376/2013
Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi orðskýring í réttri stafrófsröð:
ACC3-flugrekandi (Air Cargo or Mail Carrier operating into the Union from a Third Country Airport): Flugrekandi, sem flytur farm eða póst frá flugvelli í þriðja ríki og er ekki skráður skv. reglugerð (ESB) nr. 859/2011 vegna flugskipta, gegnumferðar eða affermingar á einhverjum þeim flugvelli sem fellur undir gildissvið reglugerðar (EB) nr. 300/2008.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. reglugerðarinnar:
-
Fyrirsögn greinarinnar verður: Flugverndareftirlit sem þekktur birgir eða rekstraraðili flugvallar á að viðhafa.
-
Nýjar málsgreinar, 2. og 3. mgr. bætast við greinina og orðast þær svo:
2. mgr. verður svohljóðandi: Ákvæði e. liðar gildir ekki um flutning á svæðinu.
3. mgr. verður svohljóðandi: Ef þekktur birgir felur flutning birgða til flugvallarins öðru fyrirtæki, sem ekki er þekktur birgir rekstraraðila flugvallarins, skal þekkti birgirinn tryggja að farið sé að öllum flugverndarráðstöfunum sem tilgreindar eru í þessum lið.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar:
Nýr stafliður, e-liður, bætist við, svohljóðandi: Að öðrum kosti má einnig veita aðgang eftir að örugg kennsl hafa verið borin á einstaklinginn með sannprófun lífkenniupplýsinga.
4. gr.
Fyrirsögn IV. kafla verður: Tilnefning aðila vegna flugverndar, skráðir sendendur, þekktir birgjar og ACC3-flugrekendur.
5. gr.
Ný grein sem verður, 25. gr. a., bætist við og orðast svo ásamt fyrirsögn:
ACC3-flugrekandi.
Flugrekandi sem flytur flugfarm eða flugpóst inn til Evrópu frá þriðja ríki, skal sækja um að vera viðurkenndur ACC3-flugrekandi til Flugmálastjórnar Íslands eða þar til bærs yfirvalds samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 859/2011, með síðari breytingum.
ACC3-flugrekandi skal tryggja að flugfarmur eða flugpóstur sem hann flytur sé upprunninn frá aðila sem hlotið hefur viðurkenningu sem umboðsaðili eða þekktur sendandi í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 185/2010, sbr. reglugerð (ESB) nr. 859/2011, með síðari breytingum.
6. gr.
Orðin "SIS-upplýsingakerfinu;" í 1. mgr. 27. gr. reglugerðarinnar falla brott.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. reglugerðarinnar:
-
Eftirfarandi breytingar verða á c., e. og f. liðum 1. mgr.:
-
Í stað orðanna "að því tilskildu að efninu" kemur: að því tilskildu að vökvanum, úðaefninu eða gelinu.
-
Í stað orðanna "hafi verið keypt á viðkomandi flugvelli þennan sama dag," kemur: hafi verið keypt á flugsvæði viðkomandi flugvallar innan síðustu 24 klukkutíma.
-
Í stað orðanna "falla úr gildi 29. apríl 2013", í g. lið 1. mgr. kemur: falla úr gildi 30. janúar 2014.
-
Ný málsgrein, 4. mgr., bætist við, svohljóðandi:
Rekstraraðili flugvallar skal upplýsa Flugmálastjórn Íslands um hvernig miði við innleiðingu og notkun öryggisskanna til gegnumlýsingar á vökva, úðaefnum og geli, sbr. reglugerð (ESB) nr. 246/2013, eigi síðar en 30. júní 2013. Flugmálastjórn Íslands skal upplýsa Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, um stöðuna, eigi síðar en 1. september 2013.
-
Ný málsgrein, 5. mgr., bætist við, svohljóðandi:
Frá og með 31. janúar 2014, er farþega heimilt að hafa með sér vökva, úðaefni og gel inn á haftasvæði flugverndar, að því tilskildu að efnin verði skimuð eða séu undanþegin skimun í samræmi við kröfur samkvæmt reglugerð (EB) nr. 300/2008, með síðari breytingum, sbr. reglugerð (ESB) nr. 245/2013 og reglugerð (ESB) nr. 246/2013. Framangreind heimild mun verða veitt í áföngum frá og með fyrrgreindu tímamarki hvað varðar ákveðnar tegundir vökva, úðaefnis og gels.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á A. lið 2. gr. viðauka I við reglugerðina:
-
Fyrirsögn í A. lið 2. gr. viðauka I við reglugerðina, orðast svo: Farþegar, handfarangur, flugvallarbirgðir og birgðir til notkunar um borð.
-
Ný málsgrein, 2. mgr. bætist við greinina, svohljóðandi: Óheimilt er að flytja bannaða hluti skv. 1. mgr. inn á haftasvæði flugverndar eða um borð í loftfar sem flugvallarbirgðir eða birgðir til notkunar um borð.
9. gr.
q - u liðir 1. mgr. 61. gr. orðast svo:
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 711/2012 frá 3. ágúst 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd að því er varðar aðferðir við skimun annarra einstaklinga en farþega og hluta sem þeir bera á sér, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 14, 7. mars 2013, bls. 730-732, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 859/2011 frá 25. ágúst 2011 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd að því er varðar flugfarm og flugpóst, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 16, 14. mars 2013, bls. 255-261, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 173/2012 frá 29. febrúar 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 að því er varðar nánari útlistun og einföldun á tilteknum sértækum flugverndarráðstöfunum, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 16, 14. mars 2013, bls. 262-269, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 245/2013 frá 19. mars 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 272/2009 að því er varðar skimun vökva, úðaefna og gels á flugvöllum í Evrópusambandinu. Reglugerðin er birt sem fylgiskjal I með reglugerð þessari; og
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 246/2013 frá 19. mars 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 að því er varðar skimun vökva, úðaefna og gels á flugvöllum í Evrópusambandinu. Reglugerðin er birt sem fylgiskjal II með reglugerð þessari.
10. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 711/2012 frá 3. ágúst 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd að því er varðar aðferðir við skimun annarra einstaklinga en farþega og hluta sem þeir bera á sér, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 14, 7. mars 2013, bls. 730-732, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 859/2011 frá 25. ágúst 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd að því er varðar flugfarm og flugpóst, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 16, 14. mars 2013, bls. 255-261, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 173/2012 frá 29. febrúar 2012 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 að því er varðar nánari útlistun og einföldun á tilteknum sértækum flugverndarráðstöfunum, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 16, 14. mars 2013, bls. 262-269, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 245/2013 frá 19. mars 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 272/2009 að því er varðar skimun vökva, úðaefna og gels á flugvöllum í Evrópusambandinu. Reglugerðin er birt sem fylgiskjal I með reglugerð þessari; og
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 246/2013 frá 19. mars 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 að því er varðar skimun vökva, úðaefna og gels á flugvöllum í Evrópusambandinu. Reglugerðin er birt sem fylgiskjal II með reglugerð þessari.
Með reglugerð þessari öðlast jafnframt gildi hér á landi eftirfarandi ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, settar á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 300/2008 frá 11. mars 2008, um sameiginlegar reglur um flugvernd, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2011)5862 lokaútgáfa frá 17. ágúst 2011 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd hvað varðar flutning á flugfarmi og pósti, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2011)9407 lokaútgáfa frá 21. desember 2011 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/774/EB hvað varðar flugfarm og póst, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2012)1228 lokaútgáfa frá 29. febrúar 2012 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/774/EB hvað varðar skýringu og einföldun sérstakra aðgerða í flugvernd, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2012)5672 lokaútgáfa frá 10. ágúst 2012 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/774/EB um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd hvað varðar flugfarm og póst, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013;
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2012)5880 lokaútgáfa frá 23. ágúst 2012 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/774/EB um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd hvað varðar aðferðir notaðar við skönnun einstaklinga annarra en farþega og handfarangurs, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2013 frá 1. febrúar 2013; og
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2013)1587 lokaútgáfa frá 19. mars 2013 sem breytir ákvörðun C(2012)774 að því er varðar skimun vökva, úðaefna og gels á flugvöllum ESB. Gerðin er leynileg og verður ekki birt.
11. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 29. apríl 2013.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.