REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum.
1. gr.
Á eftir 2. gr. c. bætist við ný grein, 2. gr. d, sem orðast svo:
Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/96 frá 19. júlí 1996 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIV. viðauka við EES-samninginn (um samkeppni), bókun I (um altæka aðlögun) og öðrum ákvæðum samningsins:
reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1475/95 frá 28. júní 1995 um beitingu 3. mgr. 85. gr. sáttmálans gagnvart tilteknum flokkum samninga um sölu og viðhaldsþjónustu ökutækja.
2. gr.
Jafnframt fellur úr gildi d-liður 2. gr. þess efnis að reglugerð nr. 123/85/EBE, með síðari breytingum, hafi gildi hér á landi, sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 1475/95/EB.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast þegar gildi.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin, sem fela í sér breytingu á XIV. viðauka við EES-samninginn og snerta beitingu 3. mgr. 53. gr. samningsins, eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB.
Viðskiptaráðuneytinu, 23. október 1996.
Finnur Ingólfsson.
Halldór J. Kristjánsson.