REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 594/1993, með síðari breytingum.
1. gr.
Á eftir 2. gr. e bætist við ný grein, 2. gr. f, sem orðast svo:
Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/97 frá 31. október 1997 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1582/97 frá 30. júlí 1997 um breytingu á reglugerðum (EBE) nr. 1983/83 og nr. 1984/83 um beitingu 3. mgr. 85. gr. sáttmálans gagnvart flokkum samninga um einkadreifingu annars vegar og einkakaup hins vegar.
2. gr.
Í þessari breytingu felst að gildistími skv. 10. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 1983/83, sem tekin var upp í íslenskan rétt sem b-liður 2. gr. reglugerðar nr. 594/1993, framlengist um tvö ár, frá 31. desember 1997 til 31. desember 1999. Aðlögunarákvæði e með reglugerðinni, sem er í 2. tölul. XIV. viðauka við EES-samninginn og snertir gildistímann, fellur jafnframt niður.
Jafnframt framlengist gildistími skv. 19. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 1984/83, sem tekinn var upp í íslenskan rétt sem c-liður 2. gr. reglugerðar nr. 594/1993, um tvö ár, frá 31. desember 1997 til 31. desember 1999. Aðlögunarákvæði e með reglugerðinni, sem er í 3. tölul. XIV. viðauka við EES-samninginn og snertir gildistímann, fellur og niður.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast þegar gildi.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin, sem fela í sér breytingu á 2. og 3. tölul. XIV. viðauka við EES-samninginn og snerta beitingu 3. mgr. 53. gr. samningsins, eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB.
Viðskiptaráðuneytinu, 26. nóvember 1997.
Finnur Ingólfsson.
Jón Ögmundur Þormóðsson.