Viðskiptaráðuneyti

584/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 1. gr. d bætist við ný grein, 1. gr. e, sem orðast svo:

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 60/99 frá 30. apríl 1999 skulu eftirtaldar EB-gerðir öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af bókun 21 um framkvæmd samkeppnisreglna sem gilda um fyrirtæki, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

1. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2842/98 frá 22. desember 1998 um skýrslugjöf málsaðila við tiltekna málsmeðferð samkvæmt 85. og 86. gr. EB-sáttmálans og

2. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2843/98 frá 22. desember 1998 um framsetningu, efni og önnur atriði er varða umsóknir og tilkynningar sem kveðið er á um í reglugerðum ráðsins (EBE) nr. 1017/68, (EBE) nr. 4056/86 og (EBE) nr. 3975/87 um beitingu samkeppnisreglna á sviði flutninga.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48 gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast þegar gildi.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðirnar, sem fela í sér breytingu á bókun 21 með EES-samningnum, eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB. EB-gerðirnar eru jafnframt birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.


Viðskiptaráðuneytinu, 14. júlí 2000.

Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica