugvernd, birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 95/2012 frá 30. apríl 2012; með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 70. gr. og 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 30. apríl 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica