Viðskiptaráðuneyti

820/2006

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2658/2000 frá 29. nóvember 2000 um beitingu 3. mgr. 81. gr. sáttmálans gagnvart flokkum samninga um sérhæfingu. - Brottfallin

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2000 frá 22. desember 2000 gildir eftirtalin EB-gerð hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2658/2000 frá 29. nóvember 2000 um beitingu 3. mgr. 81. gr. sáttmálans gagnvart flokkum samninga um sérhæfingu.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2658/2000 hefur áður verið birt sem fylgiskjal með reglugerð nr. 654/2001 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 2001, bls. 1712-1716.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.

Með þessari reglugerð fellur úr gildi 2. gr. l reglugerðar nr. 594/1993 um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. reglugerð nr. 654/2001.

Viðskiptaráðuneytinu, 18. september 2006.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Jónína S. Lárusdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica