1. gr.
Í stað orðanna "lögum um lánastofnanir" í 2. tölulið 1. gr. kemur: lögum um fjármálafyrirtæki.
2. gr.
Í stað orðsins "ríkissaksóknara" í 2. mgr. 3. gr. og í stað sama orðs í 7. gr., 8. gr., 9. gr., 10. gr., 11. gr. og 12. gr. kemur (í viðeigandi beygingarfalli): ríkislögreglustjóri.
3. gr.
Í stað orðsins "bankaeftirliti" í 7. gr. kemur: Fjármálaeftirlitinu.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 13. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti nr. 80/1993, tekur þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytinu, 20. febrúar 2006.
Valgerður Sverrisdóttir.
Ólöf Embla Einarsdóttir.