1. gr.
Rétt til þess að kalla sig hnykki (kiropraktor) og starfa sem slíkur hefur sá einn, sem til þess hefur leyfi heilbrigðisráðherra.
2. gr.
Leyfi samkvæmt 1. mgr. má veita þeim íslenskum ríkisborgurum sem lokið hafa a.m.k. 4ra ára námi í hnykkingum (kiropraktik) en að auki 12 mánaða verklegu námi. Umsækjendur skulu hafa næga kunnáttu í réttarreglum er lúta að starfinu. Leita skal umsagnar landlæknis og stéttarfélags áður en leyfi er vent.
3. gr.
Nú uppfyllir umsækjandi skilyrði 2. gr. að öðru leyti en því að hann hefur ekki íslenskt ríkisfang, er þá ráðherra heimilt að veita honum ótakmarkað eða tímabundið leyfi að fenginni umsögn landlæknis og stéttarfélags, enda sanni hann nægilega kunnáttu í íslensku.
4. gr.
Starfsvettvangur hnykkis er á heilbrigðisstofnunum og eigin stofum. Með hnykkingum er átt við meðferð á stoðkerfi líkamans. Ekki má hnykkir taka sjúkling til meðferðar án samráðs við lækni.
5. gr.
Hnykki er heimilt að hafa sér til aðstoðar starfsfólk sem ávallt skal starfa á ábyrgð hans.
6. gr.
Hnykki er skylt að gæta þagmælsku um atriði, sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt hann láti af störfum. Sömu reglur skulu gilda um starfsfólk það, sem hnykkir kann að hafa í starfi.
7. gr.
Hnykki ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar er varða starfið.
8. gr.
Hnykki er skylt að halda dagbók um þá, er leita til hans og aðrar skýrslur í samræmi við fyrirmæli landlæknis.
9. gr.
Verði landlæknir þess var að hnykkir vanræki skyldur sínar, fer út fyrir verksvið sitt eða brýtur í bága við fyrirmæli laga eða heilbrigðisyfirvalda, skal hann áminna viðkomandi. Nú kemur áminning ekki að haldi og ber þá landlækni að kæra málið fyrir ráðherra. Um hnykkja gilda að öðru leyti reglur læknalaga nr. 5311988.
10. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 2411985, um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta, öðlast gildi þegar við birtingu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 23. janúar 1990.
Guðmundur Bjarnason.
Dögg Pálsdóttir.