Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Grunnskólar

783/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2000 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskólum, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. orðast svo:

Skráning í samræmd lokapróf 10. bekkjar fer fram á tímabilinu 1. september til 1. apríl ár hvert. Skólastjóri ber ábyrgð á að nemendur skrái sig til prófs og staðfesting forsjáraðila liggi fyrir. Framkvæmdaaðili prófanna sér um að skólastjórar hafi aðgang að vefsvæði til þessarar skráningar.

Framkvæmdaaðili prófanna undirbýr prófgögn á grunni þeirra upplýsinga um skráningu nemenda í 8., 9. og 10. bekk, sem skólastjórar hafa sett á vefsvæðið hinn 1. apríl ár hvert. Skólastjórar bera ábyrgð á skráningu og/eða breytingu á skráningu eftir 1. apríl og fram á próftökudag. Að prófi loknu ber skólastjóri ábyrgð á því að uppfæra endanlegan lista yfir alla nemendur sem þreyttu próf.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 4. september 2006.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Guðmundur Árnason.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica