1. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Heimilt er að veiða innfjarðarækju til og með 31. ágúst 2013 í Skjálfandaflóa.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 19. apríl 2013.
F. h. r.
Hrefna Karlsdóttir.
Arnór Snæbjörnsson.