Reglugerð þessi fjallar um markaðssetningu og mælifræðilegar kröfur til löggildingarskyldra sjálfvirkra voga. Hér eftir er sjálfvirk vog nefnd vog.
(EBE-frumsannprófun) er aðferð til að tryggja að framleiðsla tækis sé í samræmi við viðurkennda frumgerð og standist mælifræðilegar kröfur, m.a. um heimiluð hámarksfrávik og merkingar. Aðferðinni er lýst nánar í viðeigandi reglugerðum.
Gerðarviðurkenning (EBE-gerðarviðurkenning) byggir á ítarlegri gerðarprófun, þar sem prófað hefur verið eftir kröfum viðeigandi reglugerða eða annarra kröfuskjala. Gerðarviðurkenning er forsenda frumsannprófunar og markaðssetningar eftir öðrum leiðum.
WELMEC (The European cooperation in legal metrology) eru samtök evrópskra ríkja í lögmælifræði.
Flokkunarvog er sjálfvirk ósamfelld vog sem vegur einstaka hluti og flokkar þá í tvo eða fleiri flokka eftir massa þeirra.
Sjálfvirk ósamfelld vog er sjálfvirk vog sem vegur einstaka hluti eða afmarkaða skammta efnis en ekki samfellt streymi efnis.
Sjálfvirk ósamfelld samlagningarvog er sjálfvirk vog sem finnur massa búlka efnis með því að vigta það í hlutum og leggja saman, efninu er síðan skilað aftur í búlka.
Sjálfvirk samfelld samlagningarvog er sjálfvirk vog sem finnur massa búlka efnis með því að vigta samfellt flæði efnis eftir færibandi, án þess að skipta því upp í skammta og með stöðugri hreyfingu færibandsins.
Sjálfvirk sekkjunarvog er sjálfvirk vog sem fyllir ílát með fyrirfram ákveðnum og nær föstum massa efnis. Vogin samanstendur af sjálfvirkum færslubúnaði og einni eða fleiri vogum ásamt viðeigandi stjórn- og áfyllingarbúnaði.
Sjálfvirk úrtaksvog er sjálfvirk ósamfelld vog sem vegur einstaka hluti og flokkar eftir mismun á massa þeirra og fyrirfram ákveðnu stilligildi.
Sjálfvirk verðmerkivog er sjálfvirk ósamfelld vog sem merkir eða verðmerkir vegna hluti.
Sjálfvirk vog er vog sem ákvarðar massa hlutar án afskipta notanda og fylgir fyrirfram ákveðnu sjálfvirku ferli sem einkennir vogina.
Markaðssetning sjálfvirkra voga hér á landi er heimil svo fremi að vogargerðin hafi gerðarviðurkenningu frá Löggildingarstofu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að setja á markað og taka í notkun sjálfvirkar vogir án þess að þær hafi innlenda gerðarviðurkenningu skv. þessari reglugerð uppfylli þær kröfur reglugerðar nr. 129/1994 og tilskipana 75/410/EBE og 78/1031/EBE, sem vísað er til í liðum e) og j) í 2. gr. rg. nr. 130/1994.
Framleiðandi vogar eða viðurkenndur umboðsaðili hans getur sótt um gerðarviðurkenningu til Löggildingarstofu. Löggildingarstofa gefur út landsbundna gerðarviðurkenningu fyrir sjálfvirkar vogir og gildir gerðarviðurkenning í allt að tíu ár frá útgáfudegi.
Landsviðurkenningin er byggð á eftirfarandi:
1. | Samkomulagi WELMEC um gagnkvæma viðurkenningu á gerðarviðurkenningum sjálfvirkra voga. |
2. | Landsbundinni gerðarviðurkenningu frá aðildarlöndum hins evrópska efnahagssvæðis. |
3. | Löggildingarstöðu vogagerðar fyrir gildistöku reglugerðar þessarar. |
4. | Prófunum sem Löggildingarstofa hefur framkvæmt eða látið framkvæma. |
Við mat á gerðarviðurkenningum skv. 2. tl. og við prófanir skv. 4. tl. skal miðað við kröfur viðauka I. Fyrir vogir með eldri löggildingar skal framfylgja kröfum um lágmarksmerkingar skv. viðauka I.
Gögn sem leggja þarf fram, þegar sótt er um gerðarviðurkenningu, eru tilgreind í viðauka II.
Ekki er krafist frumsannprófunar nýrra voga en söluaðili ber ábyrgð á því að vogir séu í samræmi við viðurkennda gerð.
Komi upp ágreiningur um úrskurð Löggildingarstofu um einhver atriði varðandi ákvæði eða beitingu þessarar reglugerðar má skjóta málinu til ráðherra.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um vog, mál og faggildingu nr. 100/1992 og öðlast þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 781/2002, um sjálfvirkar vogir.
Kröfurnar um hámarksfrávik í þessum viðauka eiga við þegar prófanir eru framkvæmdar vegna gerðarviðurkenningar sbr. 4. gr. Við ákvörðun um hvort hægt sé að veita gerðarviðurkenningu er einnig lagt mat á aðra þætti eins og merkingar og kröfur samkvæmt tæknilýsingu framleiðanda.
1. | Sjálfvirk ósamfelld vog (A, A1, A2 og A3 í viðauka III): |
Leyfileg hámarksfrávik fara eftir nákvæmnisflokki vogarinnar. Nákvæmnisflokkarnir eru táknaðir með X(x) eða Y(y). | |
Flokkur X(x) á við vogir sem notaðar eru til að kanna massa fyrir e-merkta forpakkaða vöru sbr. reglugerðir nr. 131/94 og 133/94. Flokkur Y(y) er fyrir allar aðrar sjálfvirkar, ósamfelldar vogir. | |
Annars vegar gildir tafla 1 fyrir flokk X(x) um mesta leyfilega frávik fyrir meðalgildi. Taflan er aðgreind eftir því hvort x er > 1 eða ekki. Hins vegar gildir tafla 2 um mesta leyfilega staðalfrávik fyrir grunnflokkinn X(1). Þann dálk skal margfalda með nákvæmnisstuðli x, sem framleiðandinn tilgreinir. Stuðullinn getur haft gildin (1, 2 eða 5) x 10k, þar sem k er ± heil tala eða núll. | |
Flokkur Y(y) samanstendur af tveim flokkum Y(a) og Y(b), sjá töflu 3. | |
Vogir í flokki X(x): | |
Tafla 1: Leyfileg frávik meðalgildis. |
Ásettur massi (m) í lögdeilingum, e
|
Mesta leyfilega frávik fyrir meðalgildi
|
|
(x) £ 1
|
(x) > 1
|
|
0 < m £ 500
|
0 < m £ 50
|
± 0,5e
|
500 < m £ 2 000
|
50 < m £ 200
|
± 1,0e
|
2 000 < m £ 10 000
|
200 < m £ 1000
|
± 1,5e
|
Dæmi: | Pakkning 1000 g, e=1 g og nákvæmnisstuðull x=0,2. | |
Lausn: | m=1000 og leyfileg frávik meðalgildis allt að ± 1,0 g. |
Ásettur massi (m)
|
Mesta leyfilega staðalfrávik
fyrir grunnflokk X(1) |
m £ 50 g
|
0,48%
|
50 g < m £ 100 g
|
0,24 g
|
100 g < m £ 200 g
|
0,24%
|
200 g < m £ 300 g
|
0,48 g
|
300 g < m £ 500 g
|
0,16%
|
500 g < m £ 1 000 g
|
0,8 g
|
1 000 g < m £ 10 000 g
|
0,08%
|
10 000 g < m £ 15 000 g
|
8,0 g
|
15 000 g < m
|
0,053%
|
Dæmi: | Pakkning 1000 g, e=1 g og nákvæmnisstuðull x=0,2. | |
Lausn: | m=1000 g og staðalfrávik allt að 0,2 x 0,8 g = 0,16 g. |
Vogir í flokki Y(y): | |
Tafla 3: |
Ásettur massi (m) í lögdeilingum, e
|
Leyfileg hámarksfrávik
|
|
Flokkur Y(a)
|
Flokkur Y(b)
|
|
0 < m £ 500
|
0 < m £ 50
|
± 1,5e
|
500 < m £ 2 000
|
50 < m £ 200
|
± 2,0e
|
2 000 < m £ 10 000
|
200 < m £ 1000
|
± 2,5e
|
Dæmi: | Pakkning 1000 g og e=1 g | |
Lausn: | m=1000 og leyfilegt hámarksfrávik ± 2,0 g í flokki Y(a) en ± 2,5 g í flokki Y(b) |
Vogir í nákvæmnisflokki Y(y) skulu hafa lágmarksvigtunargetu sem er 20e fyrir Y(a), 10e fyrir Y(b) og 5e fyrir vogir til nota fyrir ákvörðun burðargjalda, hvort heldur þær eru af flokki Y(a) eða Y(b). |
2. | Sjálfvirk sekkjunarvog (D í viðauka III): |
Leyfileg hámarksfrávik fara eftir nákvæmnisflokki vogarinnar, nákvæmnisflokkurinn er táknaður með X(x). Leyfilegt hámarksfrávik fyrir hverja áfyllingu er fundið með því að margfalda viðeigandi fráviksgildi úr töflunni hér að neðan með (x). Gildi (x) getur verið 1x10k, 2x10k eða 5x10k, þar sem k getur verið jákvæð eða neikvæð heil tala eða núll. | |
Leyfileg hámarksfrávik fyrir hverja áfyllingu (sekkjun) frá meðaltali fyrir flokk X(1). |
Massi áfyllingar M í g
|
Leyfileg hámarksfrávik fyrir nákvæmnisflokk X(1)
|
M £ 50
|
6,3% |
50 < M £ 100
|
3,15 g |
100 < M £ 200
|
3,15% |
200 < M £ 300
|
6,3 g |
300 < M £ 500
|
2,1% |
500 < M £ 1 000
|
10,5 g |
1 000 < M £ 10 000
|
1,05% |
10 000 < M £ 15 000
|
105 g |
15 000 < M £
|
0,7% |
Ath.: Aðlaga má frávikatöfluna einingastærð þess efnis sem verið er að fylla með. | |
þ | |
Viðmiðunargildi fyrir fjölda áfyllinga til að finna meðaltalið í töflunni hér að ofan: |
Markgildi áfyllingar (m)
|
Fjöldi áfyllinga
|
m £ 10 kg
|
60
|
10 kg < m £ 25 kg
|
32
|
25 kg < m £ 100 kg
|
20
|
100 kg < m
|
10
|
Þegar unnt er að stilla markgildi áfyllingar, má mismunur markgildis og raunverulegs meðaltals ekki fara yfir hlutfallið 0,36 af leyfilegu hámarksfráviki frá meðaltali. |
3. | Sjálfvirk ósamfelld samlagningarvog (B í viðauka III): |
Leyfileg hámarksfrávik eru: |
Nákvæmnisflokkur | Leyfileg hámarksfrávik á samanlagðri vigtun |
0,2
|
± 0,10%
|
0,5
|
± 0,25%
|
1
|
± 0,50%
|
2
|
± 1,00%
|
Samlagningardeiling (dt) skal vera á bilinu: 0,01% Max < dt < 0,2% Max. | ||
Lágmarks samanlögð vigtun (Smin) skal vera stærri en lágmarksvigtun (Min) og einnig stærri en sá vegni massi sem gefur leyfileg hámarksfrávik jöfn dt. | ||
Dæmi: | ||
Max: | 1000 kg | |
Min: | 200 kg | |
dt = 0,2 kg (liggur í tilskildu bili) | ||
Nákvæmnisflokkur: 0,5 | ||
Smin > Min = 200 kg | ||
Smin > dt/0,25% = 80 kg | ||
Stærri talan gildir þ.e. lágmarks samanlögð vigtun skal vera stærri en 200 kg. |
4. | Sjálfvirk samfelld samlagningarvog (C í viðauka III): | |
Lágmarksvigtun (Min) á hverjum tíma skal ekki vera minna en 20% af hámarksgetu (Max). | ||
Lágmarks samanlögð vigtun (Smin) skal ekki vera minni en stærsta eftirfarandi gildi: | ||
– | 2% af samanlögðum massa við hámarksflæði í eina klukkustund. | |
– | Veginn massi við hámarksflæði og færslu færibands um einn hring. | |
– | Veginn massi sem jafngildir eftirfarandi fjölda samlagningardeilinga dt: | |
800 fyrir vogir í nákvæmnisflokki 0,5. | ||
400 fyrir vogir í nákvæmnisflokki 1. | ||
200 fyrir vogir í nákvæmnisflokki 2. | ||
Leyfileg hámarksfrávik |
Nákvæmnisflokkur
|
Prósent af massa samanlagðrar vigtunar
|
0,5
|
0,25
|
1
|
0,50
|
2
|
1,00
|
Færsluhraði færibands skal vera tilgreindur af framleiðanda og má hraðinn ekki víkja frá uppgefnu gildi um meira en 5%. |
5. | Lágmarksmerkingar eru sem hér segir: | |
1. | Vogargerð og framleiðandi. | |
2. | Hámarksgeta. | |
3. | Lágmarksgeta. | |
4. | Lágmarks leyfileg samanlögð vigtun, ef við á. | |
5. | Skerðingargildi. | |
6. | Raðnúmer. |
1. | Umsókn. | ||
1.1. | Á umsókninni skulu koma fram eftirfarandi atriði: | ||
– | Nafn umsækjanda. | ||
– | Kennitala. | ||
– | Aðsetur. | ||
– | Nafn framleiðanda vogar. | ||
– | Gerð vogar. | ||
– | Kennistærðir vogar. | ||
– | Hönnunarlýsing. | ||
1.2. | Staðfesting framleiðanda eða eiganda vogar að vogargerðinni verði ekki breytt án samráðs við Löggildingarstofu. Löggildingarstofa metur hvort breytingar sem gera skal á vog séu óverulegar eða hvort þörf sé á að gefa út viðauka við landsviðurkenningu þar sem breytingarnar eru tilgreindar eða séu þess eðlis að fella þurfi gerðarviðurkenninguna úr gildi. | ||
2. | Fylgigögn. | ||
2.1. | Með umsókn skulu fylgja gögn því til staðfestingar að kröfur 4. gr. séu uppfylltar. Ef gerðarviðurkenningin er lögð fram samkvæmt ákvæðum WELMEC samkomulags, þarf ekki frekari gögn og íslensk landsviðurkenning er gefin út án tafar. | ||
3. | Annað. | ||
3.1. | Umsækjandi ábyrgist að tilkynna Löggildingarstofu um allar breytingar sem gerðar eru á voginni. Löggildingarstofa leggur mat á hvort breytingarnar séu þess eðlis að nauðsynlegt sé að gefa út viðauka við landsviðurkenninguna og skal matið rökstutt. | ||
3.2. | Umsækjandi greiðir kostnað við gerðarviðurkenningu. |
Vogargerð | Ensk heiti samsvarandi vogargerða samkvæmt Alþjóða lögmælifræðistofnuninni OIML | |
A | Sjálfvirk ósamfelld vog | Automatic catchweigher. Tilmæli OIML R 51–1 |
A1
|
Sjálfvirk úrtaksvog | Automatic checkweigher |
A2
|
Flokkunarvog | Weightgrader |
A3
|
Sjálfvirk verðmerkivog | Weigh labeller / price labeller |
B | Sjálfvirk ósamfelld samlagningarvog | Discontinous totalizer. Tilmæli OIML R 107–1 |
C | Sjálfvirk samfelld samlagningarvog | Continuous totalizer. Tilmæli OIML R 50–1 |
D | Sjálfvirk sekkjunarvog | Automatic gravimetric filling instrument. Tilmæli OIML R 61–1 |