Í reglugerð þessari er að finna nánari útfærslu á útreikningi fjárhæða skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 30. gr. og fjárhæða skv. 1. mgr. 33. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi.
Fjárhæðir 1. og 2. tölul. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 33. gr. laganna skulu taka breytingum í fyrsta skipti þann 20. september 2003 og síðan hinn 31. desember ár hvert, í fyrsta skipti þann 31. desember 2004, í samræmi við breytingar á samræmdri vísitölu neysluverðs í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins sem birt er af Hagstofu Íslands frá gildinu 111,2 og breytingar á opinberu viðmiðunargengi evru, miðað við grunngengi 85 kr.
Framreiknaðar fjárhæðir skv. 1. mgr. skulu hækkaðar upp í næstu fjárhæð sem er deilanleg með 10 milljónum.
Sé breyting vísitölunnar innan við 5% frá síðustu endurskoðun skulu fjárhæðir ekki taka breytingum.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 98. gr., sbr. og 1. mgr. 33. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994, með síðari breytingum.
Með reglugerð þessari er innleidd í íslenskan rétt grein 20 a í tilskipun 2002/12/EB og grein 17 a í tilskipun 2002/13/EB sem teknar voru upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðunum sameiginlegu nefndarinnar nr. 164/2002 og 165/2002 frá 6. desember 2002 með breytingu á IX. viðauka samningsins.
Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 494 22. júlí 1997 um eignir sem telja má til gjaldþols vátryggingafélaga og útreikning lágmarksgjaldþols.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.