Í stað 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
Undir lið 2 Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri skal færa eðlilega ávöxtun í samræmi við fjárstreymi í vátryggingarekstrinum.
Í skýringum skal gera grein fyrir því hvernig fjárhæðin sem færð er undir þennan lið er ákvörðuð, hvernig höfuðstóll er metinn og hver sé fjárhæð hans, hvaða vaxtafótur er notaður og hvernig hann er ákvarðaður. Sé reikningsárinu skipt í styttri vaxtatímabil skal gerð grein fyrir því.
1. mgr. 52. gr. orðist svo:
Tjónaskuldin skal ákvörðuð þannig að hún nægi til að mæta öllum greiðslum í framtíðinni vegna tjóna auk beins og óbeins kostnaðar sem á þau fellur. Óheimilt er að beita innbyggðri lækkun eða núvirtu mati tjónaskuldarinnar eða á annan hátt víkja frá því sem endanleg áætlun um fjárhæð hennar segir til um, sbr. þó 53. gr. Tjónaskuld skal metin á verðlagi í lok reikningstímabilsins. Til frádráttar skal koma varfærnislegt mat á þeim eignum og réttindum sem félagið hefur yfirtekið eða búist er við að það muni öðlast yfirráð yfir vegna tjónanna. Sé um verulegar fjárhæðir að ræða, skal gera grein fyrir þeim í skýringum.
1. mgr. 69. gr. orðist svo:
Nú er munur á tjónagreiðslum og tjónaskuld til næsta árs vegna tjóna sem tilheyra fyrri reikningsárum annars vegar, og tjónaskuld frá fyrra ári vegna tjóna sömu reikningsára hins vegar, verulegur eða yfir 10% af tjónum ársins í einhverjum greinaflokki og skal þá tilgreina mismuninn í skýringum með sundurliðun heildarfjárhæða og fjárhæða í eigin hlut eftir greinaflokkum. Tjón ársins skulu þannig sundurliðuð eftir greinaflokkum vátrygginga, sbr. 77. gr., í tjón sem urðu á reikningsárinu og matsbreytingar á tjónum sem urðu á fyrri reikningsárum. Sé félagið endurtryggjandi skal við samanburðinn taka með iðgjöld og umboðslaun á reikningsárinu vegna fyrri vátryggingaára. Heimilt er að tilgreina í einu lagi upplýsingar samkvæmt þessari málsgrein í þeim greinaflokkum þar sem iðgjöld ársins nema minna en 15% af heildariðgjöldum.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.